Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 43

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 43
MENNING Eldurinn eyðir, fer brennandi um skóga og sléttur, hús og hjörtu. Regnið slekkur, græð- ir, byggir upp. Hlý vorrigning sem baðar sálina, jant sem líkamann. Tvær andstæðar höfuðskepnur, tvær and- stæðar kvikmyndir. Mississippi Burning og Rainman. Tvær ólíkar en magnaðar og áhrifamiklar kvikmyndir. Myrkustu afkimar sálarinnar á móti björtustu salarkynnum hennar. Byrjum í myrkri. Við erum stödd í Mississippi, árið 1964. Á myrkum vegi eru þrír ungir menn handteknir af lögreglunni fyrir „of hraðan akstur“. Tveir voru hvítir, einn var svartur. Mennirnir sá- ust aldrei aftur. í næstu sex vikur voru FBI menn að leita á svæðinu, kembdu skógana, mýrarnar, fenin, vötnin. Það var svo ekki fyrr en í ágúst, og það vegna 30.000 $ borgunar til upp- ljóstrara, að líkin fundust, grafin í jörð. Fjórum mánuð- um seinna voru 19 manns handteknir, þar á meðal lögr- eglustjóri umdæmisins og að- stoðarmaður hans. Og árið 1967 voru allir mennirnir, utan lögreglustjórinn, dæmdir fyrir morð, eða þátttöku í morði. 24 árum eftir þennan atburð kemur fram kvikmyndin Miss- issippi Burning, kvikmynd þar sem leikstjórinn Alan Parker (Midnight Express, Angel Heart), og handritshöfundur- inn Christ Gerolmo, koma með sína útgáfu á atburðun- um. Kvikmynd sem brennir sig inn í heilann og vitundina og skilur eftir andlegt svöðus- ár. Eins og í raunveruleikanum þá byrjar Mississippi Burning á atburðinum þegar ungu mennirnir eru handteknir og okkur er þeytt inn í atburðarás kynþáttahaturs og ofbeldis. Síðan tekur myndin sér skáldaleyfi og ýmsu er breytt og staðfært til að koma þessum atburðum í kvikmyndalegan búning. Atburðarásinni er þjappað saman og nokkrum nýjum persónum bætt inn í. En einmitt það olli töluverðum deilum og voru margir sem sögðu að Parker hefði,, nauðg- að“ sögunni og búið til yfirborðskennda Hollywood glansmynd af atburðunum, mynd sem ætti ekkert skylt við hina raun- verulegu atburði. Aðrir lofuðu og prísuðu myndina í hástert og ég verð að segja að ég skil ekki þær raddir sem voru á móti mynd- inni, því Mississippi Burning er hrottaleg, áhrifamikil lýsing á kynþáttahatri, og eins og aðalkvenpersóna myndarinnar segir: „Þegar þú hefur ncíð sjö ára aldri, þá trúirðu Ofbeldi og meira ofbeldi. Vegir mann- skepnunnar eru órannsakanlegir. Svört, sterk andlit í hinni mögnuðu kvikmynd Alan Parker. því efþér er sagt það nógu oft. Þú trúir hatrinu. Þú lifir í því. Þú andar því að þér. Þú giftist því. “ Aðalpersónur myndarinnar eru tveir FBI menn, leiknir af Gene Hackman og Willem Dafoe. Hackman er gaur af gamla skólanum, trúir á auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Dafoe hins vegar er ungi reiði maðurinn sem í þetta sinn fer algerlega eftir bókinni og vill leysa málið samkvæmt henni. Að sjálfsögðu verða árekstrar á milli þeirra sem leiða til upp- gjörs um starfsaðferðir og kyn- þáttahatur. Hackman er hér í sínu besta hlutverki í langan tíma. Laus við „smáborgarastórborgar- týpuna“ (Twice in a Lifetime, Hoosiers) og kominn aftur sem hinn harði, síglottandi, kaldlyndi (í þetta sinn) FBI maður (líkt og í The French Connection, The Conversat- ion). Hann spilar á frekar ró- legar nótur með háðsblik í augunum en „springur" svo þegar síst varir. Dafoe er laus úr píslarvætt- ishlutverkinu (Platoon, The Last Temptation of Christ) og sýnir mjög trúverðugan leik í hlutverki bókstafstrúarmann- sins sem gerir sér grein fyrir að í hinni,, svörtu“ Mississippi gilda aðrar leikreglur heldur en í stórborginni. Alan Parker heldur fast í Bræður á gangi á vegi regnmannsins. Vegi mannlegra samskipta. Hoffman og Cruise. Charlie og Raymond. Kvikmyndir Eldur og regn 43

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.