Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 20
INNLENT Gleraugu í pólitískum ógöngum Þrjátíu þúsund gleraugu söfnuðust um árið, en gleraugnatollar og borgarastyrjöld ollu því, að þau liggja enn á hafnarbakkanum í Reykjavík. 30 þúsund gleraugu sem Lionshreyfingin safnaði á Islandi fyrir fjórum árum bíða enn á hafnarbakkanum í Reykjavík Þjóðfélagsværingar á Sri Lanka hafa kom- ið í veg fyrir að Lionshreyfingin á Islandi geti sent 30 þúsund gleraugu til sjóndapurra íbúa eyjarinnar. Lionsmenn söfnuðu þessum gleraugum í miklu söfnunarátaki fyrir tæp- um 4 árum. Gleraugun hafa síðan beðið á hafnarbakkanum, þar sem þau eru enn. Eins og marga rekur sjálfsagt minni til, ákvað Lionshreyfingin á íslandi haustið 1985 að safna gleraugum meðal landsmanna og var ætlunin að senda þau sem þróunaraðstoð til Sri Lanka. Söfnunin fór af stað með glæsi- legum hætti þann 15. nóvember sama ár og má með sönnu segja að eftir henni hafi verð tekið, jafnt hér á landi sem erlendis. Fyrstu gleraugun í söfnuninni gaf forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, og fylgdust fjölmiðlar grannt með gangi mála. Söfnunarkassar voru settir upp á öllum stöðum þar sem lík- legt þótti að fólk kæmi nokkrum sinnum í viku. Samhliða þessu var gerð mikil auglýs- ingaherferð í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Og áður en varði höfðu 30 þúsund gleraugu safnast. Aðstandendur söfnunarinnar voru að vonum glaðir með árángurinn og almenning- ur samgladdist þeim í þeirri vissu að sjón- daprir tamilar, singalar, lankatamilar og mórar, en það eru þjóðarbrotin á Sri Lanka, fengju nú notið útsýnis í gegnum íslensk sjóngler. í ársbyrjun 1986 unnu Lionsfélagar síðan baki brotnu við að flokka gleraugun, yfirfara þau, pakka þeim niður kassa og gera þau hæf til flutnings til Sri Lanka. Lionshreyfingin á íslandi hafði gert samning við Lionshreyf- inguna á Sri Lanka um að taka á móti gler- augunum og koma þeim til sjóndapurra not- enda. En margt er í heiminum hverfult, því enn eru gleraugun í sömu kössunum og þeim var pakkað í svo alúðlega fyrir þremur árum. Og auk þess eru kassarnir með gleraugunum enn í vörugeymslu Eimskips við Sundahöfn. Með öðrum orðum, glcraugun voru aldrei send, þrátt fyrir góðan ásetning Lions- manna. Hækkuðu gleraugnatollinn Að sögn Svavars Gests, framkvæmda- stjóra Lionshreyfingarinnar á Islandi, er ástæðan fyrir því að gleraugun voru aldrei send til Sri Lanka sú, að þar í landi hafi orðið þær breytingar á stjórnarháttum, að hár inn- flutningstollur hafi verið settur á gleraugu, og skipti engu máli í því sambandi hvort gleraugun væru notuð eður ný. Þegar Þjóðlíf innti Svavar eftir því hvort gleraugnanna biði þau ömurlegu endarlok að verða urðuð í Gufunesi, kvað hann svo alls ekki vera. „Málið hefur engan veginn lognast útaf. Við erum í sambandi við háttsettan embættis- mann á Sri Lanka, sem er félagi í Lionshreyf- ingunni, og hann er að vinna í málinu. Málið hefur verið í biðstöðu fram til þessa en ég er sannfærður um að okkur tekst að koma gleraugunum á áfangastað á þessu ári. Inn- flutningsgjöldin hefðu sjálfsagt numið hátt í 10 þúsund dollurum, og á því höfum við ein- faldlega ekki efni. Við verðum því að koma þeim inn í landið í samvinnu við stjórnvöld þar.“ Fátækt og borgarastyrjöld Á Sri Lanka, sem áður hét Ceylon, hafa verið miklar hræringar á sviði stjórnmálanna allt frá því að eyjan hlaut fullt sjálfstæði frá Bretum árið 1948. Einkum hafa ættbálka- deilur, sér í lagi á milli tamila og singala, sett svip sinn á stjórnmálalífið og hefur oft komið til blóðugra átaka milli þeirra. Ástandið hef- ur oft á tíðum nánast verið borgarastyrjöld. Þess ber að geta að eyjan er einungis 65 þúsund ferkílómetrar en íbúarnir eru 15 mill- jónir. Að sögn Svavars er mikil fátækt á Sri Lanka og þörfin á þróunaraðstoð er því mik- il. „Skömmu eftir að gleraugnasöfnuninni lauk breyttist stjórnmálaástandið á Sri Lanka, og hefur legið við borgarastyrjöld þar síðan þá. Við ákváðum því að halda að okkur höndunum og bíða eftir að línur skýrðust. Það hafa komið upp umræður meðal Lionsmanna að senda gleraugun eitt- hvert annað, en við höfum ekki viljað gera það. Við leituðum til þjóðarinnar og sögð- umst ætla að safna gleraugum fyrir íbúa Sri Lanka. Og þó það sé vissulega leiðinlegt að geta ekki sent þessi gleraugu nú þegar þang- að, þá sé ég út af fyrir sig ekkert athugavert við það þó það dragist um einhvern tíma, svo fremi að þau komist fyrr en seinna á áfanga- stað. Það þurfti enginn af þeim sem gáfu þessi gleraugu að leggja fram krónu og kostnaðurinn var alfarið okkar. Gleraugun eru til ennþá og þau standa fyrir sínu og ég segi það enn og aftur að gleraugun verða send út um leið og sambönd hafa opnast á ný.“ 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.