Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 13
INNLENT
ari ákvað að höfða sakamál
una ekki hindra mig í því að láta sannleik-
ann í málinu koma í ljós.
Munt þú leita til annarra dómstóla, kom-
ist sakadómur að þeirri niðurstöðu að þú
sért ekki opinber starfsmaður í skilningi
108. greinar hegningarlaganna, en á því
byggir málssókn ríkissaksóknara?
— Já, það mun ég gera. Ég ætlaði upp-
runalega í einkamál gegn Halli, en þá var
mér bent á að leita álits ríkissaksóknara.
Ástæðan fyrir því að ég fór þessa leið er
ekki sú að ég eigi kost á einhverri vernd
ríkissaksóknara, heldur eingöngu til þess
að hreinsa mannorð mitt.
— Ég er ekki á því að opinberir starfs-
menn eigi að njóta lagalegrar verndar um-
fram aðra. Ég veit í sjálfu sér ekki hvernig
þessi lagagrein er hugsuð, en augljóslega er
hún sett til þess að vernda opinbera starfs-
menn fyrir aðkasti vegna skyldustarfa
sinna, en ekki vegna síns einkalífs eða
skoðana.
— Ég hef orðið var við það að ýmsum
þykir óeðlilegt að opinberir starfsmenn
njóti meiri lagaverndar en aðrir. M.a. hef-
ur Blaðamannafélagið og Rithöfundasam-
bandið ályktað gegn ríkissaksóknara í
þessu máli og talið hann með þessu vera að
stuðla að ritskoðun. Pessu er ég alfarið ós-
ammála. í 72. grein stjórnarskrárinnar er
skýrt kveðið á um það að hver maður eigi
rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti en
þó verði viðkomandi að ábyrgjast þær fyrir
dómi. í sömu grein segir jafnframt að rit-
skoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi
megi aldrei í lög leiða. Ríkissaksóknari ger-
ir þetta ekki að eigin frumkvæði, heldur að
beiðni minnar. Og á þann hátt fæ ég ekki
séð að verið sé að innleiða ritskoðun hér á
landi, nema síður sé. Málið snýst einfald-
lega um það að hreinsa mannorð mitt og á
því á ég rétt.
Þú lýstir því yfir í sjónvarpsviðtali að þú
hefði verið ráðinn staðarhaldari áður en
borgarráð hafði formlega samþykkt ráð-
ninguna? Hver er þín skýring á þessu?
— Af heilsufarsástæðum var ég farinn
að líta í kringum mig eftir öðru starfi. Da-
víð Oddsson, borgarstjóri, frétti af þessu
og hringdi í mig og spurði hvort ég treysti
mér til þess að gerast staðarhaldari í Viðey.
Ég tók þetta tilboð til yfirvegunnar og við
ræddum þetta aftur síðar. Það var síðan
fastmælum bundið að ég tæki þetta að mér í
eitt ár til að byrja með.
— ÉghyggaðDavíðhafiveriðbúinnað
nefna þetta óformlega við borgarráð, en
sjálfur hafði ég á móti þvi að Olafur Sig-
urðsson fréttamaður sjónvarpsins ætti
þetta viðtal við mig fyrr en búið væri að
staðfesta ráðninguna í borgarráði. Ólafur
leitaði stíft og endurtekið til mín um að fá
að taka þetta viðtal til að verða fyrstur með
fréttina. Ég færðist undan þessari ósk Ól-
afs, en eftir að Davíð gaf Ólafi samþykki
sitt fyrir viðtalinu féllst ég á þetta, enda
taldi Davíð að það væri nánast formsatriði
að ganga frá ráðningunni.
— í framhaldi af þessu get ég skýrt frá
þvi að á borgarráðsfundi 14. mars sl. var
ákveðið að ég yrði fastráðinn staðarhaldari
í Viðey og í kjölfarið sagði ég upp starfi
mínu sem dómkirkjuprestur.
