Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 11
INNLENT
„Opinber starfsmaður“
afstætt hugtak
Lítið hefur reynt á 108. grein almennu
hegningarlaganna hin síðari ár. Umrædd
lagagrein á rætur að rekja allt til hegningar-
laga sem sett voru 1869 og má því segja að
þessi sérstaka lagavernd opinberra starfs-
manna grundvallist á allt annars konar em-
bættismannakerfi en nú er við lýði. Vilja því
margir að þessi lagagrein verði felld úr gildi,
því óeðlilegt sé að opinberir starfsmenn nóti
meiri lagaverndar en aðrir.
I víðum skilningi hugtaksins „opinber
starfsmaður" er um að ræða tugþúsund ein-
staklinga hér á landi. í lögfræðihandbókinni
„Lögbókin þín“, eftir Björn Þ. Guðmunds-
son, lagaprófessor, segir m.a. um hugtakið
„opinber starfsmaður“ að það sé afstætt í
íslenskri löggjöf, þ.e.a.s. að það hefur ekki
sömu merkingu í öllum samböndum þar sem
það kemur fyrir. Samkvæmt samtölum sem
Þjóðlíf átti við lögfróða aðila bíður dómar-
ans það erfiða hlutskipti að ákvarða hvort
séra Þórir telst opinber starfsmaður í skiln-
ingi hegningarlaganna með því að skilgreina
hugtakið lagalega.
Árás eður eðlilegt aðhald?
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Þjóðlífs náð-
ist ekki í verjanda Halls, Ragnar Aðalsteins-
son, og fá álit hans á þessum deilum áður en
blaðið fór í prentun. í samtali við Þjóðlíf
segir Hallur Magnússon hins vegar að hann
sé fórnarlamb ritskoðunar í landinu þar sem
þetta mál er rekið sem opinbert sakamál og
hann eigi yfir höfði sér allt að þriggja ára
fangelsisdóm. „Hótun um slíkar refsingar
fyrir gagnrýni á embættismenn hlýtur að fæla
fólk frá eðlilegu aðhaldi með embættis-
mönnum fólksins".
í samtali við Þjóðlíf segir séra Þórir að sér
hafi ekki hugkvæmst neitt annað en að fara í
meiðyrðamál við Hall fyrst eftir að greinin
birtist, en sér hafi síðan verið bent á það af
lögfræðingi sínum að hér væri um opinbert
sakamál að ræða. Hann kveður ákvörðunina
um opinbera málsókn á hendur Halli vera
alfarið tekna af ríkissaksóknara.
Viðeyjargjöfin varð kveikjan
Skömmu eftir Viðeyjargjöf ríkisins ákvað
Reykjavíkurborg að verja umtalsverðum
fjárhæðum í að endurreisa byggingarnar í
Viðey í sem upprunalegastri mynd. Skipuð
var embættismannanefnd á vegum borgar-
innar, svokölluð „Viðeyjarnefnd", er hafa
skyldi yfirumsjón með framkvæmdunum. í
henni sátu þeir Þórður B. Þorbjarnarson,
borgarverkfræðingur, Hjörleifur B. Kvaran,
framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýslu-
stöðvar borgarinnar og Guðmundur P.
Kristinsson, forstöðumaður byggingadeildar
borgarverkfræðings.
Ákœrði, Hallur Magnússon blaðamaður:
w
Eg er fórnarlamb
ritskoðunar
— Ég er fórnarlamb ritskoðunar. Ég lít á
mig sem fórnarlamb tilhneigingar til rit-
skoðunar í þjóðfélaginu, ég vek athygli á
því að þetta mál er rekið sem sakamál, þar
sem ég á yfir höfði mér allt að þriggja ára
fangelsi. Hótun um slíkar refsingar fyrir
gagnrýni á embættismenn hlýtur að fæla
menn frá eðlilegu aðhaldi að embættis-
mönnum fólksins, sagði Hallur Magnússon
blaðamaður á Tímanum í spjalli við Þjóð-
líf.
