Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 14
INNLENT
Rannsóknarlögreglan tölvuvæðist
Kerfisbundin skráning á upplýsingum um einkahagi fólks. Nýr
tölvubúnaður hjá rannsóknarlögreglunni. Samkvæmt lögum er
lögreglan undanþegin leyfisveitingu frá tölvunefnd
Rannsóknarlögregla ríkisins er nú að láta
vinna fyrir sig forrit vegna tölvuvæðingar
embættisins. Að sögn rannsóknarlögreglu-
stjóra er aðeins meiningin að tölvufæra
kæruskrána, þau gögn sem nú eru handfærð.
Það vekur hins vegar athygli að lögreglan
hlítir ekki sömu reglunr og aðrir varðandi
eftirlit tölvunefndar sem starfar samkvæmt
lögum um kerfisbundna skráningu á upp-
lýsingum er varða einkamálefni. Ekki liggur
ljóst fyrir hvaða upplýsingar verða færðar í
tölvukerfi lögreglunnar. Lögfræðingur sem
Þjóðlíf ræddi við kvaðst fullviss um að ef
lögreglan fengi ekkert ytra aðhald skapaðist
hætta á misnotkun. „Það er ekkert athuga-
vert við það þótt rannsóknarlögreglan haldi
skrár. Málið snýst hins vegar um það, hvað
fer inn á þessar skrár — nöfn hvaða einstak-
linga. Það hlýtur að þurfa að veita lögregl-
unni aðhald eins og öðrurn. Það aðhald er
ekki fyrir hendi núna".
Lög um kerfisbundna skráningu á upp-
lýsingum er varða einkamálefni voru fyrst
sett árið 1981 og endurskoðuð fjórum árum
síðar. Núgildandi lög falla úr gildi 31. desem-
ber 1989 og í sumar hefst vinna við endurnýj-
un þeirra, sem Tryggvi Gunnarsson og Þor-
geir Örlygsson formaður tölvunefndar hafa
umsjón með. í samtali við Þjóðlíf viðraði
Þorgeir þá hugmynd að setja á stofn einskon-
ar tilkynningaskyldu fyrir þá sem tölvuskrá
upplýsingar um einkamálefni.
Verði það gert þarf lögreglan að gefa
tölvunefnd upplýsingar um skrár sínar. Eins
og lögin eru túlkuð nú þarf lögreglan ekki að
spyrja kóng eða prest um hvað er sett á skrár,
svo fremi það brjóti ekki í bága við lögin.
Það er raunar athyglisvert að í lögunum er
hvergi vikið að lögreglunni, en hins vegar
segir í þriðju grein: „Opinberum aðilum,
þ.á.m. læknum ogsjúkrahúsum, erþó heimil
skráning án vitundar eða samþykkis hins
skráða, standi til þess sérstök lagaheimild
eða skráning sé ótvírætt nauðsynleg vegna
notagildis skránna".
Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri rík-
isins kvað ekki fyrirhugað að breyta skrám
embættisins. Einungis væri verið að setja í
tölvur það sem áður var handfært. Þær upp-
lýsingar sem lögreglan skráir, samkvæmt
upplýsingum Þjóðlífs, eru nafn þess sem yfir-
heyrður er, heimilisfang, nafnnúmer, síma-
númer, vinnustaður, nafn maka, nöfn for-
eldra, vinahópur, gælunafn og fyrri afskipti
Hverjir verða á tölvuskrám rannsóknarlögreglunnar? Hvaða upplýsingar verða færð-
ar á skrárnar? Samkvæmt núgildandi tölvulögum þarf lögreglan ekki að gefa tölvu-
nefnd neinar upplýsingar. Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri sagði í samtali við
Þjóðlíf að miðað við tölvuvæðingu í öðrum löndum væri lögreglan hér hlægilega langt
á eftir.
rannsóknarlögreglunnar af viðkomandi.
Hér er vert að undirstrika að hér er um að
ræða alla þá sem koma til yfirheyrslu, þó á
daginn komi að þeir tengist á engan hátt máli
sem er til rannsóknar.
Tölvuvæðingin mun auðvelda rannsókn-
arlögreglumönnum störf á ýmsan hátt. Um
það er hægt að taka eftirfarandi dærni: A er
færður til yfirheyrslu vegna óupplýsts máls.
A er á skrám lögreglunnar og þar eru nöfn úr
kunningjahópi hans. Tölvan leitar u- '
þeirra allra í skránni, hvort sem þeir eru
skráðir einhvers staðar sjálfir eða sem for-
eldri, maki eða í kunningjahópi. Það er því
ljóst að langfæstir þeirra sem á skrá lögregl-
unnar eru hafa brotið af sér.
Þjóðlíf hefur heimildir fyrir því að forritið
sem verið er að útbúa geri m.a. ráð fyrir því
að hægt sé að keyra það saman við aðrar
skrár. Það þýðir t.d. að lögreglan getur sam-
einað málaskrá við aðrar og alls óskyldar
heintildir. Lögfræðingurinn sem áður var
vitnað til og þekkir til mála innan lögregl-
unnar nefndi sem dæmi að lögreglan gæti
keyrt saman málaskrá sína og vanskilaskrá
sem Reiknistofa Hafnarfjarðar heldur. „Á
þann hátt væru þeir komnir með bæði per-
sónulega hagi og fjármál manna á eina skrá.
Lögregla í öðrum löndum heldur skrá yfir
ótrúlegustu hluti og auðvitað þróast mál hér í
sömu átt og þar þegar tölvuvæðingin er geng-
in í garð. Ef ekkert verður að gert".
í lögunum um skráningu upplýsinga um
inkamálefni er kveðið á um að ekki megi
keyra saman skrár frá tveimur aðilum. Það
er í verkahring tölvunefndar að sjá til þess að
það gerist ekki. Núverandi lög gera nefnd-
inni ókleift að fylgjast með að löggæslan
framfylgi því.
Bogi Nilsson kvaðst hafa kynnt sér tölvu-
skráningu víða erlendis, bæði austanhafs og
vestan. „Þar hafa þeir miklu meiri upplýsing-
ar um einstaklinga en við. Þar er kerfið víða
samtengt þannig að menn geta líka bætt inn
14