Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 9
INNLENT
RITSKOÐUN
— eða óþolandi ærumeiðing
Opinbert sakamál er nú rekið fyrir Sakdómi
Reykjavíkur. Ákæruvaldið er ríkissaksóknari en
sakborningur er Hallur Magnússon, blaðamaður
og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Sakargiftin er brot á 108. gr. almennra
hegningarlaga. í henni segir m.a.: „Hver sem
hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í
orðum eða ærumeiðandi aðdróttanir við
opinberan starfsmann þegar hann er að gegna
skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af
því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt
að þremur árum“. Tilefni ákærunnar er
blaðagrein sem Hallur skrifaði í Tímann þann 14.
júlí 1988, þar sem hann gagnrýndi harkalega
framkvæmdir borgaryfírvalda á kirkjugarðinum í
Viðey sl. sumar. Dregur hann staðarhaldarann í
Viðey, séra Þóri Stephensen dómkirkjuprest, til
ábyrgðar og segir hann m.a. hafa unnið
skemmdarverk á garðinum. Telur athæfí hans
ókristilegt og vera af pólitískum toga en ekki
kristilegum náungakærleik. Séra Þórir telur að
veist hafí verið að æru sinni vegna opinberra
starfa sinna.
Áður en til málaferlanna kom hafði lög-
maður Póris Stephensen, Guðmundur Pét-
ursson, sent Halli bréf, dagsett 27. júlí 1988,
og krafist þess að hann dragi orð sín til baka.
Orðrétt segir í bréfinu: ...,,Nú hefur séra
Þórir tilkynnt mér, að ef þér fallist á að aftur-
kalla blaðagreinina opinberlega með yfirlýs-
ingu í Tímanum og biðjist velvirðingar og
afsökunar á móðgandi orðum yðar og meið-
andi ummælum, og greiðið lögfræðikostnað,
þá muni hann sætta sig við þá lausn, að sjálf-
sögðu með þeim fyrirvara að afsökunar-
beiðni yðar verði talin fullnægjandi af hon-
um og mér undirrituðum áður en hún birt-
ist.“
í samtali við Pjóðlíf kvaðst Hallur engan
veginn geta sætt sig við að vera stillt upp við
vegg með þessum hætti, enda stæði hann við
hvert orð sem í greininni stendur. Hallur
telur sig geta fært sönnur á mál sitt og hafn-
aði því þessum „valkosti“.
í kjölfarið sendi lögfræðingur séra Þóris
bréf (dags. 15 september 1988) til ríkissak-
sóknara þar sem borin er fram krafa um að
höfðað verði opinbert mál á hendur Halli.
Að auki er þess krafist að ritstjóri Tímans,
Indriði G. Þorsteinsson, verði látinn sæta
ábyrgð fyrir að breiða út meiðandi ummæli
um séra Þóri.
Lögmaður séra Þóris telur að þar sem veist
hafi verið að Þóri á ærumeiðandi hátt, sem
dómkirkjuprest og starfsmann Reykjavíkur-
borgar, falli málið undir almenn hegningar-
9