Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 65

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 65
VIÐSKIPTI „Þekktir erlendir hagfræðingar hafa í skrifum sínum veitt því athygli, að ýmsar siðareglur lækna virðst koma þeim mjög vel fjárhagslega", segir Vilhjáimur Egilsson hagfræðingur í grein sinni fslenska skattkerfið áfram í uppstokkun Skattaálögur hafa hækkað verulega á íslandi á síðustu tveimur árum. Skattatekjur ríkis- sjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu eru á yfirstandandi ári áætlaðar 25.7% eða hærri en nokkru sinni fyrr. Á árunum 1982 til 1986 sveiflaðist þetta hlutfall í kringum 22% og hækkunin í krónum frá þessum tíma samsv- arar um tíu þúsund milljónum króna eða um 40000 krónum á hvern Islcnding ungan sem gamlan. Meginástæðan fyrir þessari hækkun er sú, að ekki hefur tekist að halda aftur af útgjöld- um ríkissjóðs og þetta er því uppgjöf að nokkru leyti. Samkvæmt fjárlögum á að vera afgangur á ríkisbúskapnum á þessu ári upp á rúmar 600 milljónir króna. Almennt er þó Vilhjálmur Egilsson framkvœmdastjóri Verslunarráðs Islands skrifar: reiknað með því, að það markmið feli í sér of mikla bjartsýni og auðvelt er að sjá fyrir at- burðarás sem skilar ríkissjóði í 5000 milljóna króna halla í stað afgangs. Hærri skattar —aukin útgjöld Þegar litið er til undanfarinna ára læðist að manni sú hugsun að hærri skattar leiði til meira aðhaldsleysis í útgjöldum. Þetta kem- ur fram með þeim hætti, að hugsun þeirra sem taka ákvaðarnir um útgjöld miðast við að finna út hversu langt má ganga í því að eyða umfram það sem aflað er, í stað þess að 65 L

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.