Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 15
INNLENT
Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri Tímans:
Aðför að prentfrelsinu
— Hvernig svo sem dómur fer í þessu máli
mun blaðið undir engum kringumstæðum
breyta ritstjórnarstefnu sinni hvað varðar
skiining okkar á prentfrelsi. Það sjónarmið
sem hér gildir er að þetta er hrein aðför að
prentfrelsinu, sagði Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur og ritstjóri Tímans í viðtali við
Þjóðlíf. En af hverju var ábyrgðarmaður
blaðsins ekki sóttur til saka í málinu?
— Ég var kallaður á fund ríkissaksóknara
og lýsti því þar yfir að ég væri ábyrgðarmað-
ur Tímans, en ég liti svo á að mér bæri skylda
til að standa vörð um prentfrelsi. Á þeirri
forsendu væri ég ekki tilbúinn til þess að játa
á mig eitt eða neitt í sambandi við skrif í
blaðið, vegna þess að prentfrelsið væri alveg
í fyrirrúmi. Á þessum rétti stæði ég. Ríkis-
saksóknari virðist hafa skilið þetta sjónarmið
mitt því ég hef enga ákæru fengið á mig frá
honum. Ég benti honum einnig á að grein
Halls væri skrifuð undir fullu nafni og að það
kæmi málinu ekkert við hvort greinin væri
skrifuð af starfsmanni blaðsins eður ei.
Það væri skerðing á hans rétti ef því væri
neitað. Þeir hjá ríkissaksóknaraembættinu
hafa eflaust litið svo á að þetta væri hans
ábyrgðarmál. Það er að vísu nokkuð sér-
kennilegt að ábyrgðarmanni blaðs skuli
sleppt við þetta, — það er eiginlega ný
stefna.
Kanntu einhverja skýringu á þessari nýju
stefnu?
— Ekki nema það að menn vilji fara að
viðurkenna, að okkur ber skylda til að
standa vörð um prentfrelsið. Fram að þessu
hefur það verið sjálfsagt að menn taki á sig
allskonar ákúrur út af prentfrelsinu. Við er-
um fyrst og fremst varðmenn prentfrelsins,
en ekki menn sem eru alltaf að þeyta skít í
allar áttir.
Hver er þín skoðun á þeim málaferlum sem
nú eru farin af stað vegna greinaskrifa Halls?
— Auðvitað hljóta að vera einhver tak-
mörk á því hvað hægt er að segja um náung-
ann. Það er bara áhætta sem hver sá tekur
sem skrifar um náungann. Við erum náttúr-
lega að fást við það á hverjum degi hér á
blaðinu. Ég verð nú að taka það fram, að í
t.d. stjórnmálum eru skrifaðir mikið, mikið
verri hlutir um einstaklinga en þeir sem Hall-
ur er nú ákærður fyrir. Og það án þess að
þeir taki það nokkuð nærri sér. Þannig að ég
verð að segja að mér finnst sem Þórir vinur
minn, sem er ágætisdrengur, hafi hrokkið
eitthvað illa við og og hlutirnir hafi farið
eitthvað öfugt ofaní hann, vegna þess að
þetta er einfaldlega gangur lífsins. Menn
taka stórt upp í sig og menn eru út af fyrir sig
ekkert að fárast yfir því. Enda verður ekki
séð hvað eitt lítið dómsorð hefur að segja í
svona máli. Dómsorð er ekki hlutur sem fer í
blöð, það birtast engar langar greinar þó það
falli dómsorð.
Þar sem séra Þórir telur sig vera opinberan
starfsmann sem verður fyrir árás vegna
starfa sinna, þá er nú höfðað opinbert saka-
mál á hendur Halli. Hvað finnst þér um þá
þróun, verði hún ofnaná, að blaðamenn
verði að fara sérstaklega varlega að opinber-
um starfsmönnum, öðrum mönnum frekar?
