Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 63
V í SI N DI
Endurnýjun í gömlum skógi. Birkið endurnýjar sig ekki einungis af fræi, heldur einnig
mynd, sem er frá Haukadal á Rangárvöllum.
birkifræ spírar yfirleitt ekki nema þar sem
eyður eru í gróðri eða þar sem gróður er
mjög lágur. Fræplöntur birkisins eru smáar,
vaxa hægt og þola illa samkeppni við annan
gróður. Jarðvegur verður að vera allstöðug-
ur, þ.e. hann má ekki blása frá rótum fræ-
plantnanna og ef frosthreyfingar eru miklar
vilja birkiræturnar slitna.
— Hér á landi eru víða svæði sem gera má
ráð fyrir að uppfylli þessi skilyrði. Par má
nefna jökulaura og land sem er að gróa upp
eftir uppblástur. Eg held að einnig megi ná
góðum árangri með sáningu birkis í land sem
grætt hefur verið upp með hefðbundnum
hætti, þ.e. með sáningu grasfræs og dreifingu
áburðar, ef birkinu er sáð í landið á réttum
tíma. Gróðurþekjan verður að vera orðin
það þétt að verulega hafi dregið úr frost-
hreyfingum en birkið verður að ná að vaxa
upp úr þeim gróðri sem fyrir er.
— Á grónu landi má trúlega koma upp
birki með sáningu ef gróðurþekja er rofin
með einhverjum hætti, til dæmis með ein-
hverskonar jarðvinnslu eða með því að
brenna sinu fyrir sáningu. Einnig kemur til
greina að nota sauðfé eða stórgripi til að
undirbúa jarðveginn. Beitin yrði að vera það
mikil að gróður verði snöggur og að opnur
myndist í gróðurþekju vegna traðks. Þcgar
landið hefur verið beitt í nokkurn tíma yrði
sáð í það og það friðað fyrir beit.
— Ég vil taka það fram að þessar aðferðir
hafa sumar hverjar ekkert verið reyndar hér
á landi en mér finnst vel þess virði að gerðar
verði tilraunir til að meta hvort mögulegt er
að koma upp birki með þessum hætti.
Nú er mjög í tísku að taka flag í fóstur.
Getur sá sem á slíkt fósturbarn grætt land
með því að safna birkifræi og sá í flagið, eða
er það of flókið og erfitt fyrir almúgamann?
— Ég tel að eiginleg flög séu að öllu jöfnu
ekki heppilegir sáningarstaðir fyrir birki.
Trúlega eru jaðvegshreyfingar allt of miklar
til að smávaxnar birkiplöntur lifi við slíkar
aðstæður. Ég held að það þurfi ekki að vera
of flókið fyrir fólk að safna birkifræi og sá
því. Þegar niðurstöður hafa fengist úr þeim
sáningartilraunum sem nú eru í gangi á að
vera unnt að leiðbeina fólki um hvernig
standa ber að birkisáningum og í hvers konar
með rótarskotum eins og sjá má á þessari
(Ijósm. Sigurður H. Magnússon)
land er best að sá til að ná árangri. Með þessu
er ég ekki að segja að fólk þurfi nauðsynlega
að bíða eftir þessum niðurstöðum, en gera
má ráð fyrir að árangur verði misjafn ef
þekkingin er af skornum skammti.
Með hvaða hætti getur almenningur lagt
birkilandgræðsln frekara lið?
— Almenningur hefur nú þegar lagt
þessu máli lið. Haustið 1987 óskaði Land-
græðsla ríkisins eftir samstarfi við skóla, fé-
lagasamtök og einstaklinga um söfnun birki-
fræs. Þessi söfnun tókst mjög vel og var end-
urtekin haustið 1988. Landgræðslan hefur nú
yfir að ráða umtalsverðu fræi. Fræsöfnunin
hefur gert henni kleift að hefja tilraunir með
húðað birkifræ með það fyrir augum að at-
huga áhrif húðunar á spírun og afföll. Eftir
því sem ég best veit er ætlunin að halda þessu
samstarfi áfram og nýta birkifræið m.a. við
kennslu í grunnskólum. Þannig kynnast
nemendur landgræðslustarfi í raun, en það
tel ég vera mjög æskilegt. Þetta mun væntan-
lega auka áhuga barna og unglinga á um-
hverfismálum sem síðar mun skila sér í bættri
umgengni við landið. — hþ
63