Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 67

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 67
hneykslisins. Útlit var fyrir að samflokks- menn Bush í Repúblikanaflokknum biðu afhroð í þingkosningum 6. nóvember. Þá verður að venju kosið um alla fulltrúar- deildarþingmenn, þriðjung öldungadeild- ar og í ýmsar stöður í fylkjunum fimmtíu. En Bush þótti standa sig með afbrigðum vel í slagnum við Saddam Hussein. í ágústbyrjun hoppuðu vinsældir hans á nokkrum dögum úr 56% í 76%. Enginn Bandaríkjaforseta hefur átt jafn miklum vinsældum að fagna þegar stjórnartíð hans var hálfnuð. I ágústlok sáust aftur á móti merki þess að bankahneykslið yrði repúblikönum fallvalt þrátt fyrir allt. Skoðanakönnun á vegum New York Times og CBS sjón- varpsins sýndi að óánægja færi vaxandi um allt land. I maí gagnrýndu 42% Bush fyrir lélega forystu í húsnæðisbankamál- inu, en í síðari hluta ágúst töldu 51% að forsetinn hefði haldið illa á málum. Þá var liðið ár frá því að Bush undirritaði lög um björgun húsnæðisbankanna, en það eru mestu efnahagsbjörgunaraðgerðir í sögu Bandaríkjanna. En hvað uppskera stjórnmálaflokkarnir vegna bankahneykslisins mikla? Hvaða flokkur er ábyrgur fyrir hneykslinu að þeirra mati? Svarið boðar ekki gott fyrir repúblikana. Aðeins 17% benda á demó- krata, en helmingi fleiri eða 35% segja að flokkur forsetans sé ábyrgur. Hinir taka ekki afstöðu eða telja báða flokka jafn- ábyrga. Hneykslið liggur sem mara á kjós- endum, 59% telja að það versta eigi enn eftir að koma í ljós og 62 prósent óttast um innistæður í húsnæðisbönkum. Skoðanakannanir sýna að landsmenn telji að það séu fyrst og fremst eigend- ur og bankastjórar sem eigi sök á því hvernig fór. Kosningastjórar repúblikana viðurkenna þó að þeir eigi undir högg að sækja, bæði vegna síhækkandi upphæða sem verja þurfi til að bjarga gjaldþrota bönkum og vegna þess að Neil Bush sé þvældur í bankahneykslið. Almenningur óttist að hagvöxtur stöðvist, skattgreið- endur þurfi að reiða fram kostnað af bankahneykslinu og að lífskjör versni. Samt sem áður geti vinsældir Bush vegna framgangs í Persaflóadeilu mildað áhrif útbreiddrar svartsýni um efnahagsfram- vindu. Demókratar segja að í augum almenn- ings sameinist margháttaðir efnahagsörð- ugleikar í þessu máli og geti kosningar oltið á því. Og demókratar eru vongóðir um það að bankahneykslið ráði úrslitum í forsetakosningum eftir tvö ár. () Kosningastjórar Repúblikana viðurkenna að reiði almennings beinist nú mjög að flokki þeirra í kjölfar hneykslisins. enginn vill leigja og risavaxnar, íburðar- miklar hallir sem bankastjórar létu reisa sér. Eftirlitsleysi og sú fullvissa að ríkið og skattgreiðendur tækju á endanum á sig öll skakkaföll húsnæðisbanka leiddi auðvitað einnig til beinna lögbrota. Ríkiskassi Bandaríkjanna hefur þegar yfirtekið hundruð húsnæðisbanka. Sök- um ríkisábyrgðar á innistæðum eru st jórn- völd nauðbeygð að reyna að bjarga því sem bjarga verður. William Seidman, sem stjórnar björgunaraðgerðum, segir að svindl og misferli hafi fundist hjá sextíu prósentum þeirra sex hundruð banka sem þegar séu gjaldþrota. Búast megi við að gjaldþrota bankar verði tólf hundruð þegar allt dæmið er gert upp. Seidman segir að frá október í ár til október 1991 þurfi 100 milljarða dollara til þess að bjarga verstu tilfellunum. Saksóknarar einbeita sér að verstu til- fellunum, en þeir viðurkenna að erfitt geti reynst að sannfæra kviðdómendur um sekt bankastjóra. Margir þeirra séu taldir fyrirmyndar borgarar sem hafi látið veru- legar upphæðir af hendi rakna til félags- mála og í kosningasjóði. étt áður en Irak réðst inn í Kúvæt 2. ágúst síðastliðinn, stóð Bush forseti afar illa í skoðanakönnunum. Bandaríkja- menn kváðust óánægðir með stjórn hans á efnahagsmálum og lýstu sérstaklega ábyrgð á hendur honum vegna banka- Fjölmiðlar hafa átt erfitt meðað lesa skýringar á viðbrögðum stjórnarinnar af vörum Bush forseta. ÞJÓÐLÍF 67

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.