Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 15
fyrir uppbyggingu hennar og markmið- um. í lokastigi áætlunarinnar er gert ráð fyrir að fjármagni verði veitt til eflingar vænlegustu landbúnaðarhéraðanna og vinnslustöðvum landbúnaðurins heimil- aður innflutningur á erlendu hráefni. Þessi þróun mun leiða til tímabundinna erfiðleika á ýmsum svæðum. Þeim verður m.a. mætt með styrkjum til einstaklinga til endurmenntunar sem og frumkvöðlum við ný störf á landsbyggðinni. í lokin verður viðskiptahömlum á land- búnaðarafurðum að fullu breytt í tolla og aðflutningsgjöld. Öll önnur höft eru úr sögunni. Nú hafa orðið grundvallarbreyt- ingar á skipulagi landbúnaðarmála. Það segir sig auðvitað sjálft að þessar breyting- ar gera m.a. kröfu til þess að Heilbrigðis- eftirlit ríkisins verði stóreflt. Staðreyndin er nefnilega sú, að aukið frelsi gerir kröfu til tvenns: a) aukins eftirlits b) þéttriðnara öryggisnets fyrir einstaklinga. Þetta á við um væntanlega þróun á öllum sviðum efn- hagslífsins. - Leid íslands til markaðsbúskapar 100 dagar 100 dagar 100 dagar Allur fiskur seldur á íslenskum mörkuðum. Útlendingum heimiluð sala og kaup á þeim. Fjárfestingar útlendinga ífiskvinnslu heimilaðar ótakmarkað. Ný kvótaleiguskipti, 30% leigt, 70% úthlut- að til 200 daga Sjóðakerfi í útgerð og fisk- vinnslu aflagt að undanteknum Úrelding- arsjóði skipa og vinnslustöðva. Ný kvótaleiguskipti, 45% leigt, 55% úthlut- að. Innan 5 ára verði úthlutað minna en 10% af fiskikvóta án endurgjalds. Erlendar fjárfestingar heimilaðar á öllum sviðum. Leiga á fiskkvóta óheimil nema til íslendinga. Opinberir fjárfestingasjóðir at- vinnuvega lagðir niður. Úreldingasjóður og Jarðakaupasjóður starfi tímabundið. Fjárfestingasjóðir myndaðir til að styðja við bakið á starfsemi á borð við óperu, hljómsveitir og leikhús. Lánasjóði ís- lenskra námsmanna breytt í svipað horf og á Noröurlöndum. Fjárfestingar íslendinga erlendis heimilað- ar ótakmarkað á öllum sviðum. Ríkisbank- ar gerðir að almenningshlutafélögum. Dregið úr niðurgreiðslum og tollar lækkað- ir. Tímabundnir framleiðendastyrkir til bænda. Bændur komast á lífvænleg eftir- laun sextugir. Niðurgreiðslur afnumdar en framleiðenda- styrkir hækkaðir. Tollum og lækkandi nið- urgreiðslum varið til eflingar ferðaþjón- ustu, landgræöslu, skógræktarog náttúru- verndar. Vinnslustöðvum landbúnaðarins heimilaður innflutningur á erlendum hrá- efnum. Innflutningsbann afnumið á öllum unnum matvörum samkvæmt GATT-samkomu- laginu. Tollar lækki í áföngum. Heilbrigðis- eftirlit eflt. Styrkir veittir til endurmenntunn- ar einstaklinga og frumkvöðla í atvinnulífi á landsbyggðinni. Sementsverksmiðju, Áburðarverksmiðju og Landsvirkjun breytt í almenningshluta- félög. Verkefni flutt f rá því opinbera til sjálf- seignastofnana, sem verði í eigu ríkis, sveitafélaga, starfsmanna og fjárfestinga- sjóða. Launadeild fjármálaráðuneytis lögð niður í núverandi mynd. Hagstofa verið efld og annist allt opinbert eftirlit með atvinnurekstri svo sem hlutafé- lagaskrá og útgáfu á afkomutölum hlutafé- laga ársfjórðungslega. Dregið úr einokun ríkisins á sviði fjarskipta. Óbeinir skattar lækkaðir og aðstöðugjöld afnumin á hlutafélögum en beinir skattar haldast óbreyttir, en stefnt að lækkun þeirra. Heildaráætlun um báknið burtá 10 árum. Dregið úr einokunarrétti starfsstétta, svo sem lögfræðinga, verkfræðinga, iðnaðar- manna, lækna og kennara. Samkeppni aukin í sérfræðiþjónustu. Olíuverslun gefin frjáls. Útlendingum heimilað að keppa við ís- lensk fyrirtæki um samgöngur til og frá landinu. (sland gert að fríverslunarsvæöi. Hafin undirbúningur að uppbyggingu við- skiptalegs fjarskiptakerfis. Komið á fót alþjóðlegum hluta- og verð- bréfamarkaði. ÞJÓÐLÍF 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.