Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 53
VIÐSKIPTI runaþróun sem á sér stað í atvinnu- og við- skiptalífi álfunnar verði öli á forsendum fyrirtækja og fjármagnseigenda. Hvort það verður meira en orðin tóm verður framtíðin að skera úr um. Fyrirtækin ráða ferðinni Finnski heimspekingurinn Georg Henrik von Wright hefur skilgreint núverandi þróunar- stig á skipulagi framleiðslunnar á eftirfar- andi hátt: „Það er verið að losa um tengsl iðnvæddra framleiðsluhátta, sem byggja á vísindum og tæknikunnáttu, við þjóðríkin. Iðnfyrirtækin brjótast út úr sínum hefð- bundnu félagslegu og pólitísku römmum. Saman mynda þau sjálfstætt kerfi sem þróast eftir eigin lögmálum." Þetta bandalag vísinda, tæknikunnáttu og iðnaðarframleiðslu kallar hann tæknikerfið eða tæknigeirann. Á áðurnefndu verkfræð- ingaþingi í Helsingfors kom vel í ljós að von Wright er á réttu róli. Rammar þjóðríkjanna eru orðnir alltof þröngur stakkur fyrir fyrir- tæki á Norðurlöndum, og sé þeim ekki snið- inn annar stærri af stjórnmálamönnum sprengja þau utan af sér þjóðernistötrana. I Helsingfors mátti greina á milli þriggja stiga í þróun fyrirtækja: í fyrsta hópnum eru með- alstór fyrirtæki sem eru í brýnni þörf fyrir sérhæfingu og aðgang að stærri markaði til þess að geta þrifist og staðist alþjóðlega sam- keppni. I hópi númer tvö eru fyrirtæki sem þegar má kalla norræn og eru farin að teygja anga sína til Evrópu. Finnska fyrirtækið NOKIA er til að mynda orðið stærsti erlendi atvinnurekandinn í Svíþjóð. Auk fjárfest- inga í Noregi haslar það sér einnig völl á meginlandi Evrópu eins og mörg sænsk fyrir- tæki. Sænsk og norsk fyrirtæki kaupa upp margvíslega atvinnustarfsemi í Danmörku. þannig að áhyggjur vekur hjá verkalýðsfé- lögum og sumum stjórnmálaflokkum. Og einn af helstu sérfræðingum í norsku at- vinnulífi Nils Petter Tanderö, hefur spáð því að Svíar muni eiga helminginn af norsku at- vinnulífi að nokkrum árum liðnum. Hlutur þeirra er nú um 25%. Volvo-forstjórinn Per G. Gyllenhammar og NOKIA-forstjórinn Kari Kairamo nota hvert tækifæri sem gefst til þess að reka áróð- ur fyrir norrænum fyrirtækjarekstri, sem þeir segja að sé nauðsynlegur sem bakhjarl í al- þjóðlegri samkeppni. Þeir vilja koma á nor- rænum heimamarkaði með fríverslun á öll- um sviðum. Þeir vilja drepa fjármagnið úr dróma á sama hátt og vinnuaflið hefur verið leyst úr læðingi með norrænum vinnumark- aði. Norrænn hlutabréfamarkaður einstak- linga, samræmdar skattareglur og afnám allra tálma gegn því að stofna norræn dóttur- félög eru á óskalistanum. í hópi númer þrjú eru svo fyrirtæki eins og Rune Molin varaforseti Alþýðusam- bandsins í Svíþjóð. Gagnrýnir norrænu ráðherranefndina fyrir að sýna atvinnu- rekendum linkind. ASEA sem er vaxið upp úr Norðurlöndum og er nú rekið sem heimsfyrirtæki með Evrópu sem grunn og höfuðstöðvar í Sviss. Þetta byrjaði með því að ASEA keypti upp fyrir- tæki í Finnlandi og Noregi, og síðan var því slegið saman við Brown Boweri í Sviss, sem m.a. hefur mjög sterka stöðu í Þýskalandi. Hin nýja samsteypa. ABB, er með 180 þús- und manns í vinnu (þar af 65.000 á Norður- löndum) í 100 löndum og framleiðir 52.000 vörutegundir. Fyrir hringi af þessari stærð eru landamæri og svæðisbundinn efnahags- bandalög ekki lengur nein sérstök hindrun — þeir starfa á öðru plani ef svo má komast að orði. Þegar rætt