Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 49
MENNING — Viðtal við Magnús Jónsson óperusöngvara Um miðjan apríl 1958 bárust hingað til lands fréttir frá Kaupmannahöfn um að loksins hefði Konunglega leikhúsið þar í borg fundið tenór sem unnt væri að fela mikil verkefni. Söngvarinn hafði þreytt frumraun sína á sviði hússins í hlutverki Manricos í óperunni II Trovatore eftir Verdi. Dagblöð í Danmörku luku miklu lofsorði á þennan unga söngvara og sögðu að Danakonungur hefði risið úr sæti sínu í lok frumsýningar og fagnað hon- um með innilegu lófataki. Slík fagnaðarlæti eru fátíð á frumsýningu á „Konunglega“. ís- lendingar hefðu ugglaust látið sér fátt um finnast ef þarna hefði ekki verið landi þeirra á ferð: Magnús Jónsson. Magnús tekur á móti mér í dyrunum á húsi sínu á Seltjarnarnesi, með silfurgrátt hár, rúmlega sextugur að aldri, — fæddur 1928. Hann var því aðeins þrítugur þegar hann „debúteraði“ í Kaupmannahöfn. Magnús er sonur hjónanna Agnesar Odd- geirsdóttur og Jóns S. Björnssonar banka- fulltrúa. Jón var sonur Björns Björnssonar prests í Laufási í Eyjafirði. Móðuramma Magnúsar var Aðalheiður Kristjánsdóttir en afi hans Oddgeir Jóhannsson útvegsbóndi á Grenivík. Magnús giftist konu sinni 1962. Hún heitir Guðrún Svavarsdóttir banka- stjóra Guðmundssonar á Akureyri og konu hans Sigrúnar Þormóðsdóttur söngstjóra á Siglufirði Eyjólfssonar. Þau Guðrún og Magnús eiga þau tvö börn, Svavar 25 ára og Sigrúnu Vilborgu 23 ára gamla. Skammur íþróttamannsferill Þótt Magnús sé þekktastur fyrir söng sinn þá gat hann sér fyrst orðs sem íþróttamaður. „Árið 1947 fer ég að æfa hlaup og næ það góðum árangri að ég er einn af þeim sem valinn er í Ólympíulið íslands árið eftir, en þá voru leikarnir haldnir í London. Þetta var fyrsta utanför mín og þótti mér óhemju- gaman. 1949 fer ég með KR-ingum til Noregs í keppnisferð en endaði íþróttaferilinn með því að fara á Evrópumeistaramótið í Brússel árið 1950 þegar Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson urðu Evrópumeistarar í kúlu- varpi og langstökki. Örn Clausen hafnaði síðan í öðru sæti í tugþraut eftir harða keppni um sigur við Frakkann Henri. Fyrir síðustu greinina sem var 1500 metra hlaup leiddi Örn. Þar varð hann að vera 20-30 metrum á undan Frakkanum til að eiga möguleika á sigri. Hann leiddi hlaupið en náði ekki að hrista andstæðinginn af sér. Þegar rétt um hundrað metrar voru í mark sá Örn fram á að hann myndi ekki ná þessari forystu svo hann hægði ferðina, beið eftir Frakkanum, tók í hönd hans og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Þetta vakti mikla athygli og þótti bera vott um íþróttamannslega fram- komu. Annars stóðum við Islendingarnir okkur allir ágætlega á þessu móti.“ Söngnám hjá Pétri Jónssyni og á Ítalíu „Ég byrjaði 18 ára að læra að syngja hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara. Hann starfaði lengi í Þýskalandi og var þar einn helsti Wagner-söngvarinn, — söng í öllum helstu óperuhúsunum þar. Á meðan ég lærði hjá honum söng ég í Útvarpskórnum sem var fyrsti atvinnumannakór Islendinga. Þuríður Pálsdóttir var einnig í kórnum. Við vorum fengin til þess að syngja dúett úr La Traviata eftir Verdi inn á plötu þegar við vorum um tvítugt og skilst mér að hún hafi verið leikin í hverjum einasta óskalagaþætti sjúklinga næstu þrjú ár en þá var platan hreinlega búin. Úm svipað leyti tók ég þátt í flutningi Jóhannesarpassíunnar eftir Bach á vegum Tónlistarfélagsins. Viktor Urbancic stjórn- aði. Einnig má nefna að þegar Pétur varð 65 ára gamall efndi hann til tónleika í Gamla bíói þar sem við Guðmundur Jónsson og Bjarni Bjarnason læknir sungum, en við vor- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.