Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 71

Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 71
H Simpansar virðast jafn vel að sér ígrasalækningum og innfæddir afríkubúar. Hinir síðarnefndu gera sér te afþessum plöntum ogneyta þess hafiþeir orðið fyrir áverka eða magakveisa angriþá. þeirra. Menn væntu þess að svarsins væri að leita í því sem frá öpunum kæmi og því leituðu fremdardýrafræðingarnir uppi saur þeirra og grannskoðuðu. Heil pilju- blöð fundust í yfir 400 sýnum, stundum voru þau snyrtilega brotin tvöföld saman. Svo vel vill til að saursýni frá simpönsum eru til allt frá 1964, er Goodall hóf rann- sóknir sínar. Saursýnunum safnaði hún þar eð hana fýsti að vita hvers konar fræ þeir ætu. Reyndar tók Goodall fyrst eftir pilju- blöðunum í saurnum en áttaði sig ekki á því að tilvist þeirra þar hefði einhverja þýðingu. Þar eð laufblöðin voru ekki tuggin kom vart til greina að þeirra væri neytt vegna fæðugildis eða æskilegra trefjaefna. Er blöðin voru síðar skoðuð nákvæmlega í smásjá kom í ljós að þau voru alsett örfínum rifum, nægilega stór- um til að hleypa út ýmiss konar efnum er blöðin bærust eftir meltingarveginum. Árið 1983 lýstu Wrangham og Toshis- ada Nishida þeirri skoðun sinni að pilju- blöðin væru hugsanlega fæðuörvi eða lystauki simpansanna. Rannsóknir þeirra sýndu þó fram á að þeir átu hvorki meira né minna eftir að hafa neytt piljublaðanna. Líffræðingunum kom þá til hugar að simpansarnir ætu pilju einungis á vissum tíma árs, rétt eins og við snæðum hákarl og brennivín á þorra. Það reyndist víðs fjarri raunveruleikanum, þeir átu pilju jafnt í apríl sem október. Að þessu afsönnuðu varð til sú tilgáta að í piljunni væru ein- hver afeitrandi efni, verkjastillar eða græðandi efni. Ef því er sleppt að nokkrir apar seldu upp eða grettu sig rétt eins og þeir hefðu sett ofan í sig ólyfjan varð ekki vart nokkurrar óeðlilegrar hegðunar hjá þorra apanna. Reyndar kom Wrangham á nokkurs konar bragðprófun, því bæði simpansar og menn forðast yfirleitt yfirþyrmandi bragðvonda hluti. Skemmst er frá því að segja að bragðprófunin leiddi ekki til nokkurrar niðurstöðu. Líffræðingarnir voru ráðþrota: hvað í ósköpunum fengu apaskrattarnir út úr því að éta þessa pilju? Er þeir komust að því hve algengt það var að fólk notaði pilju til lækninga varð það eðlilegur þankagangur að láta sér detta það í hug að simpansarnir ætu þessi sérstöku blöð sér til heilsubótar og í lækn- ingaskyni. Innfæddir, sem eru af Tongweætt- flokknum, gera sér te úr laufblöðum til að græða áverka, brunasár og önnur útvortis mein og ennfremur við iðrakveisu, oft af völdum orma. Bæði menn og simpansar nota sömu þrjár tegundirnar, móspilju (A. mossambicensis), rytjupilju (A. rudis) og burstapilju (A. pluriseta). I ljós hefur komið að sumar piljutegundir sem apar neyta aldrei eru einnig hunsaðar af mönn- um. Báðar dýrategundirnar neyttu fyrst og fremst laufblaða af pilju en síður ann- arra plöntuhluta. „Ég varð furðu lostinn yfir þessari vitneskju simpansanna og innfæddra afríkubúa, sem þeir höfðu aflað sér án þess að búa yfir nú- tímaefnagreiningar- tækni og auk þess vissu þeir að virka efnið var einungis að finna í ungum laufblöðum piljuplantna", sagði Rodriguez. ÞJÓÐLÍF 71

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.