Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 35

Þjóðlíf - 01.04.1989, Qupperneq 35
ERLENT Olof Palme endurmetinn Þrjú ár eru nú liðin síðan forsætisráðherra Svía var myrtur á götu úti í Stokkhólmi. Morðið og öll hin undarlegu eftirmál hafa þvingað Svía til margháttaðs endurmats á samfélagi sínu. Hingað til hefur Palme sjálf- ur þó að mestu sloppið við gagnrýna umræðu en svo virðist sem nú sé að verða nokkur breyting á. Ef til vill er nú það langt um liðið, að menn eiga orðið auðveldara með að átta sig á hvert framlag Palme var í raun og veru, og hvað er goðsögn. Ef fyrst er litið á þátttöku hans í alþjóða- málum mun það hafa komið mörgum Svíum á óvart hversu virtur Palme var víða um heim og þá sérstaklega í mörgum löndum þriðja heimsins. En þó svo afskipti hans af alþjóða- málum væru mikil ber að hafa í huga að erfitt eða ómögulegt er að benda á einhvern raun- verulegan árangur af því starfi. Ekki er hægt að binda nafn Palme við nokkurn alþjóða- sáttmála eða einhverjar þær samræður er á undan slíkum sáttmála hafi farið. Núverandi utanríkisráðherra Svía, Sten Anderson, er mun nær því að geta bent á raunverulegan árangur með starfi sínu við að fá ísraelsmenn og PLO til að ræða saman. Nú má að vísu segja að Palme hafi rutt braut- ina með sinni vinnu. Ef ekki hefði verið fyrir starf hans að alþjóðamálum hefðu Svíar ekki getað leikið það hlutverk er þeir gera í dag. En þetta breytir ekki því að mikilvægi Palme á alþjóðavettvangi virðist helst hafa verið táknrænt, en ekki er þar með sagt að það hafi verið gagnslaust, þvert á móti. Raunar virðist svo sem svipaða sögu megi segja af starfi hans í Svíþjóð. Ekki er unnt að benda á nokkra verulega endurbót á sænsku samfélagi sem beinlínis tengist Palme. Efna- hagslegt lýðræði er það sem liggur einna næst, en þær breytingar sem gerðar voru í þá átt ristu mun grynnra en Palme sjálfur hafði tilhneigingu til að halda fram. Lögin um samákvörðunarrétt (MedBestámmandeLa- gen) eru ágæt svo langt sem þau ná. Þau skylda atvinnurekendur til samráðs við verkalýðshreyfinguna áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Einnig veita þau verkalýðshreyfingunni rétt til upplýsinga um hag og bókhald fyrirtækja. En í raun gerðu lög þessi lítið annað en að festa í lög það upplýsingastreymi og samráð við verkalýðs- hreyfinguna sem flest stórfyrirtæki höfðu þegar hafið. Svipaða sögu er að segja af launþegasjóð- unum margfrægu. Þegar upp var staðið hafði í raun ekki annað gerst en að hópur verð- bréfasala var kominn í vinnu hjá hinu opin- bera við að fjárfesta tekjur launþega. Þetta þýðir að vísu að ríkisvaldið á auðveldara með að sjá til þess að arður fyrirtækja fari í fjárfestingar í stað einkaneyslu. Stýring á fjárfestingu verður líka auðveldari sem og möguleikar til að hafa áhrif á sjálfan verð- bréfamarkaðinn. En möguleikar hins al- menna launavinnumanns til áhrifa á fyrir- tækisstjórnun eru engu meiri. Að tala um efnahagslegt lýðræði í tengslum við laun- þegasjóðina er mjög langsótt, þó að vísu megi halda því fram að möguleikar þjóðkjör- inna fulltrúa til að hafa áhrif á gang efna- hagsmála hafi heldur aukist. Tengsl Palme við hreyfingu jafnaðar- manna, bæði sjálfan flokkinn og alþýðusam- bandið, voru ótvírætt styrkur hans. Hann var snillingur í ræðustól þegar honum tókst best upp og í pólitískum umræðum veittist honum auðvelt að finna höggstað á andstæðingun- um. Raunar var þetta bæði styrkur og veik- leiki. Jafnaðarmenn fylltust eldmóði en jafn- framt þjöppuðu átökin borgaraflokkunum saman. Palme tókst í ræðum og riti að gæða hugsjónir jafnaðarmanna slíku lífi að menn sáu í hillingum fyrirheitna landið. Verður eftirmaður hans trauðla sakaður um slíkt (enda borgararnir sjaldan verið jafn klofnir og þeir eru í dag). Innan raða jafnaðarmanna var Palme maður umræðunnar, hinna stóru sýna, fram- tíðardraumanna, frekar en hins hversdags- lega pólitíska starfs. Sem slíkur var hann mikilhæfur leiðtogi þó fátt áþreifanlegt virð- ist eftir hann liggja. Því hefur verið haldið fram að Olof Palme hafi verið táknmynd valdatöku tæknikrata, þeirra sem fyrst og fremst líti svo á að hlut- verk sitt sé að sjá til þess að ekkert fari úr- skeiðis. Minnstu máli skipti hvernig það samfélag líti út er stjórna á, bara að því sé stjórnað á sem átakaminnstan hátt. Allar pólitískar spurningar eigi sér tæknilegar lausnir, vandamálið sé aðeins að finna þær. Eitthvað er vafalaust til í þessari túlkun. Svo mikið er víst að sænskir kapítalistar eru Um þessar mundir eru liðin rúmlega þrjú ár síðan Olof Palme var myrtur. Þrátt fyrir gott orðspor á alþjóðavettvangi þá var hann ætíð umdeildur heima fyrir. ósköp ánægðir með að hafa jafnaðamenn við stjórnvölinn. Það er traust og öruggt, menn vita á hverju þeir eiga von og verkalýðshreyf- ingin er róleg. Borgaralegur sigur í þing- kosningum væri eiginlega bara til vandræða. Þetta er eðlilega ekki sagt opinberlega en kannanir meðal atvinnurekenda sýna að þannig eru viðhorfin í raun. Og sé litið yfir flokksleiðtoga dagsins í dag virðist svo sem þessi valdataka tæknikrata hafi átt sér stað í flestum flokkum. Sé slag- orðunum ýtt til hliðar virðist ekki svo stór munur á stefnumiðum flokkanna. Og það er til marks um hina raunverulegu samstöðu allra stjórnmálafylkinga um framtíð Svíþjóð- ar, þegar flokkar ganga hér til kosninga með höfuðvígorð sem snúast um rétt skólabarna til að fá hreinar og órifnar skólabækur. Eða að langlegusjúklingar eigi kröfu á að fá eigið herbergi á sjúkrahúsunum. Allt eru þetta góð mál og þörf. En er einhver þessu and- vígur? Eða er hér ekki bara um tæknilegan vanda að ræða? Hvenær er staða ríkissjóðs svo góð að við getum framkvæmt þessar breytingar? Sigur umræðunnar var ef til vill ósigur stjórnmálanna. Það er hálf kaldhæðnislegt ef þau verða eftirmæli Palme að hann hafi rutt þessum breytingum braut því fáir sænskir stjórn- málamenn voru jafn umdeildir og hann. Menn ýmist elskuðu hann eða hötuðu. En ef til vill var það persónan sjálf og hin „ós- ænska“ umræðutækni hans sem vakti þessar kenndir, frekar en raunveruleg stefna hans. Lundi / Ingólfur V. Gíslason 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.