Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 40
MENNING
Skák
Meistararnir
gömlu fara á
kostum
Gluggað í 350 ára gamla skák og rennt yfir
„Skákina sígrænu" og „Skákina
ódauðlegu"
Skákdálkar Þjóðlífs voru í síðustu töluhlöð-
um lagðir undir tölvuskák og frásagnir af
baráttu rafeindaþursa um Þjóðlífsmeistara-
titil. Efni skákþáttarins að þessu sinni er ekki
sótt til neinna róbóta: við skoðum einhver jar
frumlegustu og fegurstu skákir sem nokkru
sinni hafa verið tefldar.
Skákin er eins og tónlist og myndlist að því
leyti að hún þekkir engin landamæri: góð
skák er skoðuð af jafn nrikilli ánægju hvar
sem er í heiminum. A sama hátt er skákin
hafin yfir tíma, sem oft leikur listir hvers-
dagsins grátt, og þess vegna er okkur kleift
að tefla upp á nýtt skákir eftir meistara sög-
unnar.
Skáksagan er í raun stutt. nær ekki nema
aftur á sjöttu öld eða svo. Það var þá sent
einhvejir tveir Indverjar settust fyrst að tafli.
Síðan þá hefur skákin tekið nokkrum breyt-
ingum og í núverandi horf var hún konrin á
16. öld. Við þekkjum ekki meistara þeirra
tíma, í öllu falli er ekkert varðveitt eftir þá.
En árið 1600 fæddist á Ítalíu Giaohino Greco,
fyrsti skákmeistarinn sem einhverjar sögur
fara af. Hann ferðaðist víðsvegar um Evrópu
og tefldi við flesta meistara sinnar tíðar og
sigraði undantekningalaust.
Taflmennska var þá með nokkuð öðrum
hætti en nú, lítið var lagt upp úr því að byggja
upp stöðu í rólegheitum og koma mönnun-
um í vígstöðu áður en ráðist var til atlögu.
Þvert á móti var hálft liðið oft ónotað: en
fáeinir vesalingar héldu uppi hernaðarað-
gerðunt. Skákin var sem sagt óþroskuð og
óspillt —nú er búið að rannsaka nánast
hverja byrjun út í ystu æsar og oft helsti lítið
orðið aflögu fyrir sköpunargáfuna.
Greco efnaðist bærilega af taflmennsk-
unni, enda skörtuðu þá flestar hirðir skák-
mönnum, rétt eins og trúðum og stjörnu-
spekingum. Lítum nú á skák sem tefld var á
Italíu fyrir 353 árum.
Hvítt: N.N.
Svart: G. Greco
1. e4 e5 2. f4 f5 3. exf5 Dh4+ 4. g3 De7 5.
Dh5+ Kd8 6. fxe5 Dxe5+ 7. Be2 Rf6 8. Df3
d5 9. g4 h510. h3 hxg411. hxg4 Hxhl 12. Dxhl
Dg3+ 13. Kdl Rxg4 14. Dxd5+ Bd7 15. Rf3
Rf2+ 16. Kel Rd3+ 17. Kdl Del+ 18. Rxel
Rf2 mát.
Burtséð frá laglegri taflmennsku er skákin
athyglisverð fyrir það að allir mennirnir á
drottningarvæng standa á upphafsreitum: á
kóngsvæng er hins vegar umhorfs eins og
eftir sprengjuárás.
Menn fóru ekki að tala um heimsmeistara
í skák fyrr en á sfðari hluta 19. aldar. Þá
ákváðu þeir Wilhelm Steinitz (1836-1900) og
Johann Hermann Zukertort (1842-1888) að
heyja einvígi — sá sem sigraði skyldi kallast
sterkasti skákmaður heims. Steinitz vann og
TRVGdNG
ÞAÐ VAR ORÐIÐ
TRTGGING HF
LAUGAVEG1178 SIMI621110
38