Þjóðlíf - 01.04.1989, Síða 39
MENNING
Um ölgerð íslendinga á fyrri tíð
í þessari samantekt ætla ég að gera að um-
talsefni þá tvo áfengu drykki sem voru lang-
algengastir á íslandi a.m.k. fyrstu sjöhundr-
uð ár byggðar, sérstaklega mungátið sem nú
mundi vera kallað bjór. Hinn áfengi drykk-
urinn sem menn báru fram í veislum á fyrstu
öldum byggðar kallaðist mjöður. Mungátið
eða ölið er hins vegar ótvírætt þjóðlegasti
áfengi drykkurinn — í þeirri merkingu að
menn hér hafa drukkið hann mest og lengst.
Þrátt fyrir þetta hafa flestir núlifandi íslend-
ingar vanist því að bjór sé forboðin vara og
eitthvað sem helst ekki má tala um.
Nú er því tímabili að ljúka og af því tilefni
skal hér ýmislegt rifjað upp um ölgerð fs-
lendinga. Flest orð sem tengjast okkar fyrr-
um blómlegu ölgerðarmenningu, eru t.d. í
gleymsku fallin. Fáir átta sig nú á því hvað er
mesking, virtur, hrosti, jastur, dregg, gang-
ker og svo framvegis.
Til að kallast öl þurfa drykkir að vera
bruggaðir af korni. Af korntegundum sem
notaðar voru í ölgerð var bygg langalgeng-
ast. Ö1 er ævagamalt í sögunni, t.d. munu
faraóarnir í Egyptalandi hafa látið brugga
sér kornöl, leifar af slíku hafa greinst í vel
forvörðum mögum þeirra. Síðan hvarf ölið
af borðum helstu menningarþjóða fornald-
ar, drykkur Grikkja og Rómverja var vín.
Hin vegar var ölið aðaldrykkur hinna barb-
arísku germana og kelta, sem lyftu því í þann
virðingarsess sem það situr í nú.
Mjöður, mungát og bjór
Eins og áður sagði var á fyrstu öldum ís-
Postulínskanna með silfurloki. Sú sögn
fylgir könnunni, að hana hafi átt séra
Stefán Ólafsson í Vallanesi, enda er nafn
hans grafið á lokið og fangamark fram-
aná könnunni. Stefán þessi var uppi á
17.öld og orti mörg ölkvæði, þ.á.m.
„Krúsarlögur, kveikir bögur“ sem margir
þekkija. Þetta er úr einu ölkvæða sr. Stef-
áns:
„Áhyggjunnar þrungin þrá
þrýtur í drykkjuranni
hálærðan við horna lá
heimskur trúi ég sig sanni
enm hver er sá er staupin stór
staðfyllt upp með skúmi og bjór
ei gerðu að mælskumanni"
(Ijósm Þjóðm.s.H.G.)
Hallgerður
Gísladóttir
safnvörður skrifar:
Fyrri hluti
landsbyggðar og a.m.k. fram á 17. öld, öl —
öðru nafni mungát — bruggað úr malti, eða
spíruðu byggi, aðalveisludrykkur manna hér
á landi. Mjöður, hunangsdrykkur, var og
eitthvað á hornum hafður hér, eins og annars
staðar í Evrópu og þótti fínni en var sjaldgæf-
ari. Mjöður mun og hafa verið töluvert
áfengari og var verðlagður u.þ.b. helmingi
hærra en bjór og öl hér á síðmiðöldum. í
Sverris sögu segir frá veislu við norsku kon-
ungshirð-
ina á seinni hluta 12. aldar þar sem kom til
orrustu vegna þess að gestir þar sættu sig
ekki við að fá bara mungát meðan hirðmenn
gæddu sér á miði. Orðið bjór var hér notað
um innflutt öl, að því er virðist mest þýskt,
en einnig danskt og enskt. Hann var a.m.k. á
síðmiðöldum á svipuðu verði og innlent öl.
I Noregi brugguðu menn öl úr fleiri korn-
tegundum en byggi, t.d. höfrum, eða bland-
korni, eftir því hvað óx í hverju héraði. Ekki
er vitað til að slíkt hafi verið gert hér, en það
er auðvitað ekki útilokað, landnámsmenn
gerðu m.a. tilraunir með fleiri korntegundir
en bygg í upphafi byggðar. En bygg- og malt-
öl mun hafa gerjast hraðar — eða gengið
hraðar eins og sagt var í þá tíð — og orðið
sterk- ara en öl úr öðrum korntegundum.
Til ölgerðar þurfti einungis malt,
vatn og ger, sem venjulega var
tekinn af fyrri lögun. Ekki er
ólíklegt að trjábörkur eða eini-
ber hafi verið notuð með í öl
hér eins og talið er að Norð-
menn hafi gert mjög snemma.
Börkur, malinn og sól-
þurr, er víða í verð-
skrám, svo og eini-
en þetta
tvennt var líka
notað til
annarra
þarfa.
Huml-
anotkun
fer svo
að breið-
ast út á
Norður-
löndum á
12. öld. Hér
hefur verið
haft fyrir satt að
elsta heimild um
notkun þeirra á íslandi
sé úr reikningum Gissurar
biskups Einarssonar, en þar
kemur fram að árið 1540 hafi
hann keypt sér tunnu af humlum.
En vafalaust hafa þeir verið notaðir
hér fyrr. í testamentisbréfi sem Torfl
Arason gerði áður en hann dó í utan-
landsferð í Bergen 1459, sést t.d. að
hann hefur þar keypt sér 2 pund af
humlum. Humlar voru ekki eingöngu til
39