í samtali við DV þann 12. júlí 1988 svar-
aðir þú fyrir framkvæmdirnar á kirkjuga-
rðinum í Viðey og sagðir þær löglegar og
þarfar. Finnst þér eftir á að hyggja að
nægjanlega vel hafi verið að framkvæmd-
unum staðið?
— Ekkert er fullkomið í heimi hér, en
það lá beinast við að ráðast út í þessar
framkvæmdir eins og lögin segja til um.
Samkvæmt þeim ber að auglýsa svona
framkvæmdir þrisvar sinnum í Lögbir-
tingablaðinu og útvarpinu. Framkvæmd
auglýsinganna var í höndum eftirlitsmanns
kirkjugarðanna í landinu og í sjálfu sér
hafði Reykjavíkurborg ekkert með þær að
gera.
— Ég get vel skilið að aðstandendum
Gunnars Gunnarssonar, skálds, hafi
brugðið illilega í brún þegar þeir sjá að það
er búið að umturna kirkjugarðinum. En
þarna hafði allt verið mælt út fyrirfram, til
að tryggja að hvert einasta leiði yrði mark-
að á réttum stað og það var að öllu leyti
komið til móts við óskir afkomenda Gunn-
ars Gunnarssonar varðandi frágang leiðis-
ins. Það er álit flestra þeirra sem hafa kom-
ið út í Viðey eftir að framkvæmdunum lauk
að lagfæringarnar á kirkjugarðinum hafi
verið til mikilla bóta. Og mér hefur einnig
borist til eyrna að afkomendur Gunnars
skálds séu ánægðir með núverandi útlit
garðsins. Og það þótti mér afskaplega vænt
um að heyra.
— Hvað varðar framkvæmdirnar í Við-
ey, þá átti ég afskaplega lítinn þátt í þeim.
Ég var fyrst og fremst ráðinn til að gefa
upplýsingar um sögu eyjarinnar og hafa
Sr. Þórir Stephensen staðarhaldari í
Viðey. Davíð Oddsson gaf Ólafi Sig-
urðssyni fréttamanni samþykki fyrir
viðtali við mig um ráðninguna áður en
borgarráð hafði samþykkt hana.
umsjón með þeirri þjónustu sem boðið er
uppá þar. Það voru aðrir en ég sem tóku
ákvarðanirnar. Sem staðarhaldari í Viðey
starfa ég einvörðungu sem fulltrúi Reykja-
víkurborgar og fer í öllu eftir vilja borgaryf-
irvalda.
Er unnt að bjarga æru manns með dóms-
orði?
— Já, það ætla ég að vona. Alla vega
vonast ég til að dómurinn komist að réttri
niðurstöðu. Ef grein sem svívirðir mann og
vegur að æru hans fær að standa, án þess að
henni sé svarað, þá hljóta menn að álykta
sem svo, að svona hafi maður verið. Og
slíkar ályktanir myndi fólk draga um
ókomna framtíð. Sjái menn hins vegar að
málið hafi komið til afskipta dómstóla, og
að ærumeiðandi orð hafi verið ómerkt, þá
held ég að það hljóti að teljast ákaflega
mikill ávinningur. Og sem betur fer er tek-
ið mark á dómstólum.
— Mér þykir afskaplega leitt að ekki
skuli hafa tekist að leysa þetta mál með
sáttum. Ég bauð Halli sættir, fyrst bréflega
og síðar í símtali, en hann hafnaði því. Ég
ber engan hefndarhug til Halls, enda höf-
um við átt ágæt samskipti síðan hann skrif-
aði greinina. Mér þykir það hins vegar afar
leiðinlegt að hann vildi ekki sættast því það
hefði forðað öllum málsaðilum frá óþæg-
indum. Mín sáttahönd hefur allan tímann
staðið útrétt og gerir það enn, sagði séra
Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey að
lokum.
Kristján Ari
13