Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 18
BÖRN VEGALAUS BÖRN — óleystur þjóðfélagsvandi PÁLL ÁSGEIRSSON LÆKNIR Vegalaus börn? Hvað er nú það? Þessi spurning heyrist því miður oft og bakvið hana gæti leynst sannfæring al- mennings um að velferðarþjóðfélagið sjái öllum fyrir samastað í lífinu. En því miður er svo ekki. Til eru börn sem eru vegalaus og eiga sér engan samastað þar sem þau geta dval- ið og vaxið upp, ræktað með sér það sem býr gott í þeim og fundið sér uppbyggilega lífsstefnu sjálfum sér og umhverfi sínu til ánægju. Þau eru strönduð á stofnunum sem allir sérfræðingar eru sannfærðir um að séu þeim til skaða. Vegalausu börnin eru komin út af því spori sem börnum er ætlað af náttúrunni að öllu forfallalausu. Svo er komið að þau eiga sér ekki nothæfa fjölskyldu, skólinn er engan veginn fær um að veita þeim kennslu við hæfi og þau eru víðast hvar búin að koma sér út úr húsi. Flest eru þau á aldrinum 8—12 ára. Hvernig hefur þetta gerst? Vitum við það eða er hér um að ræða vanda þar sem Niðurstöður úr erlendum rannsóknum um málefni vegalausra barna benda til þess að mörg þessara barna eigi á hættu að leiðast inn á afbrotabrautina og/eða verði sjúk á geði í framtíðinni ef ekki er gripið í taumana. enginn þekkir lausnina? Nei. Lausnin er þekkt og sérfræðingar hafa verið að benda á hana um langa hríð. En hún er dýr. En það verður samfélaginu kannski enn dýr- keyptara að gera ekkert í málinu. Þau 20 til 30 vegalausu börn, sem vitað er um í samfélagi okkar í dag verða enn dýrari í framtíðinni ef ekkert er að gert. Niður- stöður úr erlendum rannsóknum um mál- efni vegalausra barna benda til þess að mörg þessara barna eigi á hættu að leiðast inn á afbrotabrautina og/eða verði sjúk á geði í framtíðinni ef ekki er gripið í taum- ana. Og fangelsi og geðsjúkrahús eru ein- hverjar dýrustu stofnanir, sem samfélagið rekur. Hvernig hefur þetta gerst? Vitum við það? Já, því miður vitum við það alltof vel og fagmenn hafa venjulega fylgst með þróuninni án þess að geta að gert. Þó vegalausu bömin séu ólík hvert öðru, eru orsakirnar fyrir því, að þau eru orðin þannig að venjulegt fólk ræður ekki við þau, venjulega svipaðar. Orsakirnar eru venjulega margar, sumar eða jafnvel allar, sem hér eru taldar upp: 1. Alvarlegir sjúkdómar í fjölskyldu, einkum geðsjúkdómar. 2. Brostin tengsl barnanna við nánustu aðstandendur. 3. Líkamlegir sjúkdómar barnanna sjálfra, ekki síst bundnir taugakerf- inu. 4. Tíðir flutningar milli hverfa, lands- hluta eða landa. 5. Vandræði í skóla. 6. Fátækt og basl í fjölskyldu. 7. Tíðar og ófullnægjandi heimsóknir til sérfræðinga, sálfræðinga og geð- lækna. 8. Erfitt meðfætt skapferli. 9. Misheppnaðar fóstranir. 10. Slæmar aðstæður oggeðsjúkdómarí umhverfi foreldra. 11. Vegalausa barnið er venjulega drengur. venær er barn orðið vegalaust? Barn er orðið vegalaust þegar það á ekki í neitt hús að venda, sem hentar því. Venju- lega kemur að þessum punkti í lífi þess meðan það dvelst á barnageðdeild og úr dvölinni teygist vegna þess að ekki tekst að finna því heimili eða annan samastað. Foreldrarnir eru eftir langa og bitra reynslu búnir að gefast upp eða sérfræð- ingar telja barninu hætta búin af því að dvelja áfram hjá foreldrum sínum. Félags- málastofnanir eru á þessu stigi venjulega búnar að koma barninu í fóstur einu sinni eða oftar og börnunum hefur verið skilað aftur vegna hegðunartruflana. Barnageðdeildir lýsa því yfir, að lengri dvöl en nokkurra mánaða verði ekki barn- inu til framdráttar, börn eigi ekki að alast upp á sjúkrahúsi — lengri dvöl skaði það beinlínis. Þegar svona er komið er sér- Fagmennirnir, geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, kennarar og uppeldisfræðingar hafa lengi verið að benda á hvað gera þurfi. Meðferðarheimili er lausnin. 18 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.