Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 66

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 66
VIÐSKIPTI miöa útgjöldin við það sem til ráðstöfunar er og ekkert umfram það. Markmiðið sem útgjöldin eru miðuð við hjá einstökum stofnunum er því ekki sú tala, sem stendur í fjárlögum, heldur bæta stjórn- endur þeirra við í huganum einhverri fjár- hæð, sem þeir telja óhætt að eyða umfram heimildir. Hærri fjárveitingar í því skyni að skapa meira raunsæi í fjárlagagerð geta því komið fram í því, að stjórnendur opinberra stofnana telja sig geta aukið umsvif sín og farið jafn mikið fram úr heimildum og áður. Sama hugarfar hygg ég að ríkisstjórnin sjálf hafi (núverandi ríkisstjórn jafnt sem aðrar). Pótt ráðherrar séu með miklar heit- strengingar á haustdögum um hallalausan ríkisbúskap og aðhald, þá telja þeir óhætt að auka útgjöld umfram fjárlög þegar kemur fram á sjálft fjárlagaárið. Einhvern veginn virðist innbyggt í hugsun ráðherranna að hallalaus ríkisrekstur sé svo sem ágætt mark- mið, en sjálfsagt að fórna því fyrir önnur veigameiri sem koma jafnan upp þegar verið er að fást við vandamál líðandi stundar. Mér virðist að það séu einhver ósýnileg mörk í þessu sambandi. Ráðherrar telji t.d. halla á bilinu 2500 til 5000 milljónir króna (1%—2% af landsframleiðslu) vera í lagi. Petta þýðir að skattahækkanir í þvi skyni að eyða hallarekstri ríkissjóðs reynast þegar til kastanna kemur tæki til þess að auka útgjöld- in. Barátta gegn skattahækkunum er því ekki í sjálfu sér andstaða við hallalaus fjárlög, heldur barátta gegn enn auknum útgjöldum og viðspyrna gegn því að lenda inni í vita- hring eilífra útgjaldaaukninga og skatta- hækkana. Sé þessi kenning rétt, um að þeir sem reka hið opinbera hafi 2500 til 5000 milljóna króna halla sem eins konar núllpunkt, verð- ur að bregðast við samkvæmt því. Við fjár- lagagerð verður að standa sem lengst gegn skattahækkunum og halda fram aðhaldi í út- gjöldum eins og frekast er kostur. Almannahagsmunir óvinsælir Það er að sjálfsögðu ekki vinsælt verk að standa gegn auknum útgjöldum. Við höfum t.d. nú horft upp á áróðurinn frá heilbrigðis- geiranum vegna fyrirhugaðs sparnaðar á því sviði. Pessi áróður er dæmigerður fyrir það sem við er að eiga og því miður er hættan sú, að ráðherrar láti undan þrýstingi og gefi eftir í stað þess að láta áróðurinn yfir sig ganga. Útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist verulega á undanförnum árum og við tölum oft um hversu góða heilbrigðisþjónustu við höfum og um það eru allir sammála. Þessi útgjöld hafa ennfremur aukist hraðar en landsframleiðslan og heilbrigðisþjónustan hefur þess vegna tekið til sín stærra og stærra hlutfall af landsframleiðslunni þegar litið er til nokkurra ára í senn. Pað má reyndar segja að útþenslan hafi verið nokkurn veginn sjálfvirk frá ári til árs. Þegar svo gerð er tilraun til þess að lækka útgjöld um 4% hvort sem það er launakostn- aður eða annar kostnaður er í raun ekki verið að draga úr heildarumfangi þjónust- unnar. Miklu frekar er verið að spyrna við útþenslunni og halda henni í skefjum í eitt ár eða svo. Áróður þess efnis að slík viðspyrna sé ein- hver sérstök aðför að heilbrigðisþjónustunni er út í hött ef tekin er efnisleg afstaða til málsins. Og þegar yfirmenn heilbrigðisstofn- ana koma fram fyrir skjöldu og reyna að telja almenningi trú um að meiri háttar vandræði skapist fyrir sjúklinga og aðstandendur ef útgjaldaþenslan fær ekki að halda óhindruð áfram, lýsir það fyrst og fremst því hvernig stjórnendur þessir menn eru. Einkennilegast er þó að draga siðareglur lækna inn í þessa umræðu og telja sparnað- aráform vera brot á þessum siðareglum. Þekktir erlendir hagfræðingar hafa í skrifum sínum veitt því athygli, að ýmsar siðareglur lækna virðast koma þeim mjög vel fjárhags- lega. Alla vega er fróðlegt að íhuga þær Tekjuflokkar ríkisins árið 1988 Eignarskattar......................................................... 