Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 26
SKÁK og áhugafólk búið að fá nóg af skák í bili. Spurningarnar eru margar, en þá ályktun verður að draga af þessu öllu að lítið tjói að efna hér til móta nema gert sé með pompi og prakt; stórmennum boðið og ekki horft í kostnað. Tilgangur mótshaldara, Skáksambands ís- lands — sem nefndi mótið í höfuðið á skaf- miðahappdrættinu, sem enn hefur fært skák- mönnum og handboltamönnum fátt annað en fyrirhöfn og áhyggjur— var sá helstur að gefa nokkrum piltum af kynslóð upprenn- andi stórmeistara tækifæri á að öðlast dýr- mæta reynslu og ná áföngum að alþjóðlegum titlum. Slík mót má hins vegar hafa allmiklu veikari og ódýrari. Fjarkamótið var nefni- lega mjög öflugt mót, þótt þar væri enginn Kasparov og enginn Tal. Með þrjá íslenska stórmeistara meðal keppenda, auk þriggja erlendra, grunaði engan að verið væri að efna til mesta leynimóts íslandssögunnar. Má nefna til samanburðar að slíkt mót teldist til stórviðburða í skáklífi nágrannalandanna ef þar væri haldið. Sprækur þrátt fyrir allt Sigurinn á þessu merkilega móti féll í skaut elsta keppandans, Júrí Balasjov frá Moskvu, sem stendur nú á fertugu. Júrí átti sér eitt sinn glæsilega framtíð á skáksviðinu, en flestir ætla að hún sé löngu liðin. Hann hefur skort úthald og staðfestu til að halda sér í hópi ofurmeistara, reyndar ekki verið sér- lega heilsuhraustur. Illar tungur herma og að hann hafi gengið vegi Bakkusar meira en skákgyðjunni Gaissu er þóknanlegt. Þótt árangur hans á mótinu hafi verið öld- ungis frábær, verður tæplega sagt að Júrí beri máltækinu „allt er fertugum fært“ gott vitni við fyrstu sýn. Maðurinn er dauflegur og þreytulegur með afbrigðum og skar sig mjög úr hópi annarra keppenda í allri framgöngu. Skákmönnum nútímans er að jafnaði ákaflega annt um líkamlega heilsu sína og atgervi og yfirleitt ekki svo merktir af lífsins raun um fertugt sem Balasjov. Taflmennska hans leiftraði heldur ekki af ferskleika, en hann tefldi af skynsemi og greip svikalaust þau tækifæri sem hann fékk. Að hann hafi haft dálitla heppni með sér er ekki í frásögur færandi; menn vinna ekki mót án þess. Fyrir síðustu umferð hafði Balasjov hálfan vinning umfram þá Helga Ólafsson og Mar- geir Pétursson sem báðir tefldu þarna sitt besta mót um nokkurn tíma. Helgi mátti sætta sig við jafntefli gegn Hannesi Hlífari, meðan Margeir sem öðrum fremur kann að bíta á jaxlinn þegar á ríður, tefldi sína bestu skák á mótinu. Margeir Pétursson — Karl Þorsteins Grunfeld-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Be3 c5 8. Dd2 Da5 9. Rf3 Rc6 10. Hbl a6 11. Hcl f5 12. d5 fxe5 13. Rg5 Re5 14. Rxe4 0-0 15. Be2 b6 16. 0-0 Bf5 17. Rg3 Bd718. Hfel Hae819. h4 Da4 20. c4 e6 21. d6 Rc6 22. h5 Rd4 23. hxg6 hxg6 24. Bh6 Hf7 25. Dg5! Dxa2 26. Dxg6 27. Kh2 Db2 28. Bd3 Kf8 29. Dh7 Rf3+ 30. gxf3 Bxh6 31. Dxh6+ Kg8 32. Re2 1-0 Greinilegt var að Balasjov fylgdist vel með þessari skák. Hún byggði upp trausta stöðu gegn norska ameríkananum Tisdall og virt- ist, þótt hann væri þreytulegur til augnanna sem endranær, ekki hafa mikið fyrir því að hrista snarpa sókn fram úr erminni þegar hann sá að hverju stefndi. Hann lagði Tisdall og hélt efsta sætinu óskiptu. Huldumótinu lauk með sigri fámálasta og hæglátasta keppandans. Áskell Örn Kárason TABAC ORIGINAL Sígildur ilmur fyrir alla herra alstaðar... Fjarkamótið. Haldið í Reykjavík 14-.28. febrúar 1989 1. Balasjov (Sovétr.) 9.5 2. Margeir Pétursson 9 3. Helgi Ólafsson 8.5 4. Jón L. Árnason 8 Eingorn (Sovétr.) 8 6. Karl Þorsteins 6.5 Þröstur Þórhallsson 6.5 Tisdall (Noregi) 6.5 9. Hannes H. Stefánsson 6 Watson (Englandi) 6 11. Hodgson (Englandi) 5.5 12. Sigurður D. Sigfússon 5 13. Björgvin Jónsson 3 Sævar Bjarnason 3 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.