Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 37
MENNING
Spjallað við Kristínu
Jóhannesdóttur um
sjónvarpsmyndina
Glerbrot
„Sá
fyrir
mér
engilbjartan skratta“
Nú um hvítasunnu hyggst ríkissjónvarpið frumsýna sjónvarpsmynd
Kristínar Jóhannesdóttur, „Glerbrot“, sem er sjálfstætt verk byggt á
leikriti Matthíasar Johannessen, „Fjaðrafoki“. Ýmislegt var rætt og
ritað um þetta leikrit Matthíasar þegar það var frumsýnt á fjölum
Þjóðleikhússins fyrir u.þ.b. tuttugu árum og flest af því neikvætt.
Sýningar á verkinu urðu aldrei margar og raddir hafa heyrst um að
nær allan þennan tíma hafí Matthías verið útlægur ger úr ríkisfjölm-
iðlunum. En hvernig má það vera að mikilsmetinn rithöfundur, sem
hefur þess utan setið áratugum saman í ritstjórastól „blaðs allra
landsmanna“, hafí mætt slíkri andspyrnu með verk sitt? Aðrar radd-
ir herma að þar hafí æðri máttarvöld ríkis og kirkju séð sig knúin til
að kippa í spottana. Ástæðan myndi vera sú að Fjaðrafok byggði á
frægu sakamáli, Bjargsmálinu svonefnda, sem enn var á viðkvæmu
stigi þegar leikritið var frumsýnt. Athygli vakti á þeim tíma að
dagblöðin höfðu sjaldan verið eins sammála um neitt eins og að rakka
verk Matthíasar niður. Virtist þar engu máli skipta hverjum blöðin
voru vilhöll í pólitík, þó svo að Bjargsmálið hafí örugglega haft á sér
einhvern pólitískan lit.
Glerbrot Kristínar Jóhannesdóttur byggja á
Fjaðrafoki en er langtum styttra verk. Sagan
er þó að stofni til sú sama: Ungstúlka er send
á uppeldisstofnun sem hefur tiltekinn guð-
dóm að leiðarljósi. Hún lendir upp á kant við
hina ginnheilögu yfirboðara og tekst að
strjúka með hjálp góðra manna.
I Glerbrotum starfrækja foreldrar stúlk-
unnar þvottahús í Arnarnesinu fyrir hótel á
höfuðborgarsvæðinu. Það kemur ekki heim
og saman við raunveruleika Bjargsmálsins,
„enda er þessi sjónvarpsmynd uppspuni frá
A til Ö,“ segir Kristín Jóhannesdóttir.
Hún heldur áfram: „Hins vegar er þetta
verk byggt á leikritinu Fjaðrafoki og á sínum
tíma reyndi Matthías árangurslaust að leið-
rétta tilvísanir verksins í raunverulega at-
burði og persónur. Fjaðrafok er skáldskapur
og hefur aldrei gert tilkall til að vera neitt
annað og það munu Glerbrot ekki heldur
gera. Ég hef sjálf engan áhuga á því hneyksl-
ismáli sem er leikritinu til grundvallar. Slíkir
atburðir geta hins vegar vakið fólk til um-
35