Af hverju tekur ekki í útrétta sáttarhönd
séra Þóris?
Það er vegna þess að þetta var ekki útrétt
sáttarhönd, heldur harkaleg hótun. í stað
þess að hafa santband við mig og fara fram
á leiðréttingu á því sem hann taldi ekki rétt
í greininni, sendi lögfræðingur hans mér
bréf, þar sem mér er hótað fangelsisvist,
fjárútlátum auk þess sem ég eigi að bera
lögfræðikostnað vegna málsins. Þetta var
nú sáttarhöndin. Hann gaf mér með öðrum
orðum kost á því að lýsa sjálfan mig algeran
ósannindamann.
Lítur þú sjálfur á þetta mál sem grund-
vallarmál gagnvart ritskoðun í iandinu?
— Já, því séra Þórir velur þessa leið, að
reka málið sem opinbert sakamál, í krafti
þess að telja sig opinberan starfsmann í
stað þess að krefjast réttar síns eins og
venjulegt fólk þyrfti að gera undir þessum
kringumstæðum. Það er óþolandi að em-
bættismenn geti hótað að draga upp 108.
grein hegningarlaga til að komast hjá gagn-
rýni. Ef ég verð dæmdur eru óprúttnir em-
bættismenn komnir með hættulegt vopn í
hendur. Ég tel að séra Þórir hafi ekki vitað
Hallur Magnússon. Ég hef ekki ennþá
fengið svo mikið sem vísbendingu um
að það sé eitthvað rangt í grein minni.
hvað hann var að gjöra með þessari kæru,
því er auðvelt að fyrirgefa honum.
— Mér finnst furðulegt að embætti rík-
issaksóknara skuli hafa tekið þetta mál upp
fyrir séra Þóri og kann engar eðlilegar skýr-
ingar á því. Ég hef ekki ennþá fengið svo
mikið sem vísbendingu um að það sé eitt-
hvað rangt í grein minni.
Eftir á að hyggja —sérðu ekki eftir því að
hafa skrifað þessa harðorðu grein?
— Ég stend við öll atriði greinarinnar,
hún var skrifuð samkvæmt bestu vitund um
þessi mál eins og þau stóðu þá. Hitt er svo
annað mál að ég var e.t.v. óþarflega harð-
orður, oft má satt kyrrt liggja. Persónulega
er mér alls ekki illa við séra Þóri Stephen-
sen og vona að hann sleppi heill frá þessu
máli, sagði Hallur Magnússon að lokum.
- óg
Ráðning staðarhaldara í
Viðey
Þegar ljóst þótti að framkvæmdaáætlunin í
Viðey stæðist og styttast tók í verklok urðu
nokkrar umræður manna á milli um hvort
ekki yrði hafður staðarhaldari í eynni að fyrri
sið. Starfið var hinsvegar ekki á lausu því
hvorki borgarráð né borgarstjórn hafði fjall-
að um málið.
Það kom því mörgum borgarráðsmönnum
á óvart þegar séra Þórir Stephensen lýsti þvi
yfir í sjónvarpsviðtali þann 22. febrúar 1988
að hann væri staðarhaldarinn í Viðey. Þegar
á næsta borgarráðsfundi, sem haldinn var
þann 23. febrúar gerðu fulltrúar minnihluta
borgarstjórnar umrætt sjónvarpsviðtal að
umtalsefni og óskuðu skýringa á ummælum
séra Þóris. Til nokkurra orðahnippinga kom
en á fundinum reyndi Davíð Oddsson, borg-
arstjóri að bjarga málum fyrir horn með því
að leggja fram tilögu um að stofnað yrði til
stöðu staðarhaldara í Viðey og að séra Þórir
Stephensen yrði ráðinn í stöðuna.
Tillögur borgarstjóra voru samþykktar
þrátt fyrir óánægju minnihluta borgarráðs
yfir málsmeðferð. Þótti mörgum ólýðræðis-
lega að ráðningunni staðið, enda ekki aug-
lýst eftir umsækjendum, eins og tíðkast um
nýjar stöður.
H