Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 53

Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 53
VIÐSKIPTI runaþróun sem á sér stað í atvinnu- og við- skiptalífi álfunnar verði öli á forsendum fyrirtækja og fjármagnseigenda. Hvort það verður meira en orðin tóm verður framtíðin að skera úr um. Fyrirtækin ráða ferðinni Finnski heimspekingurinn Georg Henrik von Wright hefur skilgreint núverandi þróunar- stig á skipulagi framleiðslunnar á eftirfar- andi hátt: „Það er verið að losa um tengsl iðnvæddra framleiðsluhátta, sem byggja á vísindum og tæknikunnáttu, við þjóðríkin. Iðnfyrirtækin brjótast út úr sínum hefð- bundnu félagslegu og pólitísku römmum. Saman mynda þau sjálfstætt kerfi sem þróast eftir eigin lögmálum." Þetta bandalag vísinda, tæknikunnáttu og iðnaðarframleiðslu kallar hann tæknikerfið eða tæknigeirann. Á áðurnefndu verkfræð- ingaþingi í Helsingfors kom vel í ljós að von Wright er á réttu róli. Rammar þjóðríkjanna eru orðnir alltof þröngur stakkur fyrir fyrir- tæki á Norðurlöndum, og sé þeim ekki snið- inn annar stærri af stjórnmálamönnum sprengja þau utan af sér þjóðernistötrana. I Helsingfors mátti greina á milli þriggja stiga í þróun fyrirtækja: í fyrsta hópnum eru með- alstór fyrirtæki sem eru í brýnni þörf fyrir sérhæfingu og aðgang að stærri markaði til þess að geta þrifist og staðist alþjóðlega sam- keppni. I hópi númer tvö eru fyrirtæki sem þegar má kalla norræn og eru farin að teygja anga sína til Evrópu. Finnska fyrirtækið NOKIA er til að mynda orðið stærsti erlendi atvinnurekandinn í Svíþjóð. Auk fjárfest- inga í Noregi haslar það sér einnig völl á meginlandi Evrópu eins og mörg sænsk fyrir- tæki. Sænsk og norsk fyrirtæki kaupa upp margvíslega atvinnustarfsemi í Danmörku. þannig að áhyggjur vekur hjá verkalýðsfé- lögum og sumum stjórnmálaflokkum. Og einn af helstu sérfræðingum í norsku at- vinnulífi Nils Petter Tanderö, hefur spáð því að Svíar muni eiga helminginn af norsku at- vinnulífi að nokkrum árum liðnum. Hlutur þeirra er nú um 25%. Volvo-forstjórinn Per G. Gyllenhammar og NOKIA-forstjórinn Kari Kairamo nota hvert tækifæri sem gefst til þess að reka áróð- ur fyrir norrænum fyrirtækjarekstri, sem þeir segja að sé nauðsynlegur sem bakhjarl í al- þjóðlegri samkeppni. Þeir vilja koma á nor- rænum heimamarkaði með fríverslun á öll- um sviðum. Þeir vilja drepa fjármagnið úr dróma á sama hátt og vinnuaflið hefur verið leyst úr læðingi með norrænum vinnumark- aði. Norrænn hlutabréfamarkaður einstak- linga, samræmdar skattareglur og afnám allra tálma gegn því að stofna norræn dóttur- félög eru á óskalistanum. í hópi númer þrjú eru svo fyrirtæki eins og Rune Molin varaforseti Alþýðusam- bandsins í Svíþjóð. Gagnrýnir norrænu ráðherranefndina fyrir að sýna atvinnu- rekendum linkind. ASEA sem er vaxið upp úr Norðurlöndum og er nú rekið sem heimsfyrirtæki með Evrópu sem grunn og höfuðstöðvar í Sviss. Þetta byrjaði með því að ASEA keypti upp fyrir- tæki í Finnlandi og Noregi, og síðan var því slegið saman við Brown Boweri í Sviss, sem m.a. hefur mjög sterka stöðu í Þýskalandi. Hin nýja samsteypa. ABB, er með 180 þús- und manns í vinnu (þar af 65.000 á Norður- löndum) í 100 löndum og framleiðir 52.000 vörutegundir. Fyrir hringi af þessari stærð eru landamæri og svæðisbundinn efnahags- bandalög ekki lengur nein sérstök hindrun — þeir starfa á öðru plani ef svo má