Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 77
BÍLAR
í gatinu í miðjunni. Diskunum er síðan raðað
til skiptis: þeim sem tengjast sívalningnum
og þeim sem tengjast öxlinum. Húsið er fyllt
með seigum vökva.
Setjum svo að nota eigi þennan hlut til
þess að deila afli á milli fram- og afturhjóla,
þá er honum komið fyrir á drifskaftinu til
afturhjólanna þannig að útás gírkassans
tengist öxlinum inn í sívalninginn en ásinn
aftur í drifið tengist sívalningshúsinu. Á
meðan hraðamismunur fram- og afturhjóla
er lítill þá fer drifkrafturinn til framhjólanna,
en fari svo að framhjólin missi gripið og fari
að spóla, þá fara diskarnir sem þeim tengjast
að snúast hraðar en hinir.'Við þetta myndast
tregða í hinum seiga vökva og hiti sem gerir
vökvann ennþá seigari og leiðir til þess að
diskarnir sem tengjast afturhjólunum fara að
snúast. Seigjutengið getur náð 100% læs-
ingu.
Bflar með seigjutengi sem komið er fyrir á
þann hátt sem hér hefur verið lýst eru gjarn-
an með fríhjól (þeir sem átt hafa reiðhjól vita
hvað það er) til þess að koma í veg fyrir að
afturhjólin læsist þegar hemlað er. Seigju-
tengi getur einnig komið í stað mismunadrifs
og er þá einnig læst drif er á þarf að halda.
Trausta Torsenkerfið
Hin endurbótin, sem ætlunin var að nefna,
er Torsen mismunadrifið, sem fundið var
upp af einhverjum Vernon Gleasntan í Am-
eríku fyrir mörgum árum. Nafnið er samsett
úr TORque SENsing sem útleggst „vægis-
skynjun“ ef ég kann að nefna það. Heldur
kárnar nú gamanið ef það á að lýsa hlutnum
á sama hátt og þeim fyrrnefnda. Hugmynd-
inni má þó lýsa með því að segja að gagnstætt
því að hægt er að láta t.d. tvö tannhjól flytja
kraft í báðar áttir, þá flytur snigildrif (þ.e.
einskonar skrúfgangur á öxli sem snýr tann-
hjóli) aðeins kraft í aðra áttina—, skrúfan
snýr hjólinu. Pó er möguleiki á því að láta
hjólið snúa skrúfunni ef skurður hennar er
mjög brattur.
Byggingarlag drifsins er að öðru leyti
þannig að á endum hjólöxlanna eru tennur,
þessum tönnum tengjast snigilhjól sem aftur
tengjast hvort öðru með venjulegum tann-
hjólum. Þessi tilfæring leikur síðan á öxli í
drifhúsinu, sem á er fest hefðbundið
kambhjól sem tengist pinjoni (aflhjól á ís-
lensku). í venjulegum akstri þegar grip hjól-
anna er áþekkt deilist krafturinn jafnt til
beggja hjóla. Þegar beygt er og við aðrar
minniháttar aðstæður þar sem hjólin verða
að snúast mishratt, vinnur Torsen drifið eins
og hefðbundið mismunadrif. Hinsvegar leyf-
ir Torsen drifið ekki meiri hraðamismun en 3
til 4,5:1 þ.e.a.s. ef hjól fer að spóla, þá flyst
krafturinn til þess hjóls sem hægar fer við
þetta hraðahlutfall. Torsen drif má nota eins
og seigjutengið bæði sem læst mismunadrif
og til deilingar á krafti til fram- og afturhjóla.
Það mátti reyna
Ekki veit skrásetjari þessara orða hvort
allir verði sammála um það að framantalið
flokkist undir alþýðufróðleik eða lönguvit-
leysu, en það mátti reyna það eins og stund-
um er sagt.
Framleiðendur fjórhjóladrifsbíla eru
fjölmargir og útfærslan á drifbúnaði er með
ýmsu móti. Ýmist er þessi búnaður tiltölu-
lega einfaldur eða nokkuð flókinn og held ég
að Mercedes Benz eigi þar metið. 4Matic
nefnist drifið og eru bílarnir afturhjóladrifn-
ir, en framdrifið tengist er á þarf að halda
t.d. í hvert skipti sem tekið er af stað, þá er
framdrifið tengt þar til 20 km.klst hraða er
náð, þá tekur það sér frí. Verði hraðamis-
munur á milli fram- og afturhjóla meiri en 2
km.klst. þá kemur framdrifið til sögunnar.
Til þess að aftengja framdrifið prófar talvan
(það hlaut að vera) að aftengja fyrst í 2,5
sek., tengir síðan aftur augnablik aftengir
síðan í 5 sek. og þannig koll af kolli þar til
óhætt er að frátengja framdrifið að fullu, því
að ástæðulaust er að eyða 8% meira elds-
neyti með því að hafa framdrifið lengur á en
nauðsyn krefur. Hér er að vísu bæði farið
fljótt og frjálslega yfir sögu.
Ætli snjórinn verði ekki horfinn er þetta
lesmál kemur á þrykk og allir hættir að hugsa
um framdrif o.þ.h. — svo við tökum bara
upp þráðinn aftur í haust.
Ingibergur Elíasson
ORIENT
Tímanna tákn
77