Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 54
MENNING
Olga Rottberger
áttræð
Eini núlifandi gyðingurinn sem
vísað var frá íslandi fyrir stríð
Olga Rottberger er lesendum
Þjóðlífs sennilega enn í fersku
minni. f júlíhefti Þjóðlífs á sl. ári
birtist viðtal við hana um líf
hennar; flóttann til íslands,
brottreksturinn þaðan, líf henn-
ar undir stöðugum ofsóknum
nasista í Þýskalandi og Dan-
mörku. Hún varð áttræð fyrsta
mars síðastliðinn og Þjóðlíf lieim-
sótti hana að heimili hennar í
Konstanz í tilefni af því.
Vorið byrjaði snemma í Suður-
Þýskalandi þetta árið; varla má
merkja að veturinn hafi nokkurn
tíma látið sjá sig. Fyrsta mars var
sannkallað vorveður í borginni
Konstanz við Bodenvatn, sólskin
og blíða, vatnið spegilslétt og
blikandi. Olga Rottberger hefur
búið í Konstanz síðan 1955, er
hún fluttist til Þýskalands á ný frá
Danmörku. Þegar við spjölluð-
um saman á afmælisdaginn rifj-
aði hún upp söguna af því hve
erfitt það hafði verið að flytjast til
baka, tekið hafði langan tíma að
öðlast þýskan ríkisborgararétt á
ný og kannski var það einmitt
hápunktur kaldhæðninnar, að
það fólk sem hraktist frá Þýska-
landi undan nasistum átti alls
ekki greiðan aðgang að þjóðfé-
lagi eftirstríðsáranna; það var
horfið af öllum pappírum og eins
og hverjir aðrir útlendingar í aug-
um yfirvalda.
Hún hefur átt við mikil veik-
indi að stríða undanfarið og dval-
ist á sjúkrahúsi. Afmælisdegin-
um eyddi hún samt með ættingj-
um sínum, þrátt fyrir vanlíðan.
Ég tjáði henni frá þeim miklu
viðbrögðum, sem frásögn hennar
vakti á íslandi og hún endurtók
það, sem hún sagði mér í fyrra,
að hún vonaðist til að frásögn sín
ætti ennþá erindi við fólk, þótt
langur tími væri liðinn. Hún tjáði
mér líka, að frasögnin hefði kost-
að sig heilabrot; síðan hefðu
þessir hlutir, minningarnar, sótt
harðar að henni en áður.
Hún lét mér í té gamlar myndir
frá Islandi, sem hún hafði fundið
og birtast hér á síðunni. Önnur
myndin er tekin nálægt heimili
þeirra á Holtsgötunni árið 1937,
Olga Rottberger á heimili sínu í Konstanz á afmælisdaginn 1.
mars.
hin á siglingunni til Danmerkur í
maí 1938. Börnin tvö, sem eru á
myndunum Eva og Felix, eru
bæði búsett í Suður-Þýskalandi.
Eva er húsmóðir en Felix hefur
umsjón með kirkjugarði gyðinga
í Freiburg. „Við erum gamla
kynslóðin", sagði Olga Rottber-
ger. „Þið eruð nýja kynslóðin og
ráðið með hvaða augum þið lítið
á fortíðina. En fortíðin er samt
nytsamleg, — til að læra af
henni“.
Einar Heimisson/Freiburg.
Hans Rottberger
með Evu á skip-
inu á leið til Dan-
merkur eftir að
þeim var vísað úr
landi í maí 1938.
Á Holtsgötunni
sumarið 1937
með Evu og
Felix.