Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 15

Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 15
fyrir uppbyggingu hennar og markmið- um. í lokastigi áætlunarinnar er gert ráð fyrir að fjármagni verði veitt til eflingar vænlegustu landbúnaðarhéraðanna og vinnslustöðvum landbúnaðurins heimil- aður innflutningur á erlendu hráefni. Þessi þróun mun leiða til tímabundinna erfiðleika á ýmsum svæðum. Þeim verður m.a. mætt með styrkjum til einstaklinga til endurmenntunar sem og frumkvöðlum við ný störf á landsbyggðinni. í lokin verður viðskiptahömlum á land- búnaðarafurðum að fullu breytt í tolla og aðflutningsgjöld. Öll önnur höft eru úr sögunni. Nú hafa orðið grundvallarbreyt- ingar á skipulagi landbúnaðarmála. Það segir sig auðvitað sjálft að þessar breyting- ar gera m.a. kröfu til þess að Heilbrigðis- eftirlit ríkisins verði stóreflt. Staðreyndin er nefnilega sú, að aukið frelsi gerir kröfu til tvenns: a) aukins eftirlits b) þéttriðnara öryggisnets fyrir einstaklinga. Þetta á við um væntanlega þróun á öllum sviðum efn- hagslífsins. - Leid íslands til markaðsbúskapar 100 dagar 100 dagar 100 dagar Allur fiskur seldur á íslenskum mörkuðum. Útlendingum heimiluð sala og kaup á þeim. Fjárfestingar útlendinga ífiskvinnslu heimilaðar ótakmarkað. Ný kvótaleiguskipti, 30% leigt, 70% úthlut- að til 200 daga Sjóðakerfi í útgerð og fisk- vinnslu aflagt að undanteknum Úrelding- arsjóði skipa og vinnslustöðva. Ný kvótaleiguskipti, 45% leigt, 55% úthlut- að. Innan 5 ára verði úthlutað minna en 10% af fiskikvóta án endurgjalds. Erlendar fjárfestingar heimilaðar á öllum sviðum. Leiga á fiskkvóta óheimil nema til íslendinga. Opinberir fjárfestingasjóðir at- vinnuvega lagðir niður. Úreldingasjóður og Jarðakaupasjóður starfi tímabundið. Fjárfestingasjóðir myndaðir til að styðja við bakið á starfsemi á borð við óperu, hljómsveitir og leikhús. Lánasjóði ís- lenskra námsmanna breytt í svipað horf og á Noröurlöndum. Fjárfestingar íslendinga erlendis heimilað- ar ótakmarkað á öllum sviðum. Ríkisbank- ar gerðir að almenningshlutafélögum. Dregið úr niðurgreiðslum og tollar lækkað- ir. Tímabundnir framleiðendastyrkir til bænda. Bændur komast á lífvænleg eftir- laun sextugir. Niðurgreiðslur afnumdar en framleiðenda- styrkir hækkaðir. Tollum og lækkandi nið- urgreiðslum varið til eflingar ferðaþjón- ustu, landgræöslu, skógræktarog náttúru- verndar. Vinnslustöðvum landbúnaðarins heimilaður innflutningur á erlendum hrá- efnum. Innflutningsbann afnumið á öllum unnum matvörum samkvæmt GATT-samkomu- laginu. Tollar lækki í áföngum. Heilbrigðis- eftirlit eflt. Styrkir veittir til endurmenntunn- ar einstaklinga og frumkvöðla í atvinnulífi á landsbyggðinni. Sementsverksmiðju, Áburðarverksmiðju og Landsvirkjun breytt í almenningshluta- félög. Verkefni flutt f rá því opinbera til sjálf- seignastofnana, sem verði í eigu ríkis, sveitafélaga, starfsmanna og fjárfestinga- sjóða. Launadeild fjármálaráðuneytis lögð niður í núverandi mynd. Hagstofa verið efld og annist allt opinbert eftirlit með atvinnurekstri svo sem hlutafé- lagaskrá og útgáfu á afkomutölum hlutafé- laga ársfjórðungslega. Dregið úr einokun ríkisins á sviði fjarskipta. Óbeinir skattar lækkaðir og aðstöðugjöld afnumin á hlutafélögum en beinir skattar haldast óbreyttir, en stefnt að lækkun þeirra. Heildaráætlun um báknið burtá 10 árum. Dregið úr einokunarrétti starfsstétta, svo sem lögfræðinga, verkfræðinga, iðnaðar- manna, lækna og kennara. Samkeppni aukin í sérfræðiþjónustu. Olíuverslun gefin frjáls. Útlendingum heimilað að keppa við ís- lensk fyrirtæki um samgöngur til og frá landinu. (sland gert að fríverslunarsvæöi. Hafin undirbúningur að uppbyggingu við- skiptalegs fjarskiptakerfis. Komið á fót alþjóðlegum hluta- og verð- bréfamarkaði. ÞJÓÐLÍF 15

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.