Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 42

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 42
MENNING Sigríður Ragnarsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Ingólfur Arnarson og Jón Sigurpáls- son við opnun Slunkaríkis fyrir fjórum árum. Slunkaríki fjögurra ára Slunkaríki á ísafirði var stofnað 1. mars 1985 af Myndlistarfélaginu á staðnum. í tilefni fjögurra ára afmælisins var haldin yfirlits- sýning á verkum Hreinns Friðfinssonar. Slunkaríki er eitt lífseigasta gallerí í land- inu og fyrir því hefur skapast ákveðin hefð í ísfirsku bæjarlífi. Haldnar eru 15 sýningar á ári, sem sóttar hafa verð að 150 til 200 manns að jafnaði. Á þessu ári hafa sýnt hjá Slunka- ríki auk Hreins þau Sarrha Pucci og Erla Ólafs. í sjtórn Myndlistarfélagsins eru þau Pétur Guðmundsson, Jóhann Hinriksson, Jón Sig- urpálsson, Katrín Jónsdóttir og Gísli J. Hjartarson. Félagið hefur notið styrkja frá menningarráði bæjarins og hefur staðið fyrir sýningum öll þessi ár. Áður en Slunkaríki kom til sögunnar voru myndlistarsýningar haldnar í bókasafninu á ísafirði. Á síðasta ári sýndu í Slunkaríki eft- irtaldir listamenn: Birgir Andrésson, Sigríð- ur Ásgeirsdóttir, Huig de Groot, Erla Sig- urðardóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Ólafur Lár- usson og Hulda Hákon. Áhugi á myndlist er mikill á ísafirði og félagið hefur verið öflugt. Það hefur t.d. staðið fyrir námskeiðum og rekur galleríð af þrótti. Á neðri hæð í Slunkaríki eru samsýn- ingar á vegum félagsins. Galleríið hefur vak- ið athygli víða um land fyrir vandaðar og metnaðarfullar sýningar. - óg Hanna Dóra Ásgeirsdóttir við opnunina. Hreinn Friðfinnsson myndlistamaður við opnun afmælissýn- ingarinnar ásamt Jóni Sigurpálssyni. Kristana Samúelsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Gústaf Lár usson við opnun Slunkaríkis 42

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.