Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 67
VIÐSKIPTI
Hærra þrep eignarskatts er greitt af þeim
sem eiga eignir umfram tiltekin mörk, en
það eru fyrst og fremst tvenns konar eignir
sem eru skattlagðar með þessum hætti, fa-
steignir og hlutabréf. Peir greiðendur sem
lenda í hærra þrepinu reyna því eftir megni
að flytja sig úr því með því að selja fasteignir
og með því að ekki eru gefin út jöfnunar-
hlutabréf í hlutafélögum. Hvort tveggja hef-
ur margvísleg áhrif á leigumarkaðinn og
samkeppnisstöðu fyrirtækja og aðgang
þeirra að nýju hlutafé. Þegar upp er staðið
hefur hækkun eignarskattsins því margvísleg
áhrif á atvinnulífið og því meiri þess lengur
sem hærra þrepið er við lýði. Pegar frá líður
verður slík skattheimta ákaflega dýr fyrir
þjóðfélagið. Virðisaukaskattur er greiddur
af þeirri verðmætasköpun sem á sér stað í
atvinnulífinu. í eðli sinu virkar hann eins og
flatur tekjuskattur á allar tekjur sem verða til
í atvinnurekstrinum — bæði launatekjur og
fjármagnstekjur.
Meginspurningar við
uppstokkun
Hér á landi höfum við skattkerfi, sem er
sérstætt miðað við aðra að því leyti að óbein-
ir skattar gefa um 15% og aðrar tekjur eru
um 5% í flestum öðrum ríkjum eru beinu
skattarnir þyngri, sérstaklega tekjuskattur
einstaklinga. Allgóð samstaða hefur ríkt um
grundvallaratriði í uppbyggingu íslenska
skattkerfisins að þessu leyti og enginn vilji
hefur verið fyrir því, t.d. að stórhækka tekj-
uskatt einstaklinga. Almenna stefnan hefur
verið sú að skattleggja eyðslu fólks frekar en
tekjur.
Þetta gerir m.a. það að verkum að vöru-
verð er almennt hærra á íslandi en í þeim
löndum sem við höfum mest samskipti við en
tekjur eftir skatta eru oft hærri hjá hinum
venjulega íslendingi. Við höfum líka hafnað
hinu gífurlega háu jaðarsköttum sem hafa
mjög dregið úr vinnufýsi ýmissa nágranna
okkar. Reyndar er hið nýja staðgreiðslukerfi
okkar með einni flatri prósentu mikið öfund-
arefni hjá þessum nágrönnum okkar.
Eitt það fyrsta sem við þurfum að svara í
áframhaldandi uppstokkun skattkerfisins er
hvort við getum haldið í þessa meginupp-
byggingu skattkerfisins sem við erum með,
þ.e. lága tekjuskatta á einstaklinga og háa
óbeina skatta. Samkvæmt hugmyndum
manna í EB á að samræma skattheimtu með
virðisaukaskatti og álögur á bensín og áf-
engi. Af því sem liggur fyrir í þessum efnum,
t.d. virðisaukaskattur með einu almennu
þrepi að lágmarki 17% og 4% —9% skattur á
matvæli og nokkra aðra vöruflokka, er ljóst
að við þurfum að breyta okkar virðisauka-
skattkerfi ef við ætlum að laga okkur að EB í
þessum efnurn. Ennfremur yrðum við lækka
skattheimu af áfengi og bensíni.
Ég hygg að við munum í lengstu lög vilja
komast hjá grundvallarbreytingu á skatt-
kerfinu og hækka tekjuskatt einstaklinga svo
um muni. Sjálfsagt verður virðiskaukasak-
attur á endanum í tveimur þrepum þótt það
sé e.t.v. ekki æskilegt fyrirkomulag og skapi
margvísleg vandræði. Virðisaukaskatturinn
verður nefnilega langstærsti tekjustofn ríkis-
ins og hann verður líklega að vera hærri en
ella vegna þess að það verður þörf á því að
lækka eða afnema nokkra „ruglskatta" sem
ríkið hefur því miður orðið háð tekjulega.
Skattur á fjármagnstekjur hefur nokkrum
sinnum komið inn í umræðuna. Af söguleg-
um og efnahagslegum ástæðum hafa þessar
tekjur ekki verið skattlagðar beint enda erf-
itt að skilgreina þær. Þær eru þó skattlagðar
óbeint með stimpilgjaldinu og sá skattur skil-
ar ríkinu meira en þrefalt hærri tekjum en
talað var um að tekjuskattur á fjármagn-
stekjur ætti að skila. Ennfremur hækkar
skattur á erlendar lántökur og sölu erlends
gjaldeyris fjármagnskostnað lántakenda.
Skattlagning á fjármagnstekjur svarar því
varla kostnaði þegar upp er staðið . Þó gæti
komið upp sú staða að við þyrftum að gera
eitthvað í málinu til samræmis við Evrópu-
bandalagið. Þar eru hugmyndir á lofti um
lágmarksskatt á þessar tekjur sem bankar
eiga að vera skyldugir til þess að draga af
innistæðueigendum.
Skattlagning á atvinnnurekstur mun koma
af mun meiri þunga inn í umræður og ák-
varðanatöku í skattamálum á næstu misser-
um en verið hefur að undanförnu. Fyrirtæk-
in í nágrannalöndum okkar búa flest við
betri samkeppnisstöðu hvað þetta snertir en
íslensk fyrirtæki. Sérstaklega voru skatta-
lagabreytingarnar um s.l. áramót afdrifarík-
ar og stórt skref aftur á bak. í þessum efnum
verður væntanlega alveg að snúa við blaðinu
fyrr en síðar.
Lokaorð
Mikilvægt er að ná tökum á útgjöldum
ríkisins og koma í veg fyrir sífelldar skatta-
hækkanir. Þetta er ekki síst mikilvægt nú þar
sem uppstokkun íslenska skattakerfisins
verður áframhaldandi viðfangsefni stjórn-
málanna. Við aðlögun okkar að innri mark-
aði Evrópubandalagsins þurfum við að svara
nokkrum grundvallarspurningum varðandi
uppbyggingu skattakerfisins. Við höfum náð
að skapa okkur sérstöðu í þessum efnum
með því að halda tekjusköttum einstaklinga
lágum en treysta þess meira á óbeina skatta.
Árangur við að halda útgjaldaaukningu
ríkisins í skefjum er lykilatriði í því að sæmi-
lega geti tekist til við að ljúka uppstokkun
skattkerfisins. Sífelld og óseðjandi þörf á
skattahækkunum eyðileggur svo mikið þá
viðleitni að endurskipuleggja kerfið sjálft.
Ég hygg að flestir vilji eins og unnt er halda
í þá skattalegu uppbyggingu sem við höfum
nú með lágum tekjuskatti. Þetta þýðir að
virðisaukaskatturinn verður enn þýðingar-
meiri tekjustofn. Ekki kæmi á óvart þótt val-
ið á endanum stæði á milli þess að hafa ann-
ars vegar lágan tekjuskatt og eins þrepa virð-
isaukaskatt eða hins vegar að hafa hærri
tekjuskatt og tvegga þrepa virðisaukaskatt.
Vilhjálmur Egilsson
Áskriftarsími
621880
67