Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 14

Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 14
INNLENT með tollum af innfluttri landbúnaðarvöru og lækkandi niðurgreiðslum. Tryggja þarf að bændur komist á lífvænleg eftirlaun sextugir. Og nú er komið að því í tíma- áætlun 500 daga áætlunarinnar að dregið verði frekar úr niðurgreiðslum og hinir háu verndartollar verði lækkaðir. Um leið og niðurgreiðslur verða lækk- aðar verða bændum veittir tímabundnir framleiðslustyrkir. Síðar kemur að því að niðurgreiðslur verða alveg afnumdar. Tollar, sem eru B0%—40% á innfluttri landbúnaðarvöru verða notaðir til að efla ferðaþjónustu, landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd. Loks kemur að því að innflutningsbann á öllum unnum matvörum verði afnumið (samkvæmt GATT samkomulaginu). Há- ir tollar verða fyrst í stað í samræmi við þá meginhugsun sem fram kemur í áætlun- inni. Þessar breytingar krefjast þess auðvitað að ferðaþjónusta verði endurskipulögð, enda eru nú orðnar allt aðrar forsendur 500 DAGA ÁÆTLUN 1. des.1990 100 dagar 100 dagar Sjávarútvegur Undirbúið að allur fiskur verði seldur á íslensk- um mörkuðum. Samið við EBE um tolla á fiski. Öll einokun á útflutningi afnumin. Upphaf kvótaleigu, 15% leigt, 85% úthlutað til 200 daga. Kvótaleiga renni til Úreldingarsjóðs skipa og vinnslustöðva, en hann beiti sér fyrir framleiðniátaki og starfi einungis í 5 ár. Gjaldeyris, sjóða og bankamál Gjaldeyrisverslun einstaklingagefin frjáls. Starf- semi erlendra banka, tryggingarfélaga og fjár- festingasjóða heimiluð. Skilaskylda á erlendum gjaldeyri afnumin. Eftir- litshlutverk Seðlabanka eflt. Lífeyrissjóðir sam- einaðir (nema lífeyrissjóður bænda) og lífeyris- réttindi samræmd. Landbúnaðarmál Hömlur á verslun með fullvirðisrétt afnumdar. Útflutningsbætur afnumdar. Lífeyrissjóður bænda efldur - fé tekið af útflutningsbótum og niðurgreiðslum. Tollarog aðflutningsgjöld af að- föngum afnumin. Innflutningur á erfðaefni og kynbætur efldar. Framleiðniátak í mjólkurvör- uframleiðslu hafið. Veröjöfnun á íslenskum búvörum afnumin, bæði í framleiðslu og sölu. Heimilaður innflutningur á kartöflum, kjúklingum, eggjum og svínakjöti gegn háum verndartollum. Jarðakaupasjóður stofnaður, fjármagnaður með tollum og lækk- andi niðurgreiðslum. Opinber rekstur Uppstokkun á reikningshaldi ríkis og bæjarfé- laga sem geri opinberar stofnanir sjálfstæðari og auðveldi afkomumælingar í opinberum rekstri. Verkefni færð frá ríkinu til sveitarfélaga og byggðasamlaga. Opinberum stofnunum auðveldað með skipu- lagsbreytingum að umbuna fyrir vel unnin störf, þær starfi meira á eigin ábyrgð og starfsmanna sinna. Kostnaðarvitund efld meðal opinberra starfsmanna. Útboðum og verksamningum beitt í ríkari mæli. Annað Einkaleyfi samgöngufyrirtækja afnumin innan- lands. Hagkvæmniathugun á öflugu samgöng- uneti er þjóni breyttum atvinnuháttum. Lög um hlutafélög og hlutasamlög. Ný lög um gjald- þrotaskipti og dráttarvexti. Framkvæmdir vegna álvers að Keilisnesi hafnar. Eftirlit með starfsemi hlutafélaga eflt, stefnt að birtingu upplýsinga um afkomu. Ný lög gegn einokun og hringamyndun. Undirbúningur að næsta stóriðjuverkefni hafinn. 14 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.