Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 43
MENNING Eldurinn eyðir, fer brennandi um skóga og sléttur, hús og hjörtu. Regnið slekkur, græð- ir, byggir upp. Hlý vorrigning sem baðar sálina, jant sem líkamann. Tvær andstæðar höfuðskepnur, tvær and- stæðar kvikmyndir. Mississippi Burning og Rainman. Tvær ólíkar en magnaðar og áhrifamiklar kvikmyndir. Myrkustu afkimar sálarinnar á móti björtustu salarkynnum hennar. Byrjum í myrkri. Við erum stödd í Mississippi, árið 1964. Á myrkum vegi eru þrír ungir menn handteknir af lögreglunni fyrir „of hraðan akstur“. Tveir voru hvítir, einn var svartur. Mennirnir sá- ust aldrei aftur. í næstu sex vikur voru FBI menn að leita á svæðinu, kembdu skógana, mýrarnar, fenin, vötnin. Það var svo ekki fyrr en í ágúst, og það vegna 30.000 $ borgunar til upp- ljóstrara, að líkin fundust, grafin í jörð. Fjórum mánuð- um seinna voru 19 manns handteknir, þar á meðal lögr- eglustjóri umdæmisins og að- stoðarmaður hans. Og árið 1967 voru allir mennirnir, utan lögreglustjórinn, dæmdir fyrir morð, eða þátttöku í morði. 24 árum eftir þennan atburð kemur fram kvikmyndin Miss- issippi Burning, kvikmynd þar sem leikstjórinn Alan Parker (Midnight Express, Angel Heart), og handritshöfundur- inn Christ Gerolmo, koma með sína útgáfu á atburðun- um. Kvikmynd sem brennir sig inn í heilann og vitundina og skilur eftir andlegt svöðus- ár. Eins og í raunveruleikanum þá byrjar Mississippi Burning á atburðinum þegar ungu mennirnir eru handteknir og okkur er þeytt inn í atburðarás kynþáttahaturs og ofbeldis. Síðan tekur myndin sér skáldaleyfi og ýmsu er breytt og staðfært til að koma þessum atburðum í kvikmyndalegan búning. Atburðarásinni er þjappað saman og nokkrum nýjum persónum bætt inn í. En einmitt það olli töluverðum deilum og voru margir sem sögðu að Parker hefði,, nauðg- að“ sögunni og búið til yfirborðskennda Hollywood glansmynd af atburðunum, mynd sem ætti ekkert skylt við hina raun- verulegu atburði. Aðrir lofuðu og prísuðu myndina í hástert og ég verð að segja að ég skil ekki þær raddir sem voru á móti mynd- inni, því Mississippi Burning er hrottaleg, áhrifamikil lýsing á kynþáttahatri, og eins og aðalkvenpersóna myndarinnar segir: „Þegar þú hefur ncíð sjö ára aldri, þá trúirðu Ofbeldi og meira ofbeldi. Vegir mann- skepnunnar eru órannsakanlegir. Svört, sterk andlit í hinni mögnuðu kvikmynd Alan Parker. því efþér er sagt það nógu oft. Þú trúir hatrinu. Þú lifir í því. Þú andar því að þér. Þú giftist því. “ Aðalpersónur myndarinnar eru tveir FBI menn, leiknir af Gene Hackman og Willem Dafoe. Hackman er gaur af gamla skólanum, trúir á auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Dafoe hins vegar er ungi reiði maðurinn sem í þetta sinn fer algerlega eftir bókinni og vill leysa málið samkvæmt henni. Að sjálfsögðu verða árekstrar á milli þeirra sem leiða til upp- gjörs um starfsaðferðir og kyn- þáttahatur. Hackman er hér í sínu besta hlutverki í langan tíma. Laus við „smáborgarastórborgar- týpuna“ (Twice in a Lifetime, Hoosiers) og kominn aftur sem hinn harði, síglottandi, kaldlyndi (í þetta sinn) FBI maður (líkt og í The French Connection, The Conversat- ion). Hann spilar á frekar ró- legar nótur með háðsblik í augunum en „springur" svo þegar síst varir. Dafoe er laus úr píslarvætt- ishlutverkinu (Platoon, The Last Temptation of Christ) og sýnir mjög trúverðugan leik í hlutverki bókstafstrúarmann- sins sem gerir sér grein fyrir að í hinni,, svörtu“ Mississippi gilda aðrar leikreglur heldur en í stórborginni. Alan Parker heldur fast í Bræður á gangi á vegi regnmannsins. Vegi mannlegra samskipta. Hoffman og Cruise. Charlie og Raymond. Kvikmyndir Eldur og regn 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.