Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 31

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 31
ERLENT Hans Scheike og konurnar hans vildu sína umheiminum hvernig hýðingarnar hans ganga fyrir sig. (kommunarrest). Peim er óheimilt að yfir- gefa Malmö og verða daglega að sýna sig á lögreglustöð í bænum. Ástæða þessa er að mennirnir eru grunaðir um aðild að þeim samtökum Kúrda sem PKK kallast og flokk- ast til hryðjuverkasamtaka. Þau eru einna þekktust fyrir það, að Hans Holmér, sem stjórnaði rannsókn Palme morðsins fyrsta árið, taldi og telur að innan raða þeirra sé morðingjann að finna. Raunar hafa samtök þessi framið nokkur morð í Evrópu en þar mun hafa verið um að ræða liðhlaupa er talið var að þyrfti að refsa. Kúrdarnir í Malmö neita því að þeir séu félagar PKK þó þeir segist hafa samúð með samtökunum. Það var sænska öryggislög- reglan, Sápo, sem fékk því framgengt að Kúrdarnir fengu þetta bæjarfangelsi og var það ríkisstjórnin sem ákvörðunina tók. Raunar voru Kúrdarnir dæmdir til að hverfa brott frá Svíþjóð en þar eð þeir komu frá Tyrklandi þótti ekki fært að senda þá úr landi að svo stöddu en bæjarfangelsið kom í stað- inn. Enginn venjulegur dómstóll hefur fjall- að um málið og enginn annar en Sapo, og svo ríkisstjórnin, veit á hverju hryðjuverka- stimpillinn hvílir. Guillou hefur margsinnis tekið á þessu máli án þess að fá nokkru breytt. En nú minnti hann fólk á hversu lengi Kúrdarnir heðu orðið að þjást án dóms og laga og verð- ur ekki annað séð en það hafi verið þetta sem hann átti við með tali sínu um sadískt of- beldi. Marga grunar því að hér séu fleiri en einn fiskur undir steini. Guillou hafi notað þátt sinn til að sýna samfélagið í spéspegli. Tiltölulega saklaust ofbeldi með samþykki allra verður til þess að leiðandi menn og konur á flestum samfélagsstigum reka upp ramakvein. Hins vegar skipti enginn sér af því óréttlæti og dómsmorði sem verið sé að fremja á Kúrdunum í Malmö. Engin breyt- ing hefur raunar orðið á högum Kúrdanna í kjölfar þáttar Guillous, svo hafi tilgangurinn verið að skapa umræður þar um, var verkið unnið til einskis. Því má svo hnýta hér aftan við að þetta tiltæki Guillous hefur bakað honum óvin- sældir meðal margra blómasala. Þannig er að sá siður tíðkast hér í Svíþjóð er páskar nálg- ast að menn kaupa hrísknippi og skreyta hí- býli sín með. Eru knippin sett í vasa og látin blómstra. Nú bregður hins vegar svo við að varla þorir nokkur maður að kaupa hrís af ótta við að vera álitinn eitthvað undarlegur kynferðislega! Lundi/lngólfur V. Gíslason Mikill úrval af vorlaukum og frœjum Höfum opið frá 10-19. Alla daga nema Sunnudaga 13-19 Næg bílastæði. GARÐSHORN M við Fossvogskirkjugarð SUÐURHLÍÐ 35 - 105 REYKJAVÍK SÍMI 40500 31

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.