Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 62

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 62
V í SI N DI Sigurður H. Magnússon við jaðar Bæjarstaðarskógar. í baksýn er Morsárjökull. í forgrunni sjást sjálfssánar ungar birkiplöntur, sem eru að nema land á lítið grónum aurum. (Ijósm. Borgþór Magnússon) ur frá sumrinu 1987 verið unnið að rannsókn- um á notagildi birkis við landræðslu. Þær eru unnar í samvinnu við Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins en þessar stofnanir vinna jafnframt að víðtækari athugunum á birki. Til rannsóknanna fékkst styrkur úr Vísindasjóði og þær hafa einkum verið í höndum líffræðinganna Sigurðar H. Magn- ússonar og Borgþórs Magnússonar. Rann- sóknir þeirra félaga hafa beinst að því að kanna fyrstu stig í tilurð birkiskóga, þ.e. hvað þarf til að skóglaust land klæðist birki- skógi og þá einkum áhrif svarðar og jarðvegs á spírun birkifræja og afföll ungra birki- plantna. Þeir sáðu birkifræi í mismunandi gróður- lendi og hafa fylgst með spírun fræs, vexti og afföllum kímplantna og hvort hægt sé að draga úr neikvæðum áhrifum á nýliðun með einum eða öðrum liætti. Helst kemur til greina að finna heppilegasta sáningartíma, gefa áburð og ef til vill rjúfa gróðurþekju áður en sáð er. Auk þess er ljóst að nota þarf fræ af heppilegum kvæmum því þau eru ólík að eiginleikum. íslenskar grunnrannsóknir á þessum þátt- um eru afar takmarkaðar, en að einhverju gagni kentur að kynna sér erlendar rann- sóknir og þær geta að minnsta kosti orðið leiðbeinandi við sambærilegar rannsóknir hérlendis. Hitt er ekki síður um vert að ýmsir brautryðjendur í skógrækt hér hafa komið birki til með sáningu og það með allgóðum árangri. Við Gunnarsholt á Rangárvöllum er svonefndur Gunnlaugsskógur sem óx upp af birkifræi sem Gunniaugur Kristmundsson sáði þar fyrir rúmum 40 árum. Fræið fékk Gunnlaugur hjá Ragnari í Skaftafelli. Upp af þessu fræi spratt vænn birkilundur og eftir að tré í honum urðu fræbær tók hann að breið- ast út með sjálfsáningu og birkið á þessum slóðum er enn að nema nýtt land. Kofoed Hansen skógræktarstjóri sáði birkifræi í algróna jörð en rauf með torfljá gróðurþekjuna á blettum og sáði þar í fræinu. Þessi aðferð tókst býsna vel og vitnar t.d. birkilundur frá 1928 á Stóru-Hámundar- stöðum á Arskógsströnd um það, svo og lundur við heimreiðina að Haukadal í Bisk- upstungum, sem sáð var til 1941. Þjóðlíf tók Sigurð H. Magnússon tali og spurði hann fyrst hvort hann telji að birki- sáning geti orðið raunhæf leið í landgræðslu? — Já, ég tel það. Birki hefur ýmsa eigin- leika sem gerir það hentugt til landgræðslu. í fyrsta lagi má nefna að birki er íslensk teg- und og er því aðlöguð erfiðum skilyrðum og því veðurfari sem hér ríkir. Einnig verður að telja það kost að birkið er frumherji, þ.e. getur komist á legg í landi sem er að byrja að gróa upp. En birki er ekki einungis frumherji heldur viðhelst það einnig lengi í gróðurrík- inu og myndar með tímanum allstöðugt gróðursamfélag, þ.e.a.s. birkiskóg. Hvers konar land niá helst græða upp nieð þessum hætti? — Þær tilraunir sem nú eru í gangi eiga meðal annars að gefa svör við slíkum spurn- ingum, en þar sem þeim lýkur ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum er ef til vill of snemmt að gefa einhlít svör á þessu stigi. Samkvæmt þeirri reynslu sem fengist hefur úr tilraunun- um hingað til, auk erlendra rannsókna og athugana, skiptir höfuðmáli að velja land sem ekki er algróið. Skýring þess er sú að 62

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.