2.4 Tekjuskattar......................................................... 12.3 Skattar af framieiöslu og innflutningi ........................... 11.4 Söluskattur.......................................................... 45.9 ÁTVR ................................................................. 6.6 Launatengd gjöld ..................................................... 7.6 Aðrir óbeinir skattar ................................................ 8.1 Vaxtatekjur........................................................... 4.7 Arðgreiðslur.......................................................... 1.0 breytingar er yrðu á þjóðfélaginu ef aðrar stéttir tækju upp svipaðar siðareglur og læknar hafa. Þótt áróður gegn aðhaldi í ríkisútgjöldum sé sterkur og venjulega rekinn á þeim fors- endum að þeir sem fyrir honum standa hafa yfirburða faglega þekkingu miðað við þá sem reyna að halda um fjármálin, þá má ekki gefast upp fyrir þessum áróðri. Almanna- hagsmunir verða að eiga sér málsvara. Að borga — eða bera skatta Mikið hefur verið dregið inn í umræðuna um skattamál að undanförnu, að Island hafi lægri skattbyrði en margar nágrannaþjóðir. Þetta er satt og rétt en það réttlætir samt ekki skattahækkanir hér á landi. Þvert á móti eig- um við að vera fegin því að hafa sloppið við þær ógöngur sem ýmsir nágrannar okkar hafa lent í með sín velferðarkerfi. Uppstokkun íslenska skattkerfisins er þó hvergi nærri lokið. Staðgreiðsla tekjuskatts einstaklinga, er komin á og búið er að sam- þykkja lög um virðisaukaskatt. Veigamiklar breytingar voru gerðar á vörugjaldi og toll- um í ársbyrjun 1988 sem voru reyndar að hluta teknar til baka í ársbyrjun þessa árs. En ýmiss atriði eru eftir og sum tengjast aðlögun okkar að innri markaði Evrópubandalag- sins. Eitt veigamikið atriði sem við verðum að gera okkur grein fyrir við ákvaðanir um skattamál er að skilja muninn á því að borga skatta og bera skatta. I umræðunni virðist svo sem við höfum mestar áhyggjurnar af því hverjir borga skattana en miklu minni áhyggjur af því hverjir bera skattana í raun. Þó skiptir að sjálfsögðu miklu meira máli á hverjum skattarnir lenda á endanum en ekki úr hvaða vasa þeir fara til ríkisins. Allir skattar hafa efnahagslegar afleiðing- ar þar sem þeir kalla fram viðbrögð og tiltek- ið hegðunarmynstur hjá skattgreiðendum. Yfirvegaðar ákvarðanir um skattamál verða að byggjast á einhverju mati á þessum efna- hagslegu afleiðingum. Aðeins þannig getum við sagt fyrir um það hverjir bera skattana og á hverjum þeir lenda þá í raun og veru. Við skulum taka nokkur dæmi. Launa- skattur hefur t.d. bein áhrif á launagreiðslur fyrirtækja og virkar með sama hætti og flatur tekjuskattur á launatekjur. Þótt fyrirtækin borgi launaskatt lendir hann ekki síður á starfsfólkinu. Stimpilgjald er tekið af skulda- bréfum og víxlum. Þetta gjald er skattur á fjármagnsviðskipti og virkar því eins og skattur á fjármagntekjur eða fjármagns- gjöld. T.d. er skattur af víxlum 0.25% og þegar viðskiptavíxlum er velt mánaðarlega samsvarar þessi skattur 3% raunvöxtum á ári, sem renna í ríkissjóð. Á þessu ári er áætlað að stimpilgjaldið færi ríkissjóði yfir 1700 milljónir í tekjur eða meira en allur eignarskattur á einstaklinga. 66

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.