Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 27
ERLENT Khalida Zia: ekkja Rahmans sem var merkur leiötogi í Bangladesh. Hún er nú annar helsti leiðtogi stjórnarandstööunnar og sést hér einnig á fjöldafundi. feröarmikil og áberandi. Ekki aöeins vegna þess að hún var kona, hún var stjórnmála- maður sem hafði margt til mála að leggja og lét sig hafa það að grípa til allra þeirra ráð- stafana sem hún mat skynsamlegar fyrir Indland. Hvort sem vinsældir hennar biðu hnekki eða ekki. En svo fór að halla undan fæti. hún hefur kannski ánetjast valdinu; var sökuð um spill- ingu og harðýðgi og að láta misvitran son sinn Sanjay ráða of miklu. Loks gerði Jan- ata-bandalagið útslagið og hún hrökklaðist frá völdum. En þar sannaðist enn einu sinni, að það er ekki nóg að skipta um stjórnanda. Eitt og sér er það yfirborðslegt og ekki líklegt til að breyta neinu, nema hinn nýi stjórnandi sé afburðamaður. Desai, aldurhniginn sérvitur pólitíkus og gamall samstarfsmaður tók við og þann skamma tíma sem hann sat við völd, tókst honurn að fara langt með að gera að engu þann árangur sem Indiru-stjórnin hafði náð, einkum í efnahagsmálum. Pegar Indira Gandhi komst á ný til valda 1980 kölluðu menn það mestu pólitísku upp- risu samtíðarinnar. En Indira náði aldrei sömu galdratökunum, hvorki á mönnum né málum. Það var engu líkara en missir sonar hennar, Sanjay, sem fórst í flugslysi 1978, hefði rænt hana dómgreind og þeirri hug- myndaauðgi og eldmóði sem einkenndi fyrri stjórnartíma hennar. Um endalok hennar þarf ekki að fara mörgum orðum. hún féll fyrir byssukúlu öfgamanna síka þann 31. október 1984. En hafði áður, með einhverj- um neista af sínum gamla refsskap, tryggt að ekki myndi hvarfla að Congress (I) annað en kjósa Rajiv, son hennar til að taka við. Sirimavo Bandaranaike á Sri Lanka var fyrsta ekkjan. Sri Lanka haföi fengið sjálf- stæði frá Bretum 1948. Stephan Senanayke sem hafði verið atkvæðamestur í sjálfstæðis- baráttunni komst til valda og stofnaði Sam- einaða þjóðarflokkinn. Honum virtist vera mjög í mun að jafna eldgamlan ágreining milli tamíla, sem eru í minnihluta og sinha- lesa sem gerðu tilkall til allra helstu valdaem- bættanna. Pá kom til skjalanna Solomon Bandaranai- ke sem hafði áður fylgt flokki Senanayke en stofnaði nú Frelsisflokk Sri Lanka og hann boðaði umfangsmiklar og býsna nýstárlegar hugmyndir ískipan efnahagsmála, hann vildi losa Sri Lanka undan áhrifum erlendra ríkja og fjármagni þeirra. Þegar hann komst svo til valda eftir nokkur átök 1956 var greinilegt, að jafnréttismál voru ekki megininntakið í baráttumálum hans og sinhalesar styrktu sig enn í sessi þau þrjú ár sem hann ríkti. Banda- ranaike var ráðinn af dögum 1959 í kjölfar harðvítugrar valdabaráttu innan hans eigin flokks. Prátt fyrir að hann hafði átt undir högg að sækja gátu keppinautar hans ekki komið sér saman um eftirmann hans. Áður en langt var um liðið tók Sirimavo við stjórn- artaumum og menn gerðu sér innan tíðar grein fyrir, að hafi bóndi hennar sýnt harð- fylgi í að gera tungumál sinhalesa að þjóðar- tungu og beitt tamíla ofríki í embættaveiting- um. svo að nokkuð sé nefnt, var Sirimavo staðráðin í að ganga miklu lengra. Hún boðaði ómengaðan sósíalisma, að eigin sögn, þjóðnýtti innlend og erlend fyrir- tæki í landinu eða tók þau eignarnámi og stjórnin herti allt eftirlit með viðskiptum og iðnaði á þeirri forsendu það væri hagsmun- um Lanka fyrir bestu og þannig mætti einnig hafa hemil á minnihlutahópnum, tamílum. Mörgum þótti fljótlega sem vinstritilburð- ir Bandaranaike kæmu ekki heim og saman við trú landsmanna og sökuðu forsætisráð- herrann um að fótum troða trúna. Meirihluti sinhalesa er Búddatrúar, en flestir tamíla eru hindi. Þjóðarbrotin rækja mjög trú sína og Bandaranaike sá of seint að hún hafði van- metið þennan þátt í lífi landa sinna. Flokkur hennar beið ósigur í kosningum 1965 og henni var í fjöldamörg ár bönnuð þátttaka í stjórnmálum. Hún hefur þó látið í sér heyra einkum seinni ár, eftir að Jayawar- dene, núverandi forseti hefur leyft henni að tjá sig opinberlega. En hún verður varla manneskjan sem greiðir úr hörmungum Lanka. Það er greinilegt að tími hennar er liðinn og stjórnviska hennar varla til að falla í stafi yfir. Eiginmaður Corazon Aquino, Benigno, hafði verið skeleggur andstæðingur Ferdin- ands Marcos forseta, eins og alkunna er. Hann hafði verið í fangelsi, síðar sendur í útlegð og var að snúa heim til að taka upp baráttuna gegn spilltum Filippseyjaforseta þegar hann var skotinn á dramatískan hátt er hann var að stíga úr flugvél á Manilla-flug- velli. Corazon Aquino hafði enga reynslu af stjórnmálum og virðist ekki hafa haft áhuga á þeim að heldur. En maður hennar var orð- inn píslarvottur, hann var tákn hins heiðar- lega manns og hreinlynda, þegar Marcos var tákn spillingar. Ekkja hans hlaut að vera rétti aðilinn til að sameina þjóðina. Og víst var hún það á sínum tíma. Ekki út á eigin verðleika, heldur vegna minningarljóma 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.