Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 46
UMSJÓN: GUNNAR H:. ARSÆLSSON Vaya Con Dios: Night Owl Fortíðarfíkn Það er svolítið skrýtin saga hvernig þetta gamaldags band byrjaði. Það var þannig að vin- ur söngkonunnar Dani Klein og kontrabassaleikarans Dirk Schouf var að opna fataversl- un í Brussel og bað þau um að spila við opnun hennar. Þau gerðu það og spiluðu eingöngu gamla slagara. Síðan eru liðin fjögur ár og tvær plötur; „Náttuglan“ er önnur í röðinni. Og á meðan gerð hennar stóð bættist einn meðlimur við dúettinn, Jean Michel Gielen píanóleikari. A plötunni ræður fortíðarfíknin ríkjum og við hlustun hennar læðist að manni sú tilfinning að ártalið sé nær 1940 en 1990. Mér finnst söngurinn á stund- um líkur söng Edith Piaf og er það allt í fína lagi. „Vaya Con Dios“ eru undir áhrifum frá klassískum tón- listarstefnum, jassi, blús, sál- tónlist og jafnvel sígaunatón- list. En þessa plötu getur mað- ur ekki sett á hvenær sem er, en mér dettur í hug að hún fari helv... vel saman við rauðvín og osta. HLJÓMPLÖTUR Elvis, Guð og við hin Prefab Sprout: Jordan: The Comeback Ennþá eru menn að velta því fyrir sér hvað hafi orðið um „Kónginn“, Elvis, hvort hann sé dauður, lifandi, hér á jörð- inni, á Mars og þar fram eftir götunum. Einn þeirra er skoti að nafni Paddy McAloon og leiðir bestu poppsveit sem Skotland hefur getið af sér til þessa dags að mínu mati, „Prefab Sproul“. í titillaginu gerir Paddy, sem semur öll nít- ján lög og texta plötunnar, ráð fyrir því að Elvis sé á lífi í Las Vegas og bíði eftir réttu lagi til þess að snúa aftur. Og það eru meiri amerísk áhrif á plötunni, rétt eins og á síðustu plötu P. S, „From Langley Park to Memphis“. í lögunum „Jesse James Symphonyt‘/„Jesse Ja- mes Bolero“, er t.d. fjallað um lífsferil þess fræga ameríska útlaga. Reyndar leita þessi þrjú lög mjög stíft undir geislann, en perlurnar eru fleiri, s.s. „One of the Broken,“ þar sem Paddy er hvorki meira né minna en Guð sjálfur, og rifjar upp þá tíma þegar lítið mál var að ná sambandi við hann; „All the World loves Lovers“ sem er ljúfsár ballaða og „Scarlet NightJ', sennilega næsti smellur plötunnar. I textanum kemur meðal annars áin Jórd- an fyrir, en hún ásamt nafni hljómsveitar Elvis sáluga (?), „The Jordanaires“, eru víst aðalástæður fyrir nafngift plöt- unnar. Textana skreyta Paddy McAloon (gítar og aðalsöng- ur), bróðir hans, Martin (bassi), Wendy Smith (söng- ur) og Neil Conti (trommur) með fjölbreyttri dægurtónlist; poppi, samba, ballöðum, sál- tónlist svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta gert að þéttum pakka með dyggri aðstoð upp- tökustjórans sem heitir Thomas Dolby. Allt heyrist mér þetta hafa gengið prýði- lega upp, því ég stend á því fastar en fótunum að hér sé komin besta plata Prefab Sprout, tónaveisla í öllum regnbogans litum og blæbrigð- um. Talk Talk: Natural History; The Very Best of Talk Talk Saga hljómsveitar Breska hljómsveitin Talk Talk hefur í gegnum tíðina verið ein af mínum uppáhalds- sveitum. Þrátt fyrir að hljóm- sveitin hafi starfað saman í fjölda ára hefur hún aðeins gef- ið út fjórar plötur. En þær eru hver annari ólíkari, og betri. Á þessari safnskífu er farið í gegnum þróunarferil hljóm- sveitarinnar, og það er engin spurning þegar Talk Talk á í hlut, merkið tryggir gæðin. Hér er einstaklega góð heimild um það hvernig hljómsveitin hefur þróað stíl sinn í gegnum árin. Platan er nauðsynleg öllum aðdáendum framsækinnar popptónlistar, rétt eins og Laxness er í bóka- hillum bókmenntaspekúlanta. 46 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.