Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 19

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 19
INNLENT 22.00S Innlent Erlent Innlent Erlent Stöð 2 1989 1988 Innlent Erlent Innlent Erlent Sjónvarpið fræðsluefni og barnaefni, að verkaskipting sé að skapast milli stöðvanna? Menningarefni, — afinnlendumuppruna, hefur vaxið hjá Stöð 2 um 2% af tímanum, staðið í stað hjá Sjónvarpinu, meðan báðar stöðvar hafa dregið verulega úr flutningi á tónlistarefni. Þá er og athyglisvert að hlutur íþrótta hef- ur farið vaxandi hjá Sjónvarpinu og er kom- inn upp í 11.8% efnis, en var 8.2% í fyrra. Sömu sögu er að segja af hlut íþrótta meðal efnis hjá Stöð 2, — hann er nú orðinn 9.2% en var 6.8% í síðustu könnun. Líka samdráttur Um samanlagðan útsendingartíma sjón- Mínútur í þrjár vikur 10000 9000 8000 7000 6000 5000 ll ■ l ■ l 1 Stöö 2 - Sjónvarp Stöö 2 - SJónvarp Stöö 2 - SJónvarp 1986 1986 1988 1988 1989 1989 Kvikmyndir og framhaldsþættir. Á súluritinu sést hvernig hefur skapast „verkaskipting" í þessum efnisflokki milli stöðvanna; Stöð 2 er að miklu leyti helguð kvikmyndum og framhaldsþátt- um af erlendum uppruna, en hefur þó heldur dregið úr sýningum á því efni frá því í fyrra. ' 64.00X V Mínútur í þrjár vikur MOO T 1200 4 1000 | -mIiI Stöö 2 - 1986 SJónvarp Stö6 2-1988 Sjónvarp Stöó2-1989 SJónvarp 1986 1988 1989 Menning og fólk í sviðsljósi; þættir af innlendum uppruna. Sjón- varpið hefur sem fyrr vinninginn, en þessi efnisflokkur hefur vaxið hjá Stöð 2 frá því í fyrra. varpsstöðvanna er það að segja, að hann er nánast sá sami og fyrir ári, eða um hundrað og þrjátíu klukkustundir á viku. En milli stöðvanna hafa hlutföllin breyst. Sjónvarpið hefur sótt í sig veðrið og er nú með 40% útsendingartímans, en Stöð 2 með 60% tím- ans. Nærri lætur, að Stöð 2 hafi verið með tvo þriðju hluta heildarframboðsins í fyrra en Sjónvarpið þriðjung. Hér er vert að vekja athygli á, að framboð Stöðvar 2 á kvikmynd- um og framhaldsþáttum, fræðsluefni og tón- listarefni hefur minnkað frá upphafi mæl- inga. Vert er og að vekja athygli á, að um 54% heildarframboðs hjá Stöð 2 eru kvik- myndir og framhaldsþættir af engilsaxnesk- um uppruna. Sjónvarpið hefur einnig dregið úr fram- boði á fréttum og fréttatengdu efni. Trúlega munar mestu um að innlendir kastljósþættir og erlendir eru sífellt færri. Samanlagður útsendingartími beggja stöðvanna svarar til þess að sent sé út í firnrn sólarhringa og tíu klukkustundir á viku að jafnaði. Margir munu áreiðanlega fagna þeirri þróun að hlutur innlends efnis skuli fara vaxandi, en engu að síður er áreiðanlega mun meiri eftirspurn eftir íslenskri fram- leiðslu en er í framboði. í könnuninni er að sjálfsögðu ekki gerður greinarmunur á því hvers konar efni er verið að sýna, heldur einungis magn. Ekki er kannað í þessari út- tekt hvort mikið sé um endursýningar, enda er það ekki alltaf auglýst. Annars segja með- fylgjandi töflur, sem Jóhann Hauksson vann fyrir Þjóölíf, meira en mörg orð. Óskar Guðmundsson 19

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.