Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 66
HEILBRIGÐISMÁL
Lát vél þvo
hendur þínar
Fátt er mönnum tamara en að þvo sér um
hendurnar. Það er hins vegar engin trygging
fyrir að þvotturinn sé sómasamlegur: Til að
mynda í þeim greinum þar sem hreinlæti
getur skipt sköpum, sjúkrahúsum, veitinga-
stöðum og matvælafyrirtækjum.
Til þess bæta upp hugsanlega hand-
vömm fólks hefurfyrirtæki í Arizona í Banda-
ríkjunum hannað mikið þjóðþrifaþing, vél
sem tekur af mönnum ómakið að þvo sér um
hendurnar. Stærsta handþvottavélin kostar
tæpa 20 þúsund dollara — um sjöhundruð
þúsund krónur — og af verklýsingu að
dæma er hún hverrar krónu virði: Starfsfólk
sjúkrahúsa setur hendurnar inn í apparatið,
stígur á pedala, og vélin tekur til við að
skrúbba með vatni og bakteríueyðandi efn-
um og blæs lofti af miklum móð á meðan. Á
þennan hátt, segja hönnuðir handþvottavél-
arinnar, næst um það bil 65% betri árangur
en með gömlu aðferðinni. Að auki er vélin
ekki nema 90 sekúndur að Ijúka sér af, sem
er mikill tímasparnaður fyrir starfsfólk sjúkra-
húsa sem að sögn þarf fimm til tíu mínútur til
þess arna.
Handþvottavélin lætur vel að starfs
mönnum sjúkrahúss.
Asperín enn
til hjálpar
Ekkert lát virðist ætla að verða á fregnum um
asperín sem vopn gegn kransæðasjúkdóm-
um. Eins og kunnugt er kom í Ijós að asperín
hefði haft áhrif til að koma í veg fyrir hjarta-
áfall hjá kransæðastíflusjúklingum. Nú hefur
einnig komið í Ijós, að asperín (virka efnið
acetylsalicylsýra) er mjög áhrifamikið við að
leysa upp stíflu við hjartaáfallið sjálft, sér-
staklega þegar það er notað ásamt öðrum
aðferðum. Þetta kemurfram í rannsókn sem
sagt var frá á læknaþingi í Atlanta í Banda-
ríkjunum, en hefur ekki verið gerð opinber
ennþá. í rannsókninni voru 17 þúsund sjúkl-
ingarfrá Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu
og náði hún yfir tveggja ára tímabil. Dánar-
tíðni sem búast hefði mátt við dróst saman
um 50% þegar sjúklingar við hjartaáfall
fengu hálfa asperíntöflu auk „streptokinase"
sprautu, en jafnvel þegar sjúklingar fengu
einungis asperín eftir hjartaáfall hlutu 21%
færri dauðdaga en búast hefði mátt við.
AUKIN BÍLAÞJÓNUSTA ESSO
. SJÁLFVIRKAR
BILAÞVOTTASTOÐVAR
í REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI,
KEFLAVÍK OG AKUREYRI
Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón
í sjálfvirkum bílaþvottastöðvum á fjórum stöðum
á landinu:
Skógarseli, Breiðholti Lækjargötu, Hafnarfirði
Aðalstöðinni, Keflavík Veganesti, Akureyri
<
(O
5
ui
2:
Olíufélagið hf
64