Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 50
MENNING andlegi fjársjóður, bréf Jóhanns, voru raun- verulega allt, sem hann skrifaði um dagana, utan eitt kvæði í brotum. Petta hefði orðið hans bautasteinn, ef öðruvísi hefði til tekist. Ég hafði lesið flest eða öll þessi bréf og áhrif þeira vara enn. Þetta voru engin venjuleg sendibréf. Hann skrifaði móður sinni allt, sem í hugann kom, langanir og framtíðar- horfur, með glæsilegum litum. Segja má, að skáldskapurinn sindraði af hverju orði“. íslensk bókmenntasaga er þessum bréfum fátækari og e.t.v. skýring þess, að Jóhann er okkur tiltölulega ókunnur nema sem draum- Haukur Dór í Nýhöfn Sagnir herma að íslensku blómabörnin hafi á sínum tíma vaxið úr grasi í leirkerjum frá Hauki Dór. Leir Hauks varðar enn veginn til blómanna, prýddur innblásnum dekor sem minnir í senn á japanskt ritflúr og Francis Bacon. Haukur Dór ólst upp við leirhveri og brennsluofna Reykjanessskagans, en hefur á undanförnum árum alið manninn í Dan- mörku og á Spáni. í nýlegu viðtali í Iceland Review segir Haukur að á Spáni hafi honum fundist hann í meiri tengslum við jörðina en áður, sem og sól og vatn. Hann hefur ekki lengur íslensk- an leir í lúkunum heldur olíu og í nýlegum málverkum Hauks ríkir miðjarðarhafs- spenna þar sem hvítur og svartur skáka í kröppum dansi. Það er drama í myndum Hauks sem minn- ir á köflum á leikstjórabróðurinn Antonio Saura, sem er kunnur fyrir úthugsaðan brussugang. Haukur Dór er samt sem áður íslenskur í orði og æði, enda einn af örfáum hérlendum listamönnum sem voga sér að mála íslenskt landslag að vetri til. Þar sitja líka hvítur og svartur að tafli og hver veit nema Haukur Dór skáki íslensku listalífi á sýningu sinni í Nýhöfn dagana 21. maí til 1. júní næstkomandi. ÓE skáld úr Reykjavík frá því fyrir 1920 og berklaveikur heimsmaður á þriðja áratugn- um í Þýskalandi. Bréfin sem sögðu persónu- sögu skáldsins, og máske bernskusögu þess, eru brunnin. Saga hans var saga annarra skálda og bókmenntafræðinga, en hans eigin saga í persónulegum bréfum, sú saga er brunnin. Þorbjörg Guðmundsdóttir taldi sig muna kafla úr síðasta bréfi Jóhanns, skömmu áður en hann dó: „Nú er röddin brostin og allt frá mér tekið. Þó er unaðslegt að sitja úti í garð- inum, allt umvafið blómskrúði og angan þess töfra. Þýðir ómar berast hvaðanæva, allt um kring. Og þögnin. Og nú er blessuð Elísabet mín að koma út í garðinn með miðdegis- drykkinn. Og það er dúkur á borði — móðir jörð“. Allt leitar upphafs síns. Jóhann vildi að aska sín yrði jarðsett á Snæfellsnesi og Elísa- bet ástkona hans flutti hana til landsins. Duft hans er jarðsett í kirkjugarðinum í Ólafsvík og þar hvílir móðir hans líka í eilífum friði. Móðir og sonur í sömu moldu. Óskar Guðmundsson. Jóhann Eyfells í Svörtu á hvítu Jóhann Eyfells telst óumdeilanlega vera brautryðjandi þeirrar hugarfarsbreytingar sem tók að gæta meðal listamanna upp úr seinni heimsstyrjöld og á sjötta áratugnum. Ásamt Dieter Roth varð hann öðrum fremur til þess að íslendingar fóru ekki varhluta af uppstokkun verðmætamats hinna stöðluðu fagurlista. Nú var áherslupunkturinn færður á athöfnina sjálfa í stað hinnar endanlegu afurðar; markaðsvörunnar sem listneytend- ur höfðu til þess tíma vanist að fá innramm- aða og refjalaust. Jóhann nam myndlist í Bandaríkjum eftir- stríðsáranna þegar menn á borð við Jackson Pollock, John Cage, Robert Rauschenberg og fleiri voru uppteknir við að umturna klassískri fagurfræði. Hugmyndir Marcels Duchamps frá fyrrastríðsárunum um listina sem hugmynd fremur en form og athöfn fremur en ástand urðu þá að nýju gjaldgeng- ar. Jóhann Eyfells tók upp þræði Duchamps og amerísku „athafnamannanna“ hérlendis. Hann hefur löngum farið ótroðnar slóðir í vinnslu sinna myndverka og augu fólks hafa þar af leiðandi beinst meira að vinnuaðferð- um hans en listaverkinu sjálfu. Á sjötta áratugnum var Jóhann eins og svo margir aðrir á kafi í afstraktbylgjunni, en um 1960 tók hann að kynna sér eðlis- og efna- fræði og gerði ýmsar tilraunir með málm- bræðslu í anda alkemista. Hann notaði jörð- ina sem mót og gróf verk sín með stórvirkum vinnuvélum. Þannig umbylti hann á sinn hátt ímynd fagurlistamannsins. Jóhann Eyfells var hér síðast með sýningu á listahátíð árið 1984 á Kjarvalsstöðum. Nú kemur hann aftur á listahátíð og sýnir að þessu sinni í Galleríi Svörtu á hvítu dagana 28. maí til 15. júní. Jóhann er búsettur í Flór- ída þar sem hann er prófessor í myndlist við Orlandoháskóla. O Símaþjónusta Gulu bókarinnar 62 42 42 O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.