Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 37

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 37
MENNING Spjallað við Kristínu Jóhannesdóttur um sjónvarpsmyndina Glerbrot „Sá fyrir mér engilbjartan skratta“ Nú um hvítasunnu hyggst ríkissjónvarpið frumsýna sjónvarpsmynd Kristínar Jóhannesdóttur, „Glerbrot“, sem er sjálfstætt verk byggt á leikriti Matthíasar Johannessen, „Fjaðrafoki“. Ýmislegt var rætt og ritað um þetta leikrit Matthíasar þegar það var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins fyrir u.þ.b. tuttugu árum og flest af því neikvætt. Sýningar á verkinu urðu aldrei margar og raddir hafa heyrst um að nær allan þennan tíma hafí Matthías verið útlægur ger úr ríkisfjölm- iðlunum. En hvernig má það vera að mikilsmetinn rithöfundur, sem hefur þess utan setið áratugum saman í ritstjórastól „blaðs allra landsmanna“, hafí mætt slíkri andspyrnu með verk sitt? Aðrar radd- ir herma að þar hafí æðri máttarvöld ríkis og kirkju séð sig knúin til að kippa í spottana. Ástæðan myndi vera sú að Fjaðrafok byggði á frægu sakamáli, Bjargsmálinu svonefnda, sem enn var á viðkvæmu stigi þegar leikritið var frumsýnt. Athygli vakti á þeim tíma að dagblöðin höfðu sjaldan verið eins sammála um neitt eins og að rakka verk Matthíasar niður. Virtist þar engu máli skipta hverjum blöðin voru vilhöll í pólitík, þó svo að Bjargsmálið hafí örugglega haft á sér einhvern pólitískan lit. Glerbrot Kristínar Jóhannesdóttur byggja á Fjaðrafoki en er langtum styttra verk. Sagan er þó að stofni til sú sama: Ungstúlka er send á uppeldisstofnun sem hefur tiltekinn guð- dóm að leiðarljósi. Hún lendir upp á kant við hina ginnheilögu yfirboðara og tekst að strjúka með hjálp góðra manna. I Glerbrotum starfrækja foreldrar stúlk- unnar þvottahús í Arnarnesinu fyrir hótel á höfuðborgarsvæðinu. Það kemur ekki heim og saman við raunveruleika Bjargsmálsins, „enda er þessi sjónvarpsmynd uppspuni frá A til Ö,“ segir Kristín Jóhannesdóttir. Hún heldur áfram: „Hins vegar er þetta verk byggt á leikritinu Fjaðrafoki og á sínum tíma reyndi Matthías árangurslaust að leið- rétta tilvísanir verksins í raunverulega at- burði og persónur. Fjaðrafok er skáldskapur og hefur aldrei gert tilkall til að vera neitt annað og það munu Glerbrot ekki heldur gera. Ég hef sjálf engan áhuga á því hneyksl- ismáli sem er leikritinu til grundvallar. Slíkir atburðir geta hins vegar vakið fólk til um- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.