er um kröfur tæknigeirans (í skilningi Georg Henrik von Wrights) á hend- ur hinu pólitíska kerfi er rétt að minna á tillögur Gyllenhammar-hópsins, sem kennd- ur var við forstjóra Volvo, en í voru meðal annarra áhrifamenn í tengslum við norræna verkalýðs- og samvinnuhreyfingu. (Erlend- ur Einarsson fyrrv. forstjóri Sambandsins frá íslandi). Kenning hópsins var sú að gera þyrfti umfangsmiklar breytingar á sam- skiptakerfi norrænna stofnana og gera Norð- urlöndin að heimamarkaði og heimavelli fyrirtækja. Þá vildi Gyllenhammar-hópurinn að lagt yrði í verulegar fjárfestingar í sam- göngukerfinu í Skandinavíu og tengingum þess við meginland Evrópu, t.a.m. með svokölluðum Scan Link. Samkvæmt mati hópsins má það ekki taka meira en tíu tíma að koma vöru frá Mið-Skandinavíu til Mið- Evrópu, en þeir flutningar taka nú 20-30 klukkutíma í flestum tilfellum. Tíutímabelt- ið svokallaða á að verða lífradíus nýs og betra efnahagslífs í Vestur-Evrópu. Utan þess eru jaðrarnir með byggðastefnu og túr- isma. En vert er að huga að því að hugmyndin að starfi Gyllenhammar-hópsins og tillögunni utn tíutímabeltið er runninn upp þar sem riddarar okkar tíma sitja við hringborð í Ca- melot evrópsks iðnaðar — Hringborð evrópskra iðnjöfra heitir það víst. Fríverslun til bölvunar og blessunar Samrunaþróun tæknikerfisins er talin for- senda hagvaxtar af formælendum þess. Á hendur stjórnmálamönnum eru gerðar þær kröfur að fjármagninu sé sleppt lausu úr átt- hagafjötrum og komið verði á fríverslun með vöru, vinnuafl. þjónustu og peninga. Víða úr röðum launafólks heyrist maldað í móinn. Er ekki bara verið að hlaða undir stórkapí- talið? Er ekki verið að styrkja þá sterku gegn hinurn veiku? Er ekki verið að stuðla að samþjöppun valds og fólks í Mið-Evrópu og skapa um leið allskyns jaðarkyrking og byggðaröskun? Munu ekki hin félagslegu og mannlegu gildi lúta í lægra haldi fyrir ómennsku framleiðslukerfi? Spurningarnar eru margar og víða í tíma- ritum verkalýðshreyfingarinnar á Norður- löndum má sjá andófstón í fyrirsögnum: Frí- verslun sett ofar umhverfi — Verkalýðs- hreyfingin útilokuð meðan kúrsinn er settur á EB — Stjórnin kýs EB fram yFir vinnu- vernd. Kratar ráða mestu í norrænni verkalýðs- hreyfingu og afstaða þeirra til fríverslunar er dálítið klofin: Fríverslun er af hinu góða, en þó hlýtur ríkisvaldið að áskilja sér þann rétt að grípa inn og skakka leikinn, ef hallast á í jöfnuði milli þegnanna eða í þjóðarhag. Dag- ens Nyheter túlkar hins vegar hið frjálslynda viðhorf til málsins í leiðara, en það á einnig hljómgrunn meðal ýmissa alþjóðasinnaðra krata, sem hafa meiri reynslu af háskólastof- um en verksmiðjugólfi. „Það má líta á hugsýnina um Vestur- Evrópu — kannski Evrópu— án landamæra sem mótmæli gegn þjóðernishyggju og sín- girni. Fríverslun stuðlar að friði; deilur milli Evrópuríkja eru nú settar niður við samn- ingaborðið. Samtímis felur Evrópubanda- lagið í sér viðleitni til þess að efla velferð á grunni fjölmenns heimamarkaðar. Það er ekki hægt að neita því að efnahags- leg rök fyrir fríverslun eru sterk. En það eru ekki aðeins fjármagnshreyfingar sem eru al- þjóðlegar. Umhverfismál, menningarmál, samgöngur og vísindi eru alþjóðleg fyrirbæri og þar með manneskjurnar einnig. Að vera fríverslunarsinni er jafn réttmætt og að vera 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.