— Ég tel það alveg fráleitt út af fyrir sig að
opinberir starfsmenn séu eitthvað betur
verndaðir gagnvart þessum hlutum heldur
en aðrir. Ég get ekki séð að opinber starfs-
maður hafi einhver meiri réttindi á þessum
vettvangi en aðrir. Og ég vísa aftur til þessar-
ar almennu stjórnmálaumræðu, sem oft er
Indriði G.Þorsteinsson.
alveg svívirðileg. Og það segir enginn orð.
Það mætti t.d. segja að ráðherrar séu opin-
berir starfsmenn, en ekki eru þeir í málaferl-
um. Sannleikurinn er einfaldlega sá að mála-
ferli út af skrifum eru að mestu lögð niður.
Þau voru tíð, einkanlega á fyrsta hluta aldar-
innar, en eru að mestu aflögð í dag. Menn
eru jafnvel hættir að stunda málaferli út af
kjaftshöggum, eins og svo algengt var í lok
19. aldarinnar, þegar bændur slógust með
hnefunum á sunnudögum, að aflokinni
messu.
— Fyrir okkur sem störfum á blöðunum
er prentfrelsið afskaplega mikils virði. Og
við viljum verja það með oddi og egg. Og það
var það sem ég bar fyrir mig hjá rannsóknar-
lögreglunni. Grein Halls var birt í nafni
prentfrelsis.
— Nýlegt dæmi um aðför að ritfrelsinu
eru ofsóknir múhameðstrúarmanna gagn-
vart rithöfundinum Rushdie, sem skrifaði
bókina „Sálmar satans“. Það á bara að skjóta
hann. Það er sannfæring mín að ef einhver
skrifar yfir markið þá falli orðin um sjáf sig,
og verða meinlaus fyrir vikið“, sagði Indriði
G. Þorsteinsson að lokum.
Kristján Ari.
Einar Kárason, formaður Rithöfundasambands íslands:
Varhugaverð þróun í átt til ritskoðunar
Ég tel enibætti ríkissaksóknara vera
komið inn á mjög hálar brautir með því að
höfða opinbert sakamál vegna gagnrýninna
skrifa um opinberan starfsmann. Ég fæ óm-
öglega skilið hvers vegna opinberir starfs-
menn umfram aðra eru undanþcgnir gagn-
rýni í fjölmiðlum, sagði Einar Kárason
þegar Þjóðlíf innti hann álits á ákæru ríkis-
saksóknara á hendur Halli Magnússyni,
blaðamanni hjá Tímanum.
— Við hjá Rithöfundasambandinu
stöndum vörð um ritfrelsi, enda óaðskilj-
anlegur hluti mannréttinda. Og á grund-
velli þessa samþykktum við f stjórn Rithöf-
undasambandsíns ályktun þar sem við vör-
uðum við þessari þróun mála:
„Að tilhlutan séra Póris Stephensen, stað-
arhaldara í Viðey, hefur ríkissaksóknari nú
höfðað mál á henditr Halli Magnússyni
hlaðamanni. vegna greinarinnar„Spjöll
unnin á kirkjugarðinum í Viðey“, sem birt-
ist ( Tímanum 11. júlí 1988. Stjórn Rithöf-
undasamhandsins álítur að endurtekinn
málarekstur af þessu tagi beri vott um mjög
varhugaverða þróun í átt til ritskoðunar.
Opinberir embœttismenn eiga ekki að vera
hafnir yfir opinbera gagnrýni og þeir sem
um störf þeirra fjalla ífjölmiðlum, verða að
geta gert það án þess að eiga yfir höfði sér
stefnu frá ríkissaksóknara. “
— Þessi ályktun var samþykkt einróma
og að baki henni liggur full alvara. Þetta
eru í raun og veru fyrstu viðbrögðin af okk-
ar hálfu, og við erum að athuga það þessa
dagana hvernig við getum fylgt málinu enn
frekar eftir, sagði Einar Kárason formaður
Rithöfundasambandsins að lokum.
Kristján Ari.
15