Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 44

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 44
MENNING í raunveruleikanum var það borgun til uppljóstrara sem kom upp um morðingjana. í myndinni er það eiginkona eins þeirra sem leysir frá skjóðunni. Konan sem giftist hatrinu. sína fyrri samstarfsmenn (Peter Biziou kvik- myndatökumann og Trevor Jones tónskáld, ásamt fleirum) og þrátt fyrir uppruna sinn (hann er Breti og býr í London og Los Ang- eles), þá tekst honum að gera heilsteypt listaverk um mannfólk og menningu sem er alveg sér á parti, menningu skorna í sundur af svörtum og hvítum lit, menningu brenni- merkta kynþáttahatri. Myndin verður sýnd í Háskólabíói. En rigningin slekkur eldinn Kvikmyndin Rainman, eða Regnmaður- inn, er á margan hátt mjög sérstök. Eftir að hafa gengið í gegnum hrikalegar þrengingar á handritsstigi og leikstjórastigi, þar sem leikstjórar eins og Martin Brest (Beverly Hills Cop, Midnight Run), Steven Spielberg (E.T., Raiders of the Lost Ark, The Color Purple, Empire of the Sun) og Syndney Poll- ack (Out of Africa, Tootsie), gáfust allir upp. Þá loks tókst Barry Levinson (Diner, Good Morning Vietnam), að samræma sjón- armið handritshöfunda og aðalleikara og ýta þessu verki úr höfn. En það má segja að það sé öðrum aðalleikara myndarinnar, Dustin Hoffman, að þakka að myndinni og hug- myndinni var ekki hreinlega hent á tímabili. Regnmaðurinn fjallar um bræðurna Raymond og Charlie Babbit, en Charlie er leikinn af Tom Cruise. í byrjun myndarinnar fylgjumst við með Charlie þar sem hann er við iðju sína, en það er bílabrask. Metnaður hans felst í að græða sem mesta peninga og komast áfram í lífinu á þann hátt. Hann frétt- ir að faðir hans sé dáinn og vongóður um vænan arf fer hann á fund lögfræðings, en fréttir þá aðeins að allur arfurinn hafi runnið til manns sem hann hefur ekki hugmynd um hver er, en fréttir síðar að sé bróðir hans sem hann hafði aldrei heyrt um. Charlie fer ásamt vinkonu sinni (Valerie Goliono), til að heimsækja bróður sinn á hæl- ið sem hann dvelur á, til þess að reyna að finna út hvernig hann geti náð alla vega helmingnum af arfinum. Til að gera langa sögu stutta, þá hreinlega „rænir“ Charlie eldri bróður sínum af hælinu til þess að reyna að fá umráðarétt yfir honum, því þá fær hann jú arfinn. Þeir bræður leggja síðan af stað í ferðalag til Los Angeles. En á leiðinni lenda þeir í ýmsum ævintýrum og Charlie kynnist bróður sínum og fer að meta lífið og lífsvið- horfin töluvert öðruvísi en hann hafði gert í byrjun. Hann kemst meðal annars að því að ein- hverfi bróðirinn hefur ótrúlega hæfileika á ýmsum sviðum. Hann getur lært símaskrána utan að á tveimur tímum, en hann kann samt ekki að nota síma. Hann getur lagt saman ótrúlegustu upphæðir, en skilur samt ekki muninn á dollar og „senti“. Hann hefur ótrú- legt minni en getur samt ekki notað sér það á nokkurn hátt. Hann er algerlega innhverfur, lifir í sínum eigin hugarheimi og virðist ekki geta haft eðlilegt samband við nokkurn mann. Snillingur lokaður frá umheiminum, í sínum eigin umheimi. Regnmaðurinn er sérstök fyrir Hollywood myndir vegna þess að hún er laus við alla klisju. Hún hefur engan „happy“-endi, en hún endar heldur ekki sorglega. Barry Lev- inson leikstjóri spilar á einfaldleikann og túlkun leikaranna til þess að ná fram sem trúverðugastri mynd af samskiptum þessara tveggja ólíku bræðra. Regnmaðurinn er fyndin, hlý mynd, krydduð stórkostlegum leik Dustin Hoffman, sem er hér í einu af sínum eftirminnilegustu hlutverkum, hlut- verki sem skilur eftir góðar minningar og bros á vör. En samt hlutverki sem vekur mann til umhugsunar í langan tíma á eftir. Hoffman hefur náð sér á strik eftir „skell- inn" Ishtar, sem var næstum algerlega mis- heppnuð gamanmynd og bauð ekki upp á það sem svona stórleikari sem hann er ætti að láta bjóða sér. Með Regnmanninum hefur Barry Levin- son leikstjóri fest sig í sessi sem einn athyglis- verðasti leikstjórinn í Hollywood í dag og með frábærri tónlist, góðum leik og góðri heildarmynd hefur hann gert „Regnmann- inn“ að þeirri stórgóðu skemmtun og augna- konfekti sem hún og er. Óskar og frændur hans Bæði Rainman og Mississippi Burning eru tilnefndar til Óskarsverðlauna og þegar þetta birtist þá er búið að skera úr um það hvor þeirra það er, eða hvort það verður einhver hinna þriggja (Working Girl, Dang- erous Liasons eða The Accidental Tourist), sem hlýtur verðlaunin. En þá er það hugleið- ing um Óskarsverðlaunin illræmdu. Oftar en ekki hafa margir ef ekki flestir verið ósam- mála um úthlutun þessara eftirsóttu verð- launa kvikmyndaiðnaðarins. Málið er það að það eru u.þ.b. 5.000 meðlimir kvik- myndaakademíunnar sem kjósa hverjir hljóta verðlaunin. Þessir 5.000 meðlimir verða auðvitað að sjá sem flestar myndir til þess að geta dæmt um hver eigi að hreppa hnossið. Það er hér sem hundurinn liggur grafinn. Þessar 5.000 manneskjur sjá nefnilega ekki margar þeirra mynda sem athyglisverðar eru, bæði vegna anna og vegna áhugaleysis, þær fara á þær myndir sem þær hafa heyrt um og sleppa síðan hinum. Ef þær fara þá á þessar svoköll- uðu athyglisverðu myndir. Tökum sem dæmi einn meðlim akademíunnar sem óskar nafn- leyndar. Hann hefur viðurkennt að af þeim 5 myndum sem eru útnefndar sjái hann kannski ekki nema 3. Þar af leiðandi getur hann ekki valið um nema þessar 3, og þar af leiðandi eru líkur hinna orðnar mun minni en ella. Þetta er jú stór galli á þessu fyrir- komulagi og gerir það að verkum að Óskars- verðlaunin eru mun ómerkilegri en þau ættu að vera. Það vekur t.d. töluverða athygli að hin stórkostlega mynd Dead Ringers, sem hefur hlotið mikið af verðlaunum hjá gagnrýnend- um og á kvikmyndahátíðum, fær enga til- nefningu, þrátt fyrir mjög góðan leik, gott 44

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.