komast að orði. Þegar rætt er um kröfur tæknigeirans (í skilningi Georg Henrik von Wrights) á hend- ur hinu pólitíska kerfi er rétt að minna á tillögur Gyllenhammar-hópsins, sem kennd- ur var við forstjóra Volvo, en í voru meðal annarra áhrifamenn í tengslum við norræna verkalýðs- og samvinnuhreyfingu. (Erlend- ur Einarsson fyrrv. forstjóri Sambandsins frá íslandi). Kenning hópsins var sú að gera þyrfti umfangsmiklar breytingar á sam- skiptakerfi norrænna stofnana og gera Norð- urlöndin að heimamarkaði og heimavelli fyrirtækja. Þá vildi Gyllenhammar-hópurinn að lagt yrði í verulegar fjárfestingar í sam- göngukerfinu í Skandinavíu og tengingum þess við meginland Evrópu, t.a.m. með svokölluðum Scan Link. Samkvæmt mati hópsins má það ekki taka meira en tíu tíma að koma vöru frá Mið-Skandinavíu til Mið- Evrópu, en þeir flutningar taka nú 20-30 klukkutíma í flestum tilfellum. Tíutímabelt- ið svokallaða á að verða lífradíus nýs og betra efnahagslífs í Vestur-Evrópu. Utan þess eru jaðrarnir með byggðastefnu og túr- isma. En vert er að huga að því að hugmyndin að starfi Gyllenhammar-hópsins og tillögunni utn tíutímabeltið er runninn upp þar sem riddarar okkar tíma sitja við hringborð í Ca- melot evrópsks iðnaðar — Hringborð evrópskra iðnjöfra heitir það víst. Fríverslun til bölvunar og blessunar Samrunaþróun tæknikerfisins er talin for- senda hagvaxtar af formælendum þess. Á hendur stjórnmálamönnum eru gerðar þær kröfur að fjármagninu sé sleppt lausu úr átt- hagafjötrum og komið verði á fríverslun með vöru, vinnuafl. þjónustu og peninga. Víða úr röðum launafólks heyrist maldað í móinn. Er ekki bara verið að hlaða undir stórkapí- talið? Er ekki verið að styrkja þá sterku gegn hinurn veiku? Er ekki verið að stuðla að samþjöppun valds og fólks í Mið-Evrópu og skapa um leið allskyns jaðarkyrking og byggðaröskun? Munu ekki hin félagslegu og mannlegu gildi lúta í lægra haldi fyrir ómennsku framleiðslukerfi? Spurningarnar eru margar og víða í tíma- ritum verkalýðshreyfingarinnar á Norður- löndum má sjá andófstón í fyrirsögnum: Frí- verslun sett ofar umhverfi — Verkalýðs- hreyfingin útilokuð meðan kúrsinn er settur á EB — Stjórnin kýs EB fram yFir vinnu- vernd. Kratar ráða mestu í norrænni verkalýðs- hreyfingu og afstaða þeirra til fríverslunar er dálítið klofin: Fríverslun er af hinu góða, en þó hlýtur ríkisvaldið að áskilja sér þann rétt að grípa inn og skakka leikinn, ef hallast á í jöfnuði milli þegnanna eða í þjóðarhag. Dag- ens Nyheter túlkar hins vegar hið frjálslynda viðhorf til málsins í leiðara, en það á einnig hljómgrunn meðal ýmissa alþjóðasinnaðra krata, sem hafa meiri reynslu af háskólastof- um en verksmiðjugólfi. „Það má líta á hugsýnina um Vestur- Evrópu — kannski Evrópu— án landamæra sem mótmæli gegn þjóðernishyggju og sín- girni. Fríverslun stuðlar að friði; deilur milli Evrópuríkja eru nú settar niður við samn- ingaborðið. Samtímis felur Evrópubanda- lagið í sér viðleitni til þess að efla velferð á grunni fjölmenns heimamarkaðar. Það er ekki hægt að neita því að efnahags- leg rök fyrir fríverslun eru sterk. En það eru ekki aðeins fjármagnshreyfingar sem eru al- þjóðlegar. Umhverfismál, menningarmál, samgöngur og vísindi eru alþjóðleg fyrirbæri og þar með manneskjurnar einnig. Að vera fríverslunarsinni er jafn réttmætt og að vera 51

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.