Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 6
Þjóðlíf BRÉFFRÁLESENDUM Til lesenda Þjóðlíf vill benda lesendum sínum á að þeir geta sent okkur bréf til birtingar svo framar- lega sem fjallað er um efni Þjóðlífs eða því tengdu á einhvern hátt. Einnig geta lesendur hringt inn í sama skyni. I þessu sambandi og að gefnu tilefni vill Þjóðlíf taka fram, að tímaritið áskilur sér rétt til að stytta bréf, en mun kappkosta að breyta ekki merkingu þeirra. Bréf skulu stfluð þannig: Fréttatímaritið Þjóðlíf Bréf frá lesendum Pósthólf 1752 121 Reykjavík s Islenskir nasistar Greinin í síðasta tölublaði Þjóðlífs, um ís- lensku skáldin Gunnar Gunnarsson og Guð- mund Kamban var firna athyglisverð. Þessi mál hafa aldrei verið könnuð og svo virðist sem margir vilji að ekki sé farið í saumana á samskiptum þeirra við nasista. Eins og fram kom í greininni hafa málin ekki verið rann- sökuð til hlítar af fræðimönnum sem er mjög undarlegt. Hvaðætli margargreinarog bæk- ur hafi verið skrifaðar um samband Laxness við Sovétríkin í tíð Stalíns? Ansi margar. er ég hræddur um. Að manni læðist sá grunur að það eigi ekki — og megi ekki — ræða um tengsl við nasistana. Það er enginn að varpa rýrð á bókmenntaverk þeirra Gunnars og Guðmundar Kamban, en óneitanlega sér maður ýmislegt í nýju ljósi. Soffía, Reykjavík Rætin umfjöllun um skáld Mér fannst forsíðan á síðasta blaði forkast- anleg. Að bendla einhver bestu skáld okkar á öldinni við nasista og hálfpartinn segja að þau hafi verið handbendi Hitlers, það er ósvífið! Ég sé ekki tilganginn í því að vera að garfa í málunum nú þegar svo langt er um liðið. Hin miklu skáldverk Gunnars Gunn- arssonar og Guðmundar Kamban taka af all- an vafa um drengskap þeirra gagnvart Is- landi og íslenskri menningu. Það er ekki þeirra sök þótt þeir hafi verið mikils metnir í Þýskalandi, eins og svo víða annars staðar. Þar að auki vissi enginn um níðingsverk nas- istanna þá. Ef allir væru glæpamenn sem höfðu samskipti við Þjóðverja þá gætuð þið haldið áfram til eilífðar. Hvers vegna að taka Gunnar og Guðmund út úr? Böðvar, Reykjavík ÍSLENSK SKÁLDVIDHIRD Mitlrvs Þjóðlíf ÍSLENSK SKÁLD VIÐHIRÐ |Citler» Nýtt kanasjónvarp Upplýsingar ykkar um hlutfall íslensks efnis af framboði sjónvarpsstöðvanna voru slá- andi. 91% af efni Stöðvar 2 er erlent! Og ríkissjónvarpið hefur mjög látið undan síga á tveimur árum: Hlutfallið lækkað úr 47 í 36%. Þetta er athyglisverðar tölur, nú þegar „frelsi" hefur ríkt í þessum málum í tvö ár. Nú sjáum við hvað samkeppnin rómaða hefur fært okkur: Nýtt kanasjónvarp. Ég tel að nú verði að huga að því hvort ekki er rétt að setja reglur um hlutfall íslensks efnis í sjónvarpi. t.d. þannig að það verði aldrei minna en helmingur af heildarframboði. Metnaðarleysið virðist þvílíkt hjá sjónvarps- furstum frelsins að þeir færa okkur á kaf í erlendri lágkúru með þessu áframhaldi. Kristján, Mosfellsbæ íþróttir, takk! Tímaritið Þjóðlíf er stundum voðalega þungt og menningarlegt að mínu mati. Það vantar umfjöllun um skemmtilega hluti, til dæmis íþróttir. Ef þetta blað ætlar að standa undir nafni getur það ekki sleppt íþróttum sem eru stór hluti af lífi margra. Þegar þið verðið komnir með markvissa og stöðuga íþrótta- umfjöllun, þá segi ég: Áfram Þjóðlíf! Nanna, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.