Þjóðlíf - 01.03.1991, Síða 16

Þjóðlíf - 01.03.1991, Síða 16
TOLVUR ggggg: FERÐATÖLVUR - ÖR ÞRÓUN Helstu tölvuframleiðendur heims hafa að undanförnu sentfrá sér byltingarkenndar nýjar ferðatölvur PÉTUR BJÖRNSSON Undanfarið hafa svokallaðar ferða- eða kjöltutölvur mjög verið að ryðja sér til rúms. Ekki vegna þess að ferðatölvur séu ný fyrirbæri heldur frekar vegna framfara sem átt hafa sér stað við gerð þeirra. Ferðatölvurnar eru að verða jafn- vígar einkatölvunum að vinnslugetu, og meðfærileika. eir sem gerst vita halda því fram að á undanförnum mánuðum hafi þróun ferðatölva verið örari en nokkurntíma áður í sögu þeirra. Frá því fyrsta ferðatölv- an kom á markað síðla árs 1982 (sem var Compaq Portable, 14 kg hlunkur) og allt fram á mitt ár 1990 var aðeins um tvennt að velja á ferðatölvumarkaðnum; annars- vegar svokallaðar vasabókartölvur, sem voru litlar, léttar og meðfærilegar en mjög hægvirkar og seinar, og hinsvegar hrað- virkar og öflugar „þungaviktartölvur" sem voru um 7 til 12 kg að þyngd. Þær síðartöldu gátu tæpast kallast kjöltutölvur sakir þyngdar og hinar voru það lélegar að það tók því varla að nota þær. „Venju- legu“ skrifborðstölvurnar voru í stöðugri þróun og minnkuðu meira og meira, í öf- ugu hlutfalli við vinnslugetuna sem óx, meðan ferðatölvurnar stóðu í stað. En nú kveður við annan tón. Helstu tölvufram- leiðendur heims, einhverra hluta vegna að IBM undanskildum, hafa að undanförnu sent frá sér byltingarkenndar nýjar ferða- tölvur. Nýjustu ferðatölvurnar eru litlar og léttar og eru flestar með öflugum 286, 386 og jafnvel 486 örgjörvum sem gera þær sambærilegar borðtölvum. Harðir diskar eru orðnir staðal útbúnaður á ferðatölvun- um og nýir diskar í þær eru í burðarliðn- um og verða þeir bæði minni og stærri en áður, þ.e. minni að rúmmáli en stærri hvað geymslurými snertir. Skjáir höfðu alltaf verið leiðinlegt vandamál á ferðatölvunum. Oftast voru notaðir skjáir með fljótandi kristöllum líkt og er á vasareiknum (LCD). Þessir skjáir voru einlitir (monocrome) og hentuðu illa til annars en beinnar textavinnslu, því það sem var á skjánum átti til að renna saman í einn hrærigraut ef mynd eða texta var „rúllað“ yfir skjáinn. Venjulegir tölvu- skjáir voru plássfrekir og stækkuðu tölv- una um of, og eins og gefur að skilja hættir ferðatölva fljótlega að vera ferðatölva ef maður getur ekki loftað henni. En þegar EGA og VGA háupplausnarskjáir komu fram á sjónarsviðið létu tölvuframleiðend- ur hendur standa fram úr ermum við lag- færingu kristalsskjánna og tókst all bæri- lega upp. Nýrri litakristalskjáir geta sýnt 16 til 32 liti samtímis en svarthvítu skjáirnir 16 til 32 grátóna í einu og geta tölvurnar þá nýtt sér grafískan hugbúnað eins og t.d. Win- dows án þess að allt sé í graut. Þeir eru einnig fyrirferðarminni en fyrirrennararn- ir og eiga sinn þátt í smæð nýju tölvanna. f framantöldu má ljóst vera að ferða- tölvur eru að verða raunhæfur mögu- leiki fyrir þá sem þurfa að vinna mikið á ferðinni en hafa takmarkað pláss. Þeim má stinga í samband við vindlingakveikj- ara í bílum, með straumbreyti sem sparar rafhlöðuna og er því hægt að nota þær svo að segja allsstaðar. Þær eru flestar á stærð við skjalatösku eða u.þ.b. 35 X 30 X 6 (lengd, breidd, hæð) og vega um 4 - 8 kg. Þær eru einnig þeim kostum búnar að hægt er að tengja þær öllum almennum vélbúnaði, s.s. prenturum, mótöldum og músum, auk þess sem þær tengjast auð- veldlega venjulegum skjám og stórum lyklaborðum sem gerir þær að „alvöru" tölvum. Öll gögn er hægt að flytja milli borðtölvunnar og ferðatölvunnar með tengingu eða bara á diskum. En þróunin á ferðatölvumarkaðnum er svo ör að liggur við að hægt sé að segja: Ef þú finnur enga tölvu sem hentar þér í dag skaltu bíða í nokkrar vikur! () RAFHLÖÐUR Stærsta vandamál ferðatölvuframleið- enda hefur verið aflgjafínn. Stórir harðir diskar, glæsilegir litaskjáir og mikið innra minni kalla auðvitað á stærri rafhlöðu og ef rafhlaðan vex úr hófi verður tölvan ómeðfærilegri og minni ,,ferða“tölva fyrir vikið. Lítið gagn er í tölvu með stórkostlegum möguleikum ef hún getur ekki gengið nema skamma stund vegna rafmagns- leysis og það er óskemmtileg reynsla að missa öll gögn úr minni töivunnar þegar rafhlaðan klárast. En með nýrri tegund rafhlaðna mun vinnslugeta tölvunnar á einni hleðslu aukast til muna. Þetta eru nikkel-vetnis rafhlöður sem koma til með að leysa af hólmi nikkel- kadmíum rafhlöðurnar sem nú eru not- aðar. Þessar nýju rafhlöður eru nú í þró- un og horfur góðar. Algengustu nikkel-kadmíum rafhlöð- urnar (stærð AA) gefa 480 milliampera straum á klukkustund að jafnaði. Jafn- stór nikkelvetnis rafhlaða gefur 1100 milliamper á klukkustund eða tvöfalt á við hinar, og er búist við að síðar munu þær geta gefið 70 -100% meiri straum en hinar. Væntanlegar eru á markað tölvur sem ganga á þessum nýju rafhlöðum en til að byrja með munu þær aðeins endast 20 -30% lengur en hinar. Aukin ending er ekki það eina sem er nikkel-vetnis rafhlöðunum í hag. Kadmíumið í nikk- el-kadmíum rafhlöðunum flokkast und- ir náttúrumengandi eiturefni en vetnið ekki og munu nikkel-vetnis rafhlöðurn- ar því flokkast sem umhverfisvænar. Þó að nikkel-vetnis rafhlöðurnar beri af hinum í þessum samanburði þá verð- ur að taka verðmuninn á þeim inn í dæmið. Framleiðsla nikkel-vetnis raf- hlaðna er á frumstigi og eru þær óheyri- lega dýrar. Búist er við því að þær muni verða um helmingi dýrari en nikkel-kad- míum rafhlöðurnar, en að öllum líkind- um munu þær lækka í verði þegar á líður og framleiðslan kemst í fastari skorður og þá verða ferðatölvurnar fyrst raun- hæfur kostur fyrir þá sem á þeim þurfa að halda. PB 16 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.