Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 40

Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 40
MENNING Drykkjarhorn frá 17.öld. í hring utan um hornið er ritað með höfðaletri: „Drekkið varlega". bragðbætis heldur vörðu þeir líka ölið skemmdum. Sama er að segja um einiber, þeim er rotvarnarefni. og kvörn. Áður var sérstakur brunnur við hituhúsið í Skálholti og var vatninu dælt úr honum inn í hituketilinn, þar sem hitað var í ölið. Þegar Diðrik frá Minden og menn hans voru drepnir þar á staðnum 1539 blæddi svo mikið í ölgerðarbrunninn, að biskup lét fylla upp í hann. Þó að ekki sé tiltekið sérstakt hitu- eða brugghús í úttekt Hóla við andlát Jóns Arasonar, þá sést þar að bruggáhöld eru geymd bæði í fatabúri og breiðustofu. Ölgögn sjást víða í miðaldaúttektum, t.d. er í eignaskrá Breiðabólstaðar í Fljótshlíð frá 1504 hituker, stór hituskál, hrostastampur, pípur, trekt og tunnur í ölgögnum. Á heimilum hefur ölhita væntanlega farið fram í eldhúsi, eða e.t.v. við útielda þegar þannig viðraði. Um miðjan desember 1252 var húsfreyjan í Stafliolti í Borgarfirði að ölgerð með ráðsmanni sínum að nóttu til og höfðu þau úti hitueldinn því þau vildu ekki gera reyk að þeim sem inni sátu, en Þorgils skarði og allt hans lið sátu við drykkju innan- húss. „Konu skal kenna til ölgagna ok allra þeirra hluta er henni samir að vinna“, segir Snorri Sturluson. Ölselju bregður fyrir Eglu, í veislunni frægu í Atley og gamall íslenskur málsháttur segir: Oft rís deila í öl- konu húsi. Konur hafa vafalítið gert öl á íslenskum heimilum. En hér hafa verið karlkyns iðnaðarmenn á þessu sviði ef mikið átti að hafa við, eins og oft hefur verið um kvennastörf. Þannig er í veislunni á Flugumýri talað um Þór- ólf ölgerðarmann frá Munkaþverá og fræg er sagan af Ölkofra sem gerði öl og seldi á Alþingi, en af þeirri iðn varð hann málkun- nugur öllu stórmenni, því að þeir keyptu mest mungát. „Var þá sem oft kann að verða - segir í sögunni — að ^mungátin eru misjafnt vinsæl og svo þeir er seldu“. Olgögn og ölhita Áhöld sem not- uð voru til ölgerðar voru kölluð ölgögn, eða hitugögn og voru á höfðingjasetrum sérstök hituhús til þessarar iðju í eldri tíð, eins og t.d. hituhúsið í Skál- holti og brugghúsið í Viðey, en í því eru 1553: 2 ölker, þriggja tunnu bruggketill, 4 pípur til að leggja sýru í, 1 stampur, 10 katlar vond- ir og góðir, 3 koparpottar vondir og góðir, 2 járnskálar, handkvörn o.fl. I hituhúsinu í Skálholti 1548 eru sömuleiðis katlar, skerðingur, ker Melta, meskja, hrosta og leggja undir kveikjur Ölgerðin fór þannig fram í stórum drátt- um: Ef menn notuðu heilt byggkorn, þurfti að byrja á að melta það. Það var þá látið liggja dálítið í vatni og síðan breitt út í hlýju til að spíra. Við spírunina verður til sykur sem gerlarnir nýta seinna í alkóhól. Þegar spírurnar voru orðnar nokkru lengri en kornin sjálf, var maltið orðið til. Það var síðan þurrkað, stundum á hellu yfir eldi, stundum við hægari hita, eða jafnvel úti í sól. Liturinn á ölinu fór eftir því hvernig maltið var þurrkað. Þannig varð öl úr sólþurrkuðu malti verulega ljósara en það sem bruggað var úr eldþurrkuðu malti. Þegar búið var að þurrka maltið, var það malað. Maltkvarnir sjást víða í eignaskrám frá miðöldum og malt er hér notað í alls konar viðskiptum, m.a. greiddar vígsbætur með því. Þegar búið var að mala maltið gat hin eig- inlega bruggun hafist, en aðferðin var í meg- inatriðum sú sama þó að vinnubrögð og áhöld hafi e.t.v. verið eitthvað mismunandi milli tímabila. Best var að láta maltið liggja dálítinn tíma í bleyti áður en sykurinn var leystur úr því, en það var gert með sjóðheitu vatni og kallað að meskja. Ur hitukatlinum var heitu vatni svo hellt eða ausið yfir maltið og hrært í lengi og vel. Hrostanum, eins og hræran hét nú, var síðan ausið upp í annað ker, hrostastampinn. Hann var með síu í botninum, oft þremur rimlum sem á var hálmur eða hrís. Úr hrosta- stampinum seig svo virturin, en svo hét syk- urlögurinn af maltinu, en hrostinn varð eftir ofaná síunni. Á þessu stigi bruggunar var humlaseyði hellt í virturina eftir að farið var að nota humla í öl. Annars var hún soðin og síðan látin í gangker til gerjunar, þar sem lagðar voru undir hana kveikjur — eða ger — þegar hitastigið var mátulegt. Ef til vill hefur gernum verið komið til í minna fláti til að flýta fyrir eins og menn tíðka gjarnan við heimabruggun nú í dag, og í Noregi eru frá gamalli tíð kveikstokkar til slíks. Eftir að gerinn var kominn í löginn var kerið oft byrgt til að halda jöfnum hita og ef allt gekk vel kom gangur í ölið þannig að eftir tilskilinn dagafjölda var hægt að tappa því á tunnur til geymslu. Meðan ölið var að gerjast settist ofaná það froða. Hún var veidd of- anaf, þurrkuð og geymd til að kveikja gang í næstu lögn. Þessi gerjunaraðferð er kölluð yfirgerjun, sem vísar til þess að gerinn flýtur upp, en sekkur ekki eins og þegar um undir- gerjun er að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.