Þjóðlíf - 01.04.1989, Síða 5

Þjóðlíf - 01.04.1989, Síða 5
MENNING Bjór Fyrri hluti sögu þessa umdeilda drykkjar á íslandi. Hallgerður Gísladóttir safnvörður á Þjóðminjasafni skrifar ............. 39 ísafjörður Slunkaríki fjögurra ára .............. 42 Kvikmyndir Marteinn St. Þórsson skrifar um tvær nýjar myndir sem vakið hafa mikla athygli; Missisippi Burning og Rainman............................ 43 Umdeilda Anna. Sagt frá Anne Sophie—Mutter fiðluleikara ........... 46 Ég söng í elskulegu húsi. Viðtal við Magnús Jónsson óperusöngvara ......... 49 Olga Rottberger áttræð. Einar Heimisson blaðamaður sótti Olgu heim í Konstans í Þýskalandi.......... 54 ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Konan sækir fram. Þjóðfélagsþegnarnir hafa aldrei verið eins virkir og nú. Nýju leiðirnar liggja utan flokkanna og hefðbundinna fjöldasamtaka. Einar Karl Haraldsson skrifar um rannsóknir í Svíþjóð um þjóðfélagslegt vald ............ 55 Endurmenntun Spjallað við Margréti S.Björnsdóttur endurmenntunarstjóra............... 58 UMHVERFI Ný leið til landræktar. Birki til landgræðslu. Spjallað við Borgþór Magnússon og Sigurð H. Magnússon um þessar rannsóknir..................... 61 Úr heimi vísindanna. Um mongolíta og greiningu ......................... 64 VIÐSKIPTI íslenska skattkerfið áfram í uppstokkun. Vilhjámur Egilsson hagfræðingur og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands skrifar um skattamál .............. 65 UPPELDI Jákvæður agi í uppeldinu. Spjallað við Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfræðing .... 71 YMISLEGT Bflar.................................. 75 Barnalíf............................... 70 Krossgáta ............................. 78 Leiðari Þörfá bjartsýni Um langan aldur hefur veriö samdráttarskeiö í íslensku efnahagslífi. Velflest fyrirtæki í landinu hafa verið rekin með tapi nema peningastofnanir, kaupmáttur hefur fariö rýrnandi og atvinnuleysi hefur víða komið harkalega niður á fólki. Öll sálfræði efnahagslífsins um langa hríð hefur gengið út á samdrátt, niðurskurð og slæmar horfur. Með sama hætti og þensla kallar á meiri þenslu, kallar kreppa á meiri kreppu—,nema brugðist sé við með öndverðum hætti. Það verður ekki sagt um ríkisvaidið að það hafi brugðist við með þeim hætti að mætti hafa áhrif í átt til að koma í veg fyrir frekari samdrátt. Þegar opinberir aðilar hafa frumkvæði að því að hækka gjöld og skatta á samdráttartímabili, rýra þeir enn frekar kaupmátt heimila og fyrirtækja. Þar með eykst samdrátturinn enn meira. Enn sem fyrr eiga heimili og fyrirtæki í basli við óheyrilegan fjármagnskostnað með löggiltum okurvöxtum. Engu er líkara en talsmenn í atvinnulífi og stjórnmál- um hafi sætt sig við okurvexti eins og náttúrulögmál eða straff almættisins sem (slendingar eigi hljóðlaust og þegjandi að búa við. Og því hefur þessari ríkis- stjórn gengið jafn sorglega illa og síðustu ríkisstjóm að ná vöxtum niður í landinu. Ætli þessi stjórn hafi líka endanlega gefist upp í glímunni við raunvext- ina? Ríkisstjórnin hefur í sama dúr gefið út ófaglegar tilskipanir um lækkun launa- kostnaðar t.d. hjá heilbrigðis— og fleiri rikisstofnunum, í stað þess að fara yfir rekstur og fjárfestingar og kanna hvar sé hentugast að spara. Slík kaldranaleg reikningsstokksviðhorf stjórnvalda til t.d. heiibrigðismála og menntamála eru tímaskekkja og verður varla annað sagt en slíkar tilskipanir séu sérdeilis ógæfu- legar. Sú bölsýni sem einkennt hefur stjórnun efnahagsmála, bæði hjá hinu opin- bera og í atvinnulífinu er farin að leika bæði hið opinbera og atvinnulífið illa. Biðin eftir kollsteypunni hefur tekið af þeim öll völd. Nú er mál að linni. Það er kominn tími til að snúa af braut samdráttarins og bölsýninnar og stefna fram á við. Það er ekkert hagsmunamál fyrirtækja og ríkisvaldsins að kaupmáttur launa haldi áfram að rýrna. Þvert á móti; með auknum kaupmætti launanna kemst aftur eðlilegur gangur í verslun, þjónustu og annað atvinnulíf í landinu. Þess vegna er líka lífsnauðsynlegt fyrir íslenska efnhagslífið að ná kaupmætti laun- anna upp. Ytri skilyrði íslenska efnhagslífsins eru að mörgu leyti hagstæð um þessar mundir. Við fáum gott verð fyrir sjávarafurðir okkar og ástandið í helstu við- skiptalöndum okkar er prýðilegt í efnahagslegu tilliti. En hér vantar uppgang, hérvantarað auka kaupmátt, — enumfram allt, —það vantarstórhug. Stórhug til nýrra arðvænlegra verkefna. Stórhug til að skapa möguleika til aukinnar verðmætasköpunar fyrir land og lýð. Það er þörf á bjartsýni. Óskar Guðmundsson Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, sírni 621880. Stjórn Félagsútgáf- unnar: Svanur Kristjánsson, Bjöm Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Jóhann Antonsson, Pétur Reimars- son. Varamenn: Árni Sigurjónsson, Brynjar Guömundsson. Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurösson. Ritstjóri Þjóölífs: Óskar Guðmundsson. Blaðam.: Kristján Ari Arason. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Milnchen). Guðmundur Jónsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Yngvi Kjartansson (Osló), Árni Snævarr (París). Inniendir fréttaritarar: Jóhannes Sigurjónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (fsafjörður), Smári Geirsson (Neskaupstaður), Sveinn Helgason (Selfoss). Setn. og fl. María Sigurðardóttir. Bókhald: Jón Ólafsson. Forsíða, hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósmynd á forsíðu: Guðmundur Ingólfsson. Auglýsingastjóri: Steinar Viktorsson. Skrifstofustjóri: Guðrún Björk Kristjánsdóttir. Áskriftarstjórnun m.m.: Pórir Gunnarsson. Markaður: Hrannar Björn. Tölvuumbrot, filmuvinna, prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. 5

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.