Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 61
íslenskar rannsóknir
VÍSINDI
Birki -
nýjung í
land-
Birkiö á barðinu. Dæmi um hvernig birkiskógar hafa látið undan síga í aldanna rás.
Rannsóknir sýna að birki er duglegur landnemi og getur af sjálfsdáðum breiðst út á
örfoka land við skógartorfur og myndað nýja skóga.
(Ljósmynd Borgþór Magnússon)
græðslu
„í þann tíð var ísland viði
vaxið milli fjalls og
fjöru.“
Hver kannast ekki við þessi orð? Þau eru
tákn um þær breytingar sem ætlað er að hafi
orðið á gróðurfari landsins allt frá fyrstu
öldum íslandsbyggðar. Menn hafa nú að
minnsta kosti í nokkra áratugi velt vöngum
yfir því hvað megi lesa úr þessari fullyrðingu
og sýnist sitt hverjum. Bæði er það að ekki
eru allir á einu máli um hversu mikill hluti
landsins hafi verið gróinn og eins hafa skoð-
anir verið skiptar um það hvernig þessi viður
var í reynd. Var hann hár og gróskumikill
birkiskógur eða var þetta ef til vill að miklum
hluta kjarr og víðirunnar? Hvað sem því líð-
ur hefur þessi umrædda fullyrðing Ara fróða
verið mörgum töm á tungu og hún verið eins
konar kjarni í þeirri umræðu sem farið hefur
fram.
í kjölfar umfangsmikilla breytinga á bú-
skaparháttum, aukinnar útivistar og al-
mennrar umræðu og vakningar um umhverf-
ismál hafa augu almennings í auknum mæli
beinst að þeirri hnignun sem orðið hefur á
gróðurfari landsins í „íslands þúsund ár“.
Nauðsyn gróðurverndar er ekki ný hugsjón.
Einna fyrstur til að vekja athygli manna á
hnignun skóga hér á landi var Oddur Einars-
son sem rakti helstu orsakir skógareyðingar í
Islandslýsingu sinni frá um 1590.
Frá þeim tíma hefur mikil jarðvegseyðing
átt sér stað víða á landinu. Um hana hefur
mikið verið rætt og ritað, bæði um orsakir
hennar og einnig hvernig megi græða upp
það land sem hefur orðið uppblæstri og jarð-
vegseyðingu að bráð. í tilefni ellefu alda
byggðar í landinu gaf þjóðin sjálfri sér um-
talsverða upphæð sem verja skyldi til gróður-
verndar og landgræðslu. Þrátt fyrir það
framlag, sem var mun meira en áður hafði
verið varið til landgræðslu, nægir það hvergi
til að græða sárin og ljóst er að þetta verkefni
er risavaxið hvernig sem á það er litið.
Skóglendi við landnám
Sennilegt er að skógar hafi til forna þakið
um eða yfir fjórðung landsins, en nú er áætl-
að að joeir vaxi aðeins á hundraðasta hluta
þess. Uttekt Skógræktar ríkisins hefur leitt í
ljós að rúmlega fjórðungur þessara skóga-
leifa er talinn í afturför, tæpur þriðjungur í
framför en það sem eftir stendur er staðnað.
Ljóst er að við svo búið má ekki lengur
standa. Nauðsynlegt er að gera sérgrein fyrir
því hvernig skógar endurnýja sig og við
hvaða skilyrði birki nemur land við skógar-
jaðra.
Rannsóknir á birki
Á Rannsóknastofnun landbúnaðarins hef-
61