Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 72

Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 72
UPPELDISMÁL fær að vera eins lengi úti á kvöldin og hann vill, en síðan eru foreldrarnir að skipta sér af hárgreiðslunni, eða hvernig hann eigi að klæðast dags daglega. Þarna tel ég að ábyrgðin sem unglingnum er falin sé í röng- um hlutföllum." Eru þetta kenningar sem eiga að standast fullkomlega eða eru þetta aðeins tillögur seni þú leggur þarna fram? „Ekki get ég beint kallað þetta kenningar, heldur er þetta nokkuð sem reynst hefur mér hagnýtt í mínu starfi, bæði á Unglingageð- deildinni og áður sem skólasálfræðingur í mörg ár. í þessu starfi hef ég séð að hjá mörgum þeim fjölskyldum eða unglingum sem ég hef fengið til meðferðar er aðhald á heimilunum af skornum skammti. Þegar að- hald hefur verið skapað með tímanum, ein- hverjar reglur og mörk í kringum barnið, hefur allt farið að ganga miklu betur en áður. Það er m.a. út frá þessari reynslu sem ég hef sett fram mál mitt.“ Agi og stéttamunur Hefurðu orðið vör við að agi og uppeldis- aðferðir almennt séu mismunandi eftir stétt- um foreldranna? „Stéttir skipta töluverðu máli þegar hafð- ur er í huga sá tími sem foreldrarnir hafa fyrir barnið. Fólk úr verkalýðs- eða lægri milli- stéttum verður að vinna upp undir 12 klst. á sólarhring og það gefur augaleið að það fólk hefur lítinn tíma til að sinna uppeldinu. Að þessu leytinu er mjög illa búið að börnum í þessu vinnubrjálæðislega samfélagi. Sum börn þurfa t.d. að vera í gæslu hjá fjórum aðilum; áður en farið er í skólann, í skólan- um hjá kennaranum, í gæslu eftir skólann og síðan foreldrunum að lokum þegar þeir koma þreyttir heim um kvöldmatarleytið eða jafnvel seinna. Enginn þessara aðila ber heildarábyrgð á barninu nema foreldramir, örþreyttir eftir langan vinnudag. Hins vegar tel ég að fólk úr lægri stéttum hafi sama skilning á uppeldinu og aðrir, alla vega hér á landi. Ég hef heldur ekki orðið vör við að foreldrar úr lægri stéttum beiti öðruvísi aðferðum, hjá þeim eru refsingar og harðneskja ekki meiri en annars staðar." Jákvæður og neikvæður agi „I umfjölluninni skipti ég þessu niður í jákvæðan aga annarsvegar og neikvæðan aga hins vegar. Jákvæður agi tekur yfirleitt mið af þroska barnsins og foreldrar verða því að líta svo á að þarfir barnsins séu í fyrirrúmi, en það er ekki þar með sagt að það megi gera hvað sem það vill. Þessu fylgja jákvæð tengsl milli foreldra og barnsins, samskiptin verða góð og allir aðilar ánægðir. Með neikvæðum aga eru foreldrar á hinn bóginn að uppfylla eigin þarfir með valdi og yfirgangi. Foreldrarnir líta þannig á uppeld- ið sem samkeppni þar sem barnið er dæmt til að tapa. Ekki fylgja neinar sættir, heldur er barnið skilið eftir fullt heiftar og reiði sem það verður sjálft að losa sig við. Neikvæður agi getur haft slæmar afleið- ingar í för með sér þegar komið er fram á unglingsárin þegar einstaklingurinn finnur að hann öðlast meiri styrk sem brátt verður jafnmikill og foreldranna. Þá kemur þessi heift fram og er þá reynt að ná sínu fram gegn vilja foreldranna. Þarna er unglingnum alveg sama hvort jákvæð tengsl við foreldrana eru til staðar eða ekki. Ég hef orðið mikið vör við þetta á Unglingageðdeildinni; þangað koma margir unglingar sem aldir eru upp við strangan aga og refsingar og er þeirra megin- hugsun hvort verknaður sem þeir fremja komist upp eða ekki. Þeir hafa sem sagt ekki gert siðaboð foreldranna að sínum. Tvennt til viðbótar felst í neikæðum aga og er það í fyrsta lagi ofverndun, þar sem for- eldrar ráðskast með barnið í þeirri góðu trú að þeir séu að vernda það. í öðru lagi eru það flengingar sem eru vandmeðfarnar þar sem þær eru niðurlægjandi séu þær mikið notað- ar. Hins vegar skaðar ein flenging lítið ef foreldrið kemur síðan og sættist við barnið að eigin frumkvæði. Ég tel því að refsing með höfnun sé mun skaðlegri. Ef barnið er ekki tekið í sátt lítur það svo á að foreldrið hafi ekki fyrirgefið þessa uppákomu, jafnvel talar varla við það dögum saman eða er sí- fellt að minna það á eitthvert gamalt mál sem á að vera úr sögunni." Samábyrgðin horfin — sjálfsábyrgðin tekin við Er algengt að foreldrar í dag reyni að ala börn sín á svipaðan hátt og þeir sjálfir voru aldir upp? „Það held ég sé óhætt að fullyrða, eða þá að gera þveröfugt við það sem foreldrarnir gerðu, sérstaklega ef samskiptin við þá hafa verið neikvæð. Þetta með að foreldrar séu að aga börn sín er nokkuð nýtt fyrirbrigði. Hér áður fyrr var það sjálf lífsbaráttan sem var uppalandinn, foreldrar komu aðeins lítið við sögu. Raunveruleikinn krafðist þess af barn- inu að kunna að taka tillit til annarra, sam- ábyrgðin var mun meiri því fólk varð að standa sig við vinnu, annars fékk það ekkert að borða. Þessi samábyrgð er ekki lengur til staðar í okkar samfélagi, alla vega sést hún ekki svo vel á yfirborðinu.“ Eru þá börn í dag sjálfstæðari sem einstak- lingar en var hér áður fyrr? „Ekki veit ég hvort telja eigi þau sjálfstæð- ari, en hér á landi er einkennandi hvað þau þurfa snemma að bera ábyrgð á sjálfum sér í þessu flókna samfélagi og þar að auki bera ábyrgð á yngri börnum. í umræðum um hópa uppalenda er yfirleitt talað um fóstrur, kenn- ara og foreldra. En það er stór hópur upp- alenda í samfélaginu sem sjaldan eða aldrei er talað um og það eru börn og unglingar sem gæta yngri systkina sinna. Til dæmis 11 ára drengur sem látinn er sjá um þriggja ára bróður sinn, hann verður að sjá um hann þar til foreldrar koma heim, fara með hann á leikskólann, gefa honum að drekka o.s.frv. Oftar en ekki koma upp vandræði og situr sá eldri uppi með vanda sem hann er á mörkun- um með að ráða við. Þetta veldur mörgum börnum og unglingum á Islandi miklu hugar- angri," sagði Sólveig Asgrímsdóttir að lok- um. Adolf H. Petersen 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.