Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 52

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 52
MENNING Magnús Jónsson, Bonna Sunberg og Niels Moller í óperunni II Trovatore eftir Verdi. Hún var frumraun Magnúsar á sviði Konunglega leikhússins í Kaupmannhöfn. Petta kom ákaflega flatt upp á mig, ég vissi ekki almennilega hvað ég átti að segja. Ég gat þó stunið því upp að ég væri að pakka ofan í tösku og á leið heim til íslands og spurði hvort ég gæti ekki bara fengið að halda þessu opnu. Ég var ekki tilbúinn að svara þessu á stundinni og áður en ég vissi af var samtalinu lokið. Auðvitað var algjört rugl að grípa ekki gæsina á meðan hún gafst, enda sagði ég við sjálfan mig þegar ég loks rankaði við mér á leiðinni til íslands: Djöfuls asni geturðu verið Magnús! Þúsundir söngvara gera allt hvað þeir geta bara til þess að fá að komast í prufusöng á Metrópólítanóperunni og ég sit hér í flugvélinni! Þetta er það eina sem ég sé eftir á söngferlinum. Þar með er ég alls ekki að segja að ég hefði komist inn, — en þetta var ákveðin upphefð. En mér fannst ég líka vera orðinn of gamall. Af þessu frétti enginn hérna heima fyrr en þrem mánuðum seinna að þetta barst eitt- hvað í tal uppi í Söngskóla. Jón Ásgeirsson heyrði þetta og varð alveg vitlaus og spurði hverslags andskotans fífl ég gæti verið! En svona er þetta. Tækifærin geta komið eitt augnablik og verið svo farin aftur. Og þegar þau koma þýðir ekkert að láta hlutina vefjast fyrir sér. Þegar ég var yngri gerði ég heldur ekkert í því að koma mér á framfæri við þessi stóru hús. íslenska óperan og Garðar Cortes Núna í mars voru liðin tíu ár frá því að ég tók þátt í fyrstu uppfærslu íslensku óperunn- ar. Þá fluttum við 1 Pagliacci í Háskólabíói við mjög erfiðar aðstæður, — æfðum t.d. á nóttunni því að húsið var setið á daginn og kvöldin. En í framhaldi af þessu verður íslenska óperan til, — mest fyrir bjartsýni og dugnað Magnús Jónsson í Rigoletto eftir Verdi. Boð um að prufusyngja á Metrópólítan Árið 1977 fór ég til Bandaríkjanna í söng- ferðalag og svo aftur ári síðar, fimmtugur að aldri. Þá var ég farinn að finna fyrir sjúkdómi sem hefur hrjáð mig síðan, — astma. Ég hélt konsert í New York sem mér fannst ganga vel og ætlaði daginn eftir heim til íslands. Nokkrum klukkustundum áður en ég átti að mæta út á völl var ég uppi á hótelherbergi að taka saman föggur mínar. Þá hringir Ivar Guðmundsson frá sendiráði íslands í Bandaríkjunum og segir mér að ég geti átt von á símtali frá Metró- pólítanóperunni, — menn það- an hafi verið að leita að mér. Það er nefnilega það, hugs- aði ég. En það stóð heima. Skömmu síðar hringir maður og kynnir sig sem einn af forráðamönnum óperunnar. Hann segir að kunningi sinn hafi verið á tónleikum mín- um kvöldið áður og hann hafi eindregið mælt með því að ég yrði fenginn í prufusöng. Hann hafi talið að ég ætti heima á sviði Met- rópólítanóperunnar ekki síður en ýmsir aðr- ir. Maðurinn frá óper- unni sagði að af prufu- söngnum gæti því miður ekki orðið strax þar sem undirbúningur undir veturinn væri í fullum gangi og sviðið því ásetið. Ég yrði að bíða í fjóra daga.

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.