Þjóðlíf - 01.09.1990, Page 38

Þjóðlíf - 01.09.1990, Page 38
MENNING ÓPERAN í HÆTTU Söngvarar áhyggjufullir út afframtíð Islensku óperunnar. „Skömm af því ef hún deyr. “ „Spurning um það hvort við erum menningarþjóð eða ekki. “ „Margir kenna á morgnana, syngja við jarðarfarir eftir hádegi og í óperunni á kvöldin. “ Margir þeirra söngvara sem starfa er- lendis tóku út þroska sinn, ef svo má segja, í Islensku óperunni. Þar stigu þeir sín fyrstu skref á sviði eftir að skóla lauk. Sumir fóru hins vegar beint til óperu- húsa ytra en hafa margir hverjir komið heim og sungið í óperunni. Undanfarnar vikur hefur mikil umræða verið í fjöl- miðlum um vanda Islensku óperunnar, skuldir hennar og lífsmöguleika. Ekki er að undra að íslenskum söngvur- um erlendis verði u'ðrætt um hana og hafi þungar áhyggjur af framtíð hennar, — deyi hún hrynur um leið grundvöllur fyrir óperustarfi á íslandi. Menn segja að fari íslenska óperan á hausinn njóti íslending- ar í framtíðinni ekki krafta þeirra söngv- ara sem nú eru erlendis og flóttinn til út- landa haldi áfram. Og án söngvara verði engar óperur. „Flótti ungra söngvara til útlanda er af því að hér fá þeir ekkert að gera,“ segir Garðar Cortes. „Þeir þurfa að skipu- leggja líf sitt lengur en tvo mánuði fram í tímann. Menntun sína fengu þeir heima og erlendis, reynsluna í Islensku óperunni og þeir standast þær kröfur sem gerðar eru til söngvara yfirleitt. Þess vegna eru þeir kallaðir til starfa í útlöndum. En verði ekki fyllt upp í þá sprungu sem er að myndast verða það fáir frambærilegir söngvarar eftir hér á landi að íslenska óp- eran getur ekki sett óperur á svið. Ég er hins vegar sannfærður um það að flestir þeirra íslendinga sem eru að syngja ytra kæmu heim ef þeir fengju eitthvað að gera, — ég tala nú ekki um ef þeir yrðu fastráðnir. Þá hefðu þeir örugga vinnu hér á landi en gætu auk þess farið í nokkrar vikur á ári til þess að syngja við óperuhús ytra.“ Guðbjörn Guðbjörnsson er að feta sig af stað í útlöndum. Hann hefur ekki sung- ið í Islensku óperunni en ber hlýjan hug til hennar: „Ég er eindreginn stuðningsmað- ur íslensku óperunnar og og vil veg henn- ar sem mestan. Það væri dapurlegt ef það fólk sem búið er að byggja hana upp á liðnum árum fær ekki að vinna að viðgangi þessarar listgreinar áfram á Islandi. Það er skömm af því ef íslenska þjóðin ætlar að láta þetta fyrirtæki deyja drottni sínum. Mín hugmynd er sú að hún verði ríkis- ópera með ákveðnum fjölda stöðugilda líkt og Þjóðleikhúsið þannig að söngvarar hafi einhvern starfsgrundvöll. Hitt er annað mál að mér finnst við sem vinnum erlendis svolítið sniðgengin vegna þess að okkur er ekki gefinn kostur á að koma heim og syngja í nokkrum sýning- um þegar settar eru upp óperur. Verk- efnaval Islensku óperunnar miðast við ákveðna tegund af söngvurum og okkur þessum yngri er lítið hleypt að. Það verður kannski ekki talað við mann fyrr en maður er orðinn frægur, gerist það einhvern tíma, og þeir hafa ekki efni á að borga manni. Ef manni er hjálpað af stað er miklu fýsilegra að fljúga heim, syngja tvær til þrjár sýningar í óperunni upp á grínið og fá vasapening til að halda sér uppi á meðan. Það er ekki beint freistandi að koma og fá tíu þúsund kall fyrir kvöldið þegar fjögur hundruð þúsund krónur bjóðast erlendis, eins og gæti gerst eftir kannski tíu ár ef allt gengur að óskum. Þá sér maður litla ástæðu til að gera þeim greiða sem hafa ekki haft áhuga á að tala við mann fyrr.“ Hverju svarar Garðar Cortes óperu- stjóri þessari gagnrýni? Hvaða skoðun hefur hann á því að kalla söngvara að utan til að syngja nokkrar sýningar? „Þá komum við að áhorfendum," segir Garðar. „Ef þeir geta valið úr söngvurum, komið þegar þeirra uppáhaldssöngvari syngur og setið heima ef einhver ungur og óþekktur íslendingur eða útlendingur er í aðalhlutverki, bætist enn einn áhættuþátt- urinn við rekstur Islensku óperunnar. Við því má hún ekki eins og staða hennar er og hefur verið.“ En málið snýst ekki einvörðungu um það hvort íslenska óperan lifir eða deyr í núverandi mynd. Söngvarar hafa í gegn- um tíðina unnið þar nánast í sjálfboða- vinnu og orðið að hlaupa úr annarri vinnu á æfingar. Margir kenna á morgnana, syngja við jarðarfarir eftir hádegi og í óp- íslenskir óperusöngvarar Framhald af bls. 35 Sigríður Ella Magnúsdóttir og Garðar Cortes hafa verið hjá. Líklega er hún þó frægari fyrir það að sjá um að bóka í nokkrum löndum söngvara á borð við Richard van Allan, Katia Ricciarelli, José Carréras og Pavarotti. Þessi skrifstofa tekur ekki að sér marga unga söngvara en hugsar þeim mun betur um þá, sér um að þeir færist ekki of mikið í fang. Þau gera sér fyllilega grein fyrir því að ég er aðeins 25 ára gamall og á eftir að þroskast mikið sem söngvari þannig að þau leita uppi verkefni sem hæfa mér. Þau hugsa meira um framtíðina en hagsmuni dagsins. Góð umboðsskrifstofa er mikilvæg því að þegar á hólminn er komið skynjar maður fyrst hvað heimurinn er stór og hversu mikið þarf til að koma sér á framfæri.“ Gunnar nýtur þess einnig að hann komst fyrir þremur árum undir handarjaðar Nicolais Gedda en hann er án vafa einn frægasti tenór fyrr og síðar. „Hann hefur tekið mig í tíma og gefið mér góð ráð. Ég get hringt í hann hvenær sem er og borið undir hann tilboð sem mér bjóðast." I' slenskum söngvurum líður greinilega vel erlendis. Þar geta þeir lifað ágætu lífi af list sinni. Ljóst er að fleiri hyggja á utanför; Signý Sæmundsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir sögðu báðar í samtali við Þjóðlíf að það væri kominn ferðahugur í þær. Fjölgun íslenskra einsöngvara erlendis vekur óneitanlega spurningar um framtíð óperulífs á íslandi, — hvað gerist ef fremstu einsöngvarar þjóðarinnar kjósa að starfa erlendis? Verða einhverjir eftir til að setja upp óperur? 0 38 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.