Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 17

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 17
INNLENT Uppstokkun í atvinnulífinu Vaxandi örvœnting í íslenskum fyrirtœkjum. Meira um sölur og yfirtökur á fyrirtcekjum. Gjald- þrot framundan hjá mörgum þeirra. Fjölmörg íslensk fyrirtæki standa nú á tímamótum. Á síðustu misserum hefur orðið eðlisbreyting á rekstri þeirra. Þau fyrirtæki sem hafa staðið í fjárfestingum eða eiga við þungan fjármagnskostnað við að etja af öðr- um ástæðum, sjá nú fram á annað hvort lok- un, gjaldþrot eða yfirtöku. Síðastnefnda fyrirbærið hefur þótt býsna algengt í við- skiptalífi t.d. í Bandaríkjunum á undanförn- um árum og í evrópskum viðskiptatímaritum er stöðugt meira um þetta fjallað og sagt að kaup og yfirtaka sé sífellt algengari í okkar heimsálfu. Tíð kaup og sala á fyrirtækjum eru annað hvort talin bera vott um blómgun kapitalismans — eða tákn úrkynjunar hans. Sagt er að í kvöldboðum og á samkomum viðskiptalífsmanna í Evrópu sé ekkert um- ræðuefni algengara um þessar mundir en — hver keypti hvern í liðinni viku. Sömuleiðis er kominn nýr mælikvarði á getu athafna- manna í viðskiptalífinu. Varan, gæði hennar og færni að koma á markað, er ekki lengur málið, heldur hitt hversu klókir menn eru við að ríða net og fléttur við yfirtöku fyrirtækja. Nú telja margir að hér upp á næðingssömu Stormskeri sé svipað komið upp á teninginn. Stór fyrirtæki og smá titra undan erfiðum rekstrarreikningum og ástandið býður upp á frumkapitalismann; skuggahliðina gjaldþrot og yfirtökur. Þetta eru tímar umskipta og uppstokkunar. Innan fyrirtækjanna gætir vaxandi örvæntingar og í svona litlu samfé- lagi er sáralítil umræða um ástandið. Ástæð- an er sú að vegna smæðarinnar jafngildir umræða um erfiðan rekstur fyrirtækja tveim- ur þriðju hlutum gjaldþrots. Þögnin er því rekstrarleg nauðsyn þó lausnir hljóti að vera háðar opinberri umræðu. Þessi mótsagna- kennda staða er ekkert nýmæli í íslensku viðskiptasamfélagi. Stjórnmálamennirnir er svo vanir klass- iskri efnahagsumræðu um vanda lands- byggðarinnar og sjávarútvegsins og fylgjast svo illa með atvinnulífinu að ennþá stendur upp úr þeim bunan um landsbyggðavand- ann, þó leiða megi gild rök að því að þreng- ingarnar hitti Reykjavík enn harkalegar fyrir en landsbyggðina nær haustar. Margir telja að þau fyrirtæki sem verða illa Fréttaskýring úti geti sjálfum sér um kennt og sú kenning á nokkurn hljómgrunn það sé ágætt að „grisja í fyrirtækjafrumskóginum". Þá er bent á of- fjárfestingar sem skýringu á vandanum. Dæmi þar um eru offjárfestingar í veislusöl- um og hótelum á höfuðborgarsvæðinu, sem munu þegar hafa leitt til verulegrar kreppu í þeim geira atvinnulífsins. Enda gengur á með látlausum sögusögnum um hótel og sali sem eru til sölu og útleigu um þessar mundir. Og stórfelld gjaldþrot. En umskiptin eru ekki bundin neinum ákveðnum geira atvinnulífsins, þeirra gætir hvarvetna. Af þessum ástæðum spá margir að í hönd fari tímar meiri uppstokkunar í íslensku atvinnu- og efnahagslífi en nokkur dæmi eru til um áður. Óskar Guðmundsson VEISLA í HVERRI DÓS A! Gróíhakkað ^ kiodakjöt í hlaupi KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 AKUREYRI SÍMI: 96-21400 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.