Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 76

Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 76
BÍLAR Hinsvegar ef aðeins eitt hjól á hvorum öxli þ.e. að framan og að aftan hefur grip þá spóla lausu hjólin en þau með gripið standa kyrr. Hvað veldurþessu? Mismunadrifið, en sú uppfynding er tilkomin vegna aksturs á vegum sem gefa gott grip og leyfir hjólunum að snúast mishratt en það er nauðsynlegt vegna þess að hjólin sem utar eru í beygjunni fara lengri leið en þau innri. Væri mismuna- drifið ekki til staðar þá tæki bíllinn engar beygjur hver svo sem vilji ökumannsins væri. Og svo er það driflæsingin Bíl með drifi á öllum fjórum hjólum sem ekið er t.d. á þurru malbiki líður allsæmilega svo lengi sem ekið er beint áfram. Sé einhver stærðarmunur á hjólum hans jafnar mis- munadrifið það út. Þegar kemur að því að taka beygju þá hefjast átökin. Ekkert hjóla bílsins fer jafnlanga leið fyrir hornið og öll eru þau misjöfn að stærð, hjólbarðarnir eru jú loftfylltir gúmmíhringir sem láta undan þunga. Nú skulum við líta á tvær endurbætur fjórhjóladrifsbíla, sem að vísu voru hugsaðar vegna aksturs á hraðbrautum en koma sér prýðilega í akstri við íslenskar aðstæður af öllu tagi. Önnur hugmyndin eða endurbótin lýtur að því að deila drifkraftinum á milli fram- og afturássins (eða afturdrifsins) eftir þörfum hverju sinni, en hin hugmyndin lýtur að því að læsa drifi viðkomandi áss (drifs). Hvorut- Seigju-tengi. I.Drifskaft frá gírkassa. 2-Hús. 3.Diskar, tenntir utanvert.4.Diskar, tenntir innan- vert. 5.Lok. 6.Öxull tii afturdrifs. veggja á að gerast á sjálfvirkan hátt. Báðar þessar hugmyndir hafa verið til staðar lengi, t.d. vita flestir ökumenn Lada Niva, rúss- nesku fjórhjóladrifsbílanna, að í millikassan- um er venjulegt mismunadrif, sem að öllu jöfnu deilir drifkraftinum til framm og aftur ásanna, en í ófærð verður að gera það óvirkt því annars gæti í raun farið svo, að ef eitt hjólanna missti gripið, þá mundi það eitt snúast, en hin þrjú sem grip hefðu standa kyrr. Á sama veg er farið með driflæsinguna. Slíkur búnaður hefur tíðkast um langan ald- ur í vörubílum og dráttarvélum. Pessar drif- læsingar eru handvirkar og hið mesta þing í erfiðri færð, en á vegum þar sem viðspyrna er góð eru þær hinir háskalegustu gripir vegna þess að bíll með læstu já virkilega læstu drifi tekur helst engar beygjur, munið, hjólin fara mislanga leið þegar farið er fyrir horn. Þá hafa tíðkast drif með því sem nefna má takmörkuð læsing (limited slip) í slíkum drifum er það gormkraftur eða átakið í mis- munadrifinu sem leitast við að flytja kraft frá því hjóli sem spólar til þess sem hefur grip. Nú, nú, eins og Steinþór bóndi á Hala sagði, hvernig væri að koma sér aftur að efninu. Fyrri hugmyndin, þó hvorug sé númer eitt eða tvö og báðar geti verið alveg sjálfstæðar, er það sem kalla mætti seigjutengi (viscous coupling) sem þróaðist hjá Harry Ferguson og félögum hans í Englandi þegar þeir unnu að Formula Ferguson verkefninu, sem var einmitt það að gera nothæft fjórhjóladrif sem síðan lagði grundvöll að því sem nú tíðkast í þeim efnum. Af seigjutengi Eins og flestir snjallir hlutir þá er seigju- tengi aldeilis nauðaeinfaldur hlutur. Inn í sívalt hús gengur öxull, á þessum öxli eru tennur sem menn nefna gjarnan rflur, innan á sívalningi hússins eru sömuleiðis rflur. Inni í húsinu eru síðan flatir diskar með mörgum götum og að sjálfsögðu er gat í gegnum miðju allra diskanna, sem öxullinn gengur í gegn- um. Helmingur diskanna er síðan með tenn- ur á ytri brún sem ganga saman við tennurn- ar í húsinu en hinn helmingurinn með tennur DOMUR ATHUGIÐ Saumum dragtir á alla aldurshópa, einnig karlmannaföt. Yfirstærðir. Yið saumum líka úr þínum efnum. illiendál KLÆÐSKERI GARÐARSSTRÆTI 2, S 9M7525 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.