Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 50
MENNING
Konunglega leikhúsið í
Kaupmannahöfn
„Á meöan við sýndum Kátu ekkjuna
héldu norrænir leikhúsmenn þing í Reykja-
vík. Þeim var öllum boðið á sýningu en einn
þeirra var Poul Reumert, eiginmaður Önnu
Borg. Hann var einn fremsti leikari í Dan-
mörku þótt víðar væri leitað. Reumert starf-
aði við Konunglega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn. Hann hreifst af söng mínum og kom
því á framfæri við yfirmenn sína í leik-
húsinu að á íslandi væri ungur og efni-
legur söngvari sem vert væri að hlusta
á. Skömmu síðar fékk ég bréf þar
sem spurt var hvort ég hefði áhuga á
að koma og prufusyngja við Kon-
unglega leikhúsið. Ef ég stæðist
ekki kröfur þeirra myndu þeir
farið fram og til baka.
Ég ákvað að slá til, dreif mig
og söng fyrir þá. Það er í eina
ið á ferlinum sem ég hef pru-
fusungið. Mér fannst ég ekki vera í
almennilegu stuði en þrátt fyrir það
réðu þeir mig á staðnum með þeim
skilyrðum að ég yrði í óperuskólan-
um við leikhúsið næstu tvö árin, —
enda hafði ég lítið lært að leika,
skylmast eða slíkt.
Þegar ég var búinn að vera rétt um ár í
Magnús Jónsson að vinna íslands-
meistartitil í 800 metra hlaupi á Melavell-
inum árið 1949.
um allir nemendur hans. Hjá Pétri lærði ég í
þrjú ár en hélt árið 1951 til Mílanó á Ítalíu.
Þegar ég kom til Mílanó voru þar fyrir
Ketill Jensson og Gunnar Óskarsson og ekki
leið á löngu þangað til Þuríður Pálsdóttir,
Guðrún Á. Símonar og Jón Sigurbjörnsson
bættust í hópinn. Þetta var því hörkulið. Öll
vorum við nokkuð ung og eftir að ég fór að
kenna hef ég verið að komast á þá skoðun að
það sé ekki gott fyrir nemendur að fara of
snemma til útlanda í nám. Eftir að kraftur
komst í söngnám hérna heima held ég að fólk
ætti að fara utan svona 26—7 ára. Þá er það
með fullþroskaða rödd og góða grunn-
menntun.
Árin á Ítalíu voru yndisleg þótt kjörin hafi
verið kröpp. Maður mátti ekki gera sér daga-
mun ef aurar áttu að duga fyrir mat. Það var
svo erfitt að fá gjaldeyri. Fjárráðin réðu því
einnig til hvaða kennara maður komst, það
var of dýrt að sækja tíma til þeirra sem höfðu
skapað sér nafn.
Eftir þriggja ára nám sneri ég heim og hélt
fimm eða sex tónleika í Gamla bíói fyrir fullu
húsi en varð að hætta vegna þess að ég fékk í
hálsinn. Afraksturinn dugði mér í tæpt ár í
Mílanó. Ég fór þó ekki strax utan á ný heldur
söng hérna heima í La Bohéme eftir Puccini í
Þjóðleikhúsinu veturinn 1955. í ársbyrjun
1956 sneri ég aftur til Mílanó og var þar í
rúmlega hálft ár. Þegar ég kom heim tók ég
svo þátt í uppfærslu Þjóðleikhúsisins á Kátu
ekkjunni eftir Lehar.“
Magnús í hlutverki skáldsins Rodolfos í
óperunni La Bohéme.
óperuskólanum kom ítalskur stjórnandi
þangað. Þetta var Bruno Bartoletti sem síðar
átti eftir að starfa á Scala í Róm og víðar.
Hann vildi fá að heyra í öllum söngvurum við
leikhúsið, alls milli þrjátíu og fjörutíu
manns. Ekkert okkar vissi um ástæður þess.
Ég var fremur aftarlega í röðinni og söng
„Una furtiva lagrima“ úr Ástardrykknum
eftir Donizetti. Þegar ég hafði lokið henni
spurði hann á ítölsku af hverju ég syngi þessa
aríu. Af hverju ekki? spurði ég á móti.
Kunnið þér ekki eitthvað dramatískara, það
á betur við röddina en hið lýríska og létta?
Jú, jú, svaraði ég, t.d. aríu úr II Trovatore.
Ég syng hana og þá sprettur stjórnandinn á
fætur, stekkur upp á sviðið, ýtir undirleikar-
anum frá píanóinu og sest sjálfur við það.
Síðan lætur hann mig syngja hina og þessa
frasa úr óperunni. Ég þandi mig náttúrlega
allt hvað ég gat en hafði ekki hugmynd um
hvað var að gerast. Það var ekki fyrr en
nokkru seinna að ég komst að því að Bartol-
etti hafði verið ráðinn til að stjórna II Trova-
tore á komandi vetri og var að hlusta eftir
röddum í hana. Hann réð mig til að syngja
Manrico, aðalhlutverkið, þótt ég hefði
aðeins verið eitt ár í óperuskólanum. Ég
söng mikið með þessum frábæra stjórnanda
þau þrjú ár sem hann starfaði við Konung-
lega leikhúsið í Kaupmannahöfn.“
Þrír íslenskir tenórar á
Konunglega
„Þegar ég kem á Konunglega eru þar fyrir
tveir íslenskir tenórar: Stefán íslandi og Ein-
ar Krist jánsson. Þeir urðu báðir góðir vinir
mínir, — sérstaklega Stefán. Hann reyndist
mér ákaflega vel á meðan ég bjó í Kaup-
mannahöfn. Fyrstu tvö til þrjú árin tók hann
mig við og við í söngtíma og er hann einhver
besti söngkennari sem ég hef haft. Þegar mér
fannst ég ekki vera alveg í nógu góðu formi
fyrir sýningar var hann alltaf boðinn og
búinn að koma og syngja mig upp og fylgjast
síðan með framan af sýningu til þess að vita
hvort allt yrði ekki í lagi.
Konunglega leikhúsið er mjög elskulegt
hús, mikil menningarstofnun. Þar er lögð
stund á þrjár listgreinar: óperu, ballett og
leiklist. Mér finnst yndislegt að hafa starfað
þarna. Það er mikil virðing borin fyrir hús-
inu. Listamenn bera virðingu fyrir því og um
leið hver fyrir öðrum. Hver sýning er eins og
frumsýning, — aldrei slakað á. Þess vegna
hugsaði ég kannski ekki mikið út í það þessi
tíu ár sem ég var aðaltenórinn á Konunglega
að hasla mér völl á öðrum vettvangi sem ég
hafði möguleika á.“
Hvað ertu eiginlega að gera
hérna?
„Ég söng oft með heimsfrægu fólki, t.a.m.
Gundulu Janovits í La Bohéme. Hún var þá
50