Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 54

Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 54
LEIKLISTIN ÞARF MEIRA HLUTVERK í SAMFÉLAGINU Segir Hlín Agnarsdóttir leikstjóri í Þjóðlífsviðtali EINAR HEIMISSON —Ég lít auðvitað ekki á mig sem ein- hvern sjálfskipaðan gagnrýnanda þótt ég hafi mínar skoðanir. Ég hef sagt þær upphátt, öðrum þykir þægilegra að þegja. I fáum orðum sagt er íslenskt leik- hús í kreppu, en það þarf ekkert að hamra á því — það er augljóst mál. Þessi kreppa hlýtur líka að vera kreppa okkar sjálfra andleg og listræn, segir Hlín, en viðtalið hefst í Svíþjóð fyrir hálfum öðr- um áratug: — Ég fór til Svíþjóðar 1976 og var við nám í Uppsölum í byrjun. Það var kallað skapandi leikræn tjáning, foreldrar mínir og fleiri botnuðu aldrei í hvað það væri. Það var verklegt leiklistarnám og hugsað fyrir sænska móðurmálskennara, sem vildu nota leiklist við kennslu. Mig lang- aði alltaf til að læra leikstjórn, en á þessum tíma var mjög erfitt að komast í beint nám í henni. Síðan fór ég til Stokkhólms og var þar í tvö ár og lauk prófi í leikhúsfræðum 1979. Ég lagði aðaláherslu á leikstjórn og skrifaði lokaritgerð um umdeilda upp- færslu á Puntila og Matta eftir Brecht í Stokkhólmi 1978. Ástæðan fyrir því að ég valdi þessa sýningu, sem var í anda ’68 tímabilsins, var vitaskuld sú, að ég var á þessum árum mjög róttæk. — Síðan fór ég frá Stokkhólmi 26 ára gömul og óttaðist að fá aldrei neitt að gera í þessu fagi. Þrá mín var sú að vinna verk- lega í leikhúsi, frekar en vera leikhúsráðu- nautur eða eitthvað þvíumlíkt. Ég var með umsókn frá blaðamannaháskólanum í Gautaborg í töskunni þegar ég hitti konu úti á götu, sem var aðalkennarinn við deildina í Uppsölum, þar sem ég hafði verið áður. Hún bauð mér starf aðstoðar- kennara við deildina og þar vann ég með leiklistina aftur sem uppeldis- og kennslu- tæki. Á þeim tíma komst ég í kynni við mjög færa breska kennara, þau Dorothy Heat- hcote og Gavin Bolton sem voru braut- ryðjendur í slíku starfi í Bretlandi og þangað fór ég 1980 til þess að kynna mér bresku aðferðina, sem aðallega gekk út á að nota leiklist til kennslu ýmissa náms- greina. — Þegar ég kom heim 1981 lagði ég leikstjórnardrauminn á hilluna og ein- beitti mér að því að nota leiklist sem kennslutæki. Ég fór að kenna við Kenn- araháskóla Islands. Það var áhugi í byrjun og fólk spennt og vildi læra, kynnast nýj- um hugmyndum, en síðan var ekkert gert. Mér finnst tvímælalaust vanta meiri leik- list og tjáningu inn í íslenska skólakerfið. Það þyrfti að koma á samvinnu milli Leiklistarskólans og Kennaraháskólans og þróa aðferðir til að nota við kennslu. Við erum á eftir hvað varðar alla kennslu í tjáningu og því tók ég sérstaklega eftir þegar ég var að kenna í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þar var ágætur leiklistará- fangi og aðrir kennarar við skólann sögðu mér að þeir nemendur, sem höfðu sótt hann, kæmu betur fyrir í öðrum verkefn- um, væru öruggari, hefðu persónulegri framkomu og væru þroskaðri í mannleg- um samskiftum. Okkar nemendur kunna ekki almennt nógu vel að tjá sig. Við leggj- um of mikla áherslu á aðra þætti í móður- málskennslunni eins og t.d. að lesa og skrifa, en gleymum því að fólk þarf oftast að tjá sig munnlega. Það ætti að gera leik- list að skyldu frá upphafi skólagöngu og sömuleiðis í námi kennara. — Ég reyndi að koma leiklistinni inn í skólana, en fór smám saman að missa áhugann á því, enda viðbrögðin ekki mik- il. Þá fór ég meira út í leikhúsvinnu og fékk svolítið að gera, en ekki í leikstjórn. Ég fór þá að gera mínar eigin tilraunir, leikstýrði mest í menntaskólum, þar sem ég gat haft áhrif á verkefnaval og annað og þær sýningar urðu alls 8. Þar þurfti ég að byrja frá grunni og kenna fólki allt frá því Hlín Agnarsdóttir leikstjóri hefur vakið athygli fyrir nýjar hugmyndir í íslensku leikhúsi. Hún hefur beitt sér fyrir aukinni leiklistarkennslu í skólwn og sett upp margar nemendasýningar í framhaldsskólum. Hún hefur gagnrýnt leikstarfsemi hérlendis og talar um kreppu í íslensku leikhúsi um þessar mundir. Hún hefur alltaf haft mjög sjálfstœða afstöðu til stjórnmála og kvennabaráttu, ekki síður en til leikhússins. Hún er núna að vinna að handriti fyrir afmœlissýningu Útvarpsins og kvikmyndahandriti, sem byggir á gamalli þjóðsögu, sem flutt er inn í tímabilið 1950-60. Allt þetta rœðir Hlín í Pjóðlífsviðtali